„Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík“ Atli Arason skrifar 18. september 2022 22:41 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið sáttur eftir sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna í kvöld, 94-87. Þrír leikmenn léku sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í kvöld. Bríet Sif Hinriksdóttir, Erna Hákonardóttir og Raquel Laniero voru allar að leika sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík en sú síðastnefnda stóð upp úr. Raquel skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum. „Við erum kannski með aðeins öðruvísi leikstjórnanda núna. Raquel er meiri sóknarmaður og horfir meira á sjálfa sig miðað við það sem Vilborg var. Við þurfum að læra að nýta okkur þá styrkleika, hún gerði rosalega vel í kvöld. Hún er bara 21 árs með þvílíka ástríðu. Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík. Ég get ekki verið annað en sáttur við hennar framlag,“ svaraði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, aðspurður út í frammistöðu nýja leikstjórnanda síns. Raquel Lanerio með bikarinn eftir leikslok.Jón Björn „Þetta var liðsframmistaða. Við erum með marga hæfileikaríka leikmenn en vinnum sem lið allan tímann. Við pössum upp á hverja aðra sem er lang mikilvægast. Við unnum því að liðið spilaði vel,“ sagði leikstjórnandin Raquel Laniero í samtali við Vísi eftir leik. Raquel Laniero og Aliyah Collier voru lang stigahæstar í liði Njarðvíkur en þær gerðu samtals 74 af 94 stigum Njarðvíkur í leiknum. Rúnar og Raquel þakka þó liðsframmistöðunni fyrir sigurinn. „Það eru góðar körfuboltakonur í græna búningnum. Ég er með marga rosa góða körfuboltaleikmenn. Mér fannst við sýna gæðin okkar sóknarlega í dag. Við erum búin að missa marga leikmenn en erum að fá inn leikmenn með reynslu sem geta skotið boltanum,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað þetta fyrr, það er tvisvar eða þrisvar þar sem við erum komnar með leikinn í okkar hendur en hleypum Haukunum samt aftur inn í þetta. Það er kannski bara eitthvað sem við þurfum að vinna í og ég hef ekki áhyggjur af því þar sem það er enn þá bara september.“ Framundan hjá Njarðvík er baráttan um Reykjanesbæ þegar þær fara í heimsókn til Keflavíkur í fyrstu umferð deildarkeppninnar 2022/23. Rúnar telur sig þurfa að þétta varnarleikinn hjá Njarðvík fyrir þá viðureign. „Varnarleikur beggja liða í dag var bara ekki nógu góður. Það eru það góðir skotmenn í báðum liðum að þær nýta sér það ef þær fá of mikið pláss. Við vitum að við getum unnið leik með því að skora yfir 90 stig en núna þurfum við að vinna í því að þétta varnarleikinn og við þurfum að vera ansi snöggar í því þar sem það er hörku leikur í Blue-höllinni næsta miðvikudag. Við ætlum að mæta þangað til þess að sækja sigur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Bríet Sif Hinriksdóttir, Erna Hákonardóttir og Raquel Laniero voru allar að leika sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík en sú síðastnefnda stóð upp úr. Raquel skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum. „Við erum kannski með aðeins öðruvísi leikstjórnanda núna. Raquel er meiri sóknarmaður og horfir meira á sjálfa sig miðað við það sem Vilborg var. Við þurfum að læra að nýta okkur þá styrkleika, hún gerði rosalega vel í kvöld. Hún er bara 21 árs með þvílíka ástríðu. Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík. Ég get ekki verið annað en sáttur við hennar framlag,“ svaraði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, aðspurður út í frammistöðu nýja leikstjórnanda síns. Raquel Lanerio með bikarinn eftir leikslok.Jón Björn „Þetta var liðsframmistaða. Við erum með marga hæfileikaríka leikmenn en vinnum sem lið allan tímann. Við pössum upp á hverja aðra sem er lang mikilvægast. Við unnum því að liðið spilaði vel,“ sagði leikstjórnandin Raquel Laniero í samtali við Vísi eftir leik. Raquel Laniero og Aliyah Collier voru lang stigahæstar í liði Njarðvíkur en þær gerðu samtals 74 af 94 stigum Njarðvíkur í leiknum. Rúnar og Raquel þakka þó liðsframmistöðunni fyrir sigurinn. „Það eru góðar körfuboltakonur í græna búningnum. Ég er með marga rosa góða körfuboltaleikmenn. Mér fannst við sýna gæðin okkar sóknarlega í dag. Við erum búin að missa marga leikmenn en erum að fá inn leikmenn með reynslu sem geta skotið boltanum,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað þetta fyrr, það er tvisvar eða þrisvar þar sem við erum komnar með leikinn í okkar hendur en hleypum Haukunum samt aftur inn í þetta. Það er kannski bara eitthvað sem við þurfum að vinna í og ég hef ekki áhyggjur af því þar sem það er enn þá bara september.“ Framundan hjá Njarðvík er baráttan um Reykjanesbæ þegar þær fara í heimsókn til Keflavíkur í fyrstu umferð deildarkeppninnar 2022/23. Rúnar telur sig þurfa að þétta varnarleikinn hjá Njarðvík fyrir þá viðureign. „Varnarleikur beggja liða í dag var bara ekki nógu góður. Það eru það góðir skotmenn í báðum liðum að þær nýta sér það ef þær fá of mikið pláss. Við vitum að við getum unnið leik með því að skora yfir 90 stig en núna þurfum við að vinna í því að þétta varnarleikinn og við þurfum að vera ansi snöggar í því þar sem það er hörku leikur í Blue-höllinni næsta miðvikudag. Við ætlum að mæta þangað til þess að sækja sigur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16