Offita, markaðsöfl og neysla Hallgerður Hauksdóttir skrifar 19. september 2022 17:01 Ýmislegt hefur verið leitt fram um ætlaðar ástæður offitufaraldurs sem geysar á Vesturlöndum. Ein kenning var um hættulega fituneyslu, hugmynd sem leiddi til aukinnar kolvetnavæðingar matvæla. Mikil neysla sykurefna er í sjálfu sér alvarlegt mál, enda er sykursýki 2 vaxandi afleiðing. Nýleg míta, sem sem betur fer er einnig á undanhaldi, er „kaloríur inn, kaloríur út“ kenningin um útreikning á hversu mikilla kaloría sé neytt miðað við grunnbrennslu og líkamsrækt. Hún gengur út á að neyta færri kaloría en líkaminn brennir innan hvers sólarhrings. Líkaminn sér við slíku með því að lækka efnaskiptahraðann. Þessi aðferð neyðir líkamann til að ganga á vöðvavef þegar miðað er við „margar litlar máltíðir allan daginn“ – sem er enn önnur arfaslæm hugmynd. Vegna ónýtra megrunaraðferða og fólks sem fitnar aftur hefur jafnframt verið vaxandi sú hugmynd að offitu eigi að líta á sem óhjákvæmilega og beri að normalísera hana. Þetta er fjarri sanni. Föstur eru líkamanum eiginlegar til að brenna fitubirgðum. Þróunarfræðilega er þetta frá því löngu áður en forverum okkar datt í hug að selja afurðir og matvöru í matvörubúðum. Líkömum okkar er til milljóna ára eiginlegt að safna í eigið forðabúr í fituformi og líkamanum er jafn eiginlegt að nýta fituna aftur. Það er nútímalífstíll með öllum þessum mat sem haldið er að okkur úr öllum áttum og allan daginn sem gerir okkur erfitt að komast til að nota þessar eigin birgðir. Hugtakið föstur er reyndar líka talsvert á reiki í daglegu tali og stundum jafnvel notað um ýmsa matarkúra eða safakúra. En eiginlegar föstur eru engu að síður einfaldlega það að neyta ekki næringar um tiltekinn tíma. Fasta hefst þegar glúkósa/glýkógen forði líkamans er uppurinn, sem er yfirleitt eftir 12-16 klst án næringar. Þá byrjar líkaminn að nýta eigin forða beint. Hann nýtir fyrst bæði eigin fitubirgðir meðfram því að endurnýta ónýt prótínefni innan frumna en skiptir að því loknu alveg yfir í að brenna fitu. Líkaminn kann þetta alveg og við getum treyst því. Eftir föstur og við neyslu heilnæms fæðis hefst uppbygging og endurnýjun innan líkamans fyrir tilstilli vaxtarhormóna. Föstur ekki sérgreint matarræði eins ketó, paleo- eða vegan eða annað slíkt. Þær eru ekki kúr af neinu tagi né skyldar hugmyndum um að tengja offitu við líkamshreyfingu eða hreyfingarleysi. Föstur skyldi alls ekki tengja við átraskanir á borð við lotugræðgi eða lystarstol. Föstur má flokka í stuttföstur innan hvers sólarhrings og langföstur sem standa í fleiri daga. Áríðandi er að framkvæma föstur rétt og er varasamt að fara í langföstu án þess að kynna sér vel hvað þarf til. En það verður seint að föstum verði haldið að fólki eða þær vel kynntar, enda ekkert á því að græða að beina fólki frá neyslu matvæla eða kostnaðarsamra og íþyngjandi úrræða. Föstur eru eitthvað sem við hvert og eitt ættum að kynna okkur sjálf ef okkur langar til að losa okkur við umframfitu á einfaldan og eðlilegan máta. Höfundur er áhugamanneskja um heilbrigðan lífstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur verið leitt fram um ætlaðar ástæður offitufaraldurs sem geysar á Vesturlöndum. Ein kenning var um hættulega fituneyslu, hugmynd sem leiddi til aukinnar kolvetnavæðingar matvæla. Mikil neysla sykurefna er í sjálfu sér alvarlegt mál, enda er sykursýki 2 vaxandi afleiðing. Nýleg míta, sem sem betur fer er einnig á undanhaldi, er „kaloríur inn, kaloríur út“ kenningin um útreikning á hversu mikilla kaloría sé neytt miðað við grunnbrennslu og líkamsrækt. Hún gengur út á að neyta færri kaloría en líkaminn brennir innan hvers sólarhrings. Líkaminn sér við slíku með því að lækka efnaskiptahraðann. Þessi aðferð neyðir líkamann til að ganga á vöðvavef þegar miðað er við „margar litlar máltíðir allan daginn“ – sem er enn önnur arfaslæm hugmynd. Vegna ónýtra megrunaraðferða og fólks sem fitnar aftur hefur jafnframt verið vaxandi sú hugmynd að offitu eigi að líta á sem óhjákvæmilega og beri að normalísera hana. Þetta er fjarri sanni. Föstur eru líkamanum eiginlegar til að brenna fitubirgðum. Þróunarfræðilega er þetta frá því löngu áður en forverum okkar datt í hug að selja afurðir og matvöru í matvörubúðum. Líkömum okkar er til milljóna ára eiginlegt að safna í eigið forðabúr í fituformi og líkamanum er jafn eiginlegt að nýta fituna aftur. Það er nútímalífstíll með öllum þessum mat sem haldið er að okkur úr öllum áttum og allan daginn sem gerir okkur erfitt að komast til að nota þessar eigin birgðir. Hugtakið föstur er reyndar líka talsvert á reiki í daglegu tali og stundum jafnvel notað um ýmsa matarkúra eða safakúra. En eiginlegar föstur eru engu að síður einfaldlega það að neyta ekki næringar um tiltekinn tíma. Fasta hefst þegar glúkósa/glýkógen forði líkamans er uppurinn, sem er yfirleitt eftir 12-16 klst án næringar. Þá byrjar líkaminn að nýta eigin forða beint. Hann nýtir fyrst bæði eigin fitubirgðir meðfram því að endurnýta ónýt prótínefni innan frumna en skiptir að því loknu alveg yfir í að brenna fitu. Líkaminn kann þetta alveg og við getum treyst því. Eftir föstur og við neyslu heilnæms fæðis hefst uppbygging og endurnýjun innan líkamans fyrir tilstilli vaxtarhormóna. Föstur ekki sérgreint matarræði eins ketó, paleo- eða vegan eða annað slíkt. Þær eru ekki kúr af neinu tagi né skyldar hugmyndum um að tengja offitu við líkamshreyfingu eða hreyfingarleysi. Föstur skyldi alls ekki tengja við átraskanir á borð við lotugræðgi eða lystarstol. Föstur má flokka í stuttföstur innan hvers sólarhrings og langföstur sem standa í fleiri daga. Áríðandi er að framkvæma föstur rétt og er varasamt að fara í langföstu án þess að kynna sér vel hvað þarf til. En það verður seint að föstum verði haldið að fólki eða þær vel kynntar, enda ekkert á því að græða að beina fólki frá neyslu matvæla eða kostnaðarsamra og íþyngjandi úrræða. Föstur eru eitthvað sem við hvert og eitt ættum að kynna okkur sjálf ef okkur langar til að losa okkur við umframfitu á einfaldan og eðlilegan máta. Höfundur er áhugamanneskja um heilbrigðan lífstíl.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun