Rúnar um fjarveru Kjartans Henry: „Ég þurfti að skilja þrjá eftir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2022 12:00 Kjartan Henry hefur komið við sögu í 16 leikjum í Bestu deild karla í sumar og skorað fjögur mörk. Hann var ekki í leikmannahóp KR á sunnudag. Vísir/Hulda Margrét Það vakti mikla athygli að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi KR þegar liðið heimsótti Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deild karla á sunnudag. KR lenti 2-0 undir gegn Víkingum en kom til baka og jafnaði metin í 2-2 áður en lokaflautið gall. Stutt er síðan liðin mættust í Mjólkurbikarnum. Þar lenti KR 3-1 undir en náði að jafna metin áður en Víkingar skoruðu tvívegis undir lok leiks og unnu 5-3. Nú beið KR með það að jafna metin þangað til leiktíminn var svo gott sem runninn út. Það vakti eins og áður sagði mikla athygli að Kjartan Henry væri ekki í leikmannahóp liðsins en mikið hefur verið rætt um stöðu hans hjá KR að undanförnu. Eftir leik ræddi Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, við Fótbolti.net. Þar sagði hann hreint út að hann hefði þurft að skilja þrjá leikmenn eftir utan hóps og lét þannig hljóma að Finnur Tómas Pálmason, sem var nýverið valinn í U-21 árs landslið Íslands, og Kristinn Jónsson væru ekki frá vegna meiðsla heldur hefðu þeir einfaldlega ekki verið valdir að þessu sinni. „Þú spyrð ekki af hverju Kristinn Jónsson er ekki í hóp eða af hverju Finnur Tómas er ekki í hóp en það er bara sama ástæða. Ég þurfti að skilja þrjá eftir og þetta var valið mitt í dag,“ sagði Rúnar í viðtalinu sem sjá má hér. KR endaði í 5. sæti Bestu deildar karla eftir hefðbundna deildarkeppni með 31 stig að loknum 22 umferðum. Nú tekur við úrslitakeppni þar sem KR mætir Breiðablik, Víking, Val, KA og Stjörnunni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 17:33 Logi Tómasson: Þetta var rothögg Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok. 17. september 2022 16:50 Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla. 18. september 2022 08:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
KR lenti 2-0 undir gegn Víkingum en kom til baka og jafnaði metin í 2-2 áður en lokaflautið gall. Stutt er síðan liðin mættust í Mjólkurbikarnum. Þar lenti KR 3-1 undir en náði að jafna metin áður en Víkingar skoruðu tvívegis undir lok leiks og unnu 5-3. Nú beið KR með það að jafna metin þangað til leiktíminn var svo gott sem runninn út. Það vakti eins og áður sagði mikla athygli að Kjartan Henry væri ekki í leikmannahóp liðsins en mikið hefur verið rætt um stöðu hans hjá KR að undanförnu. Eftir leik ræddi Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, við Fótbolti.net. Þar sagði hann hreint út að hann hefði þurft að skilja þrjá leikmenn eftir utan hóps og lét þannig hljóma að Finnur Tómas Pálmason, sem var nýverið valinn í U-21 árs landslið Íslands, og Kristinn Jónsson væru ekki frá vegna meiðsla heldur hefðu þeir einfaldlega ekki verið valdir að þessu sinni. „Þú spyrð ekki af hverju Kristinn Jónsson er ekki í hóp eða af hverju Finnur Tómas er ekki í hóp en það er bara sama ástæða. Ég þurfti að skilja þrjá eftir og þetta var valið mitt í dag,“ sagði Rúnar í viðtalinu sem sjá má hér. KR endaði í 5. sæti Bestu deildar karla eftir hefðbundna deildarkeppni með 31 stig að loknum 22 umferðum. Nú tekur við úrslitakeppni þar sem KR mætir Breiðablik, Víking, Val, KA og Stjörnunni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 17:33 Logi Tómasson: Þetta var rothögg Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok. 17. september 2022 16:50 Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla. 18. september 2022 08:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 17:33
Logi Tómasson: Þetta var rothögg Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok. 17. september 2022 16:50
Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla. 18. september 2022 08:00