Formaður Prestafélags Íslands segir af sér Árni Sæberg skrifar 19. september 2022 20:51 Arnaldur Bárðarson er fráfarandi formaður Prestafélags Íslands. Vísir Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans. Á dögunum lýsti Félag prestvígðra kvenna yfir vantrausti á hendur Arnaldi sem sneri meðal annars að ummælum sem Arnaldur hafði í viðtali um mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi Sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði Arnaldur munu íhuga afsögn ef hann nyti ekki lengur trúnaðar kvenna í prestastétt en það gæti hann ekki gert á grundvelli lyga eða rangfærslna. Hann sagði vantraustsyfirlýsingu kvenpresta byggða á slíkum lygum og rangfærslum. Í yfirlýsingu til fréttastofu í kvöld hefur Arnaldur hins vegar tilkynnt að hann muni boða til aukaaðalfundar Prestafélags Íslands þar sem hann muni segja af sér störfum til að lægja öldur sem risið hafa um formennsku hans í félaginu og til að hlífa þeim konum sem eru þolendur mála í Hjalla- og Digraneskirkju við frekari sársauka. Þá biður hann þeim og öllum konum blessunar. „Hvet ég alla karlmenn til að koma vel fram við konur bæði í orði og verki. Ég leyfi mér að minna á heilræði sálmaskáldsins góða sr. Hallgríms Péturssonar,“ segir í yfirlýsingu Arnaldar. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geym vel þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Þjóðkirkjan Trúmál Átök í Digraneskirkju Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Á dögunum lýsti Félag prestvígðra kvenna yfir vantrausti á hendur Arnaldi sem sneri meðal annars að ummælum sem Arnaldur hafði í viðtali um mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi Sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði Arnaldur munu íhuga afsögn ef hann nyti ekki lengur trúnaðar kvenna í prestastétt en það gæti hann ekki gert á grundvelli lyga eða rangfærslna. Hann sagði vantraustsyfirlýsingu kvenpresta byggða á slíkum lygum og rangfærslum. Í yfirlýsingu til fréttastofu í kvöld hefur Arnaldur hins vegar tilkynnt að hann muni boða til aukaaðalfundar Prestafélags Íslands þar sem hann muni segja af sér störfum til að lægja öldur sem risið hafa um formennsku hans í félaginu og til að hlífa þeim konum sem eru þolendur mála í Hjalla- og Digraneskirkju við frekari sársauka. Þá biður hann þeim og öllum konum blessunar. „Hvet ég alla karlmenn til að koma vel fram við konur bæði í orði og verki. Ég leyfi mér að minna á heilræði sálmaskáldsins góða sr. Hallgríms Péturssonar,“ segir í yfirlýsingu Arnaldar. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geym vel þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína.
Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geym vel þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína.
Þjóðkirkjan Trúmál Átök í Digraneskirkju Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira