Mbappé neitar að mæta í myndatöku franska landsliðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 16:30 Kylian Mbappé er skærasta stjarna Frakklands. EPA-EFE/Marko Djurica Kylian Mbappé, leikmaður Frakklandsmeistara París Saint-Germain og ein aðalstjarna franska landsliðsins í fótbolta, hefur neitað að taka þátt í liðsmyndatöku með landsliðinu sem fram á að fara á morgun, þriðjudag. Mbappé hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og mánuði. Í sumar endursamdi hann við PSG og varð um leið launahæsti fótboltamaður heims. Þá má segja að hann hafi fengið lyklana að PSG en talið er að framherjinn hafi nú mikið um það að segja hvaða leikmenn liðið kaupi og hvernig í raun öllu sé háttað. Samkvæmt frétt L'Équipe þá neitar leikmaðurinn að taka þátt í myndatöku með samherjum sínum í franska landsliðinu. Ástæðan er sú að franska knattspyrnusambandið hefur ekki viljað skoða það að breyta ímynarrétti leikmanna. Hófst togstreitan milli umboðsstofu Mbappé og franska knattspyrnusambandsins í mars á þessu ári. Mbappé og teymi hans taldi að sambandið væri að nota ímynd ákveðinna leikmanna mun meira en annarra. Einnig virðist teymi Mbappé ósátt með hvaða merki og vörulínur eru tengdar við franska landsliðið. Þar sem franska sambandið hefur ekki viljað breyta neinu þá ætlar Mbappé ekki að mæta í myndatökur með liðsfélögum sínum. Kylian Mbappé refuse de participer à la séance photoKylian Mbappé a « décidé de ne pas prendre part à la séance photo prévue » mardi avec l'équipe de France, après le refus de la Fédération de « modifier la convention » des droits à l'image des joueurs https://t.co/LSu7pR5lZM pic.twitter.com/UAh82GrMJ6— L'ÉQUIPE (@lequipe) September 19, 2022 Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur byrjað tímabilið frábærlega og skorað 9 mörk í 10 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann hefur spilað 57 A-landsleiki fyrir Frakkland og skorað í þeim 27 mörk. Þar á meðal eitt þegar Frakkland varð heimsmeistari sumarið 2018. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Mbappé hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og mánuði. Í sumar endursamdi hann við PSG og varð um leið launahæsti fótboltamaður heims. Þá má segja að hann hafi fengið lyklana að PSG en talið er að framherjinn hafi nú mikið um það að segja hvaða leikmenn liðið kaupi og hvernig í raun öllu sé háttað. Samkvæmt frétt L'Équipe þá neitar leikmaðurinn að taka þátt í myndatöku með samherjum sínum í franska landsliðinu. Ástæðan er sú að franska knattspyrnusambandið hefur ekki viljað skoða það að breyta ímynarrétti leikmanna. Hófst togstreitan milli umboðsstofu Mbappé og franska knattspyrnusambandsins í mars á þessu ári. Mbappé og teymi hans taldi að sambandið væri að nota ímynd ákveðinna leikmanna mun meira en annarra. Einnig virðist teymi Mbappé ósátt með hvaða merki og vörulínur eru tengdar við franska landsliðið. Þar sem franska sambandið hefur ekki viljað breyta neinu þá ætlar Mbappé ekki að mæta í myndatökur með liðsfélögum sínum. Kylian Mbappé refuse de participer à la séance photoKylian Mbappé a « décidé de ne pas prendre part à la séance photo prévue » mardi avec l'équipe de France, après le refus de la Fédération de « modifier la convention » des droits à l'image des joueurs https://t.co/LSu7pR5lZM pic.twitter.com/UAh82GrMJ6— L'ÉQUIPE (@lequipe) September 19, 2022 Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur byrjað tímabilið frábærlega og skorað 9 mörk í 10 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann hefur spilað 57 A-landsleiki fyrir Frakkland og skorað í þeim 27 mörk. Þar á meðal eitt þegar Frakkland varð heimsmeistari sumarið 2018.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti