Leiðtogi hægrimanna fær stjórnarmyndunarumboð Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2022 14:21 Ulf Kristersson, leiðtogi Miðjumannanna (s. Moderatarna), gæti orðið næsti forsætisráðherra Svíþjóðar. AP/Fredrik Sandberg/TT News Agency Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli. Andreas Norlen, forseti sænska þingsins, fól Kristersson umboðið í dag en sagðist ekki hafa sett honum ákveðin tímamörk þar sem stjórnarmyndun gæti orðið tímafrek. Kristersson kom sjálfur bjartsýnn af fundinum með Norlen. „Skilaboð mín til forsetans voru þau að allt gangi vel. Ég vil mynda ríkisstjórn sem sameinar en sundrar ekki,“ sagði leiðtoginn að fundi loknum. Mið- og hægriflokkarnir fjórir unnu 176 þingsæti gegn 173 sætum mið- og vinstriblokkarinnar í þingkosningunum sem fóru fram 11. september. Magdalena Andersson, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína í síðustu viku. Svíþjóðardemókratarnir, umdeildur hægriöfgaflokkur sem spratt upp úr hreyfingu nýnasista, er næststærsti flokkurinn á sænska þinginu eftir kosningarnar. Ekki hugnast öllum flokkum hægriblokkarinnar að vinna með honum. Flokkurinn hefur engu að síður örlög hvers kyns hægristjórnar í höndum sér. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, gekk einnig á fund Norlen í dag. Eftir fundinn sagði hann blaðamönnum að hans skoðun væri sú að það hentaði Svíþjóð best að hafa meirihlutastjórn. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. 15. september 2022 11:30 Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Andreas Norlen, forseti sænska þingsins, fól Kristersson umboðið í dag en sagðist ekki hafa sett honum ákveðin tímamörk þar sem stjórnarmyndun gæti orðið tímafrek. Kristersson kom sjálfur bjartsýnn af fundinum með Norlen. „Skilaboð mín til forsetans voru þau að allt gangi vel. Ég vil mynda ríkisstjórn sem sameinar en sundrar ekki,“ sagði leiðtoginn að fundi loknum. Mið- og hægriflokkarnir fjórir unnu 176 þingsæti gegn 173 sætum mið- og vinstriblokkarinnar í þingkosningunum sem fóru fram 11. september. Magdalena Andersson, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína í síðustu viku. Svíþjóðardemókratarnir, umdeildur hægriöfgaflokkur sem spratt upp úr hreyfingu nýnasista, er næststærsti flokkurinn á sænska þinginu eftir kosningarnar. Ekki hugnast öllum flokkum hægriblokkarinnar að vinna með honum. Flokkurinn hefur engu að síður örlög hvers kyns hægristjórnar í höndum sér. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, gekk einnig á fund Norlen í dag. Eftir fundinn sagði hann blaðamönnum að hans skoðun væri sú að það hentaði Svíþjóð best að hafa meirihlutastjórn.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. 15. september 2022 11:30 Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. 15. september 2022 11:30
Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07