„Hvernig brýtur maður hnéskel?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 12:31 Aminata Diallo hefur verið ákærð vegna árásar á Kheira Hamraoui sem sýndi ljóta áverka eftir árásina. Getty/@kheirahamraoui Franska blaðið Le Parisien hefur birt hálfótrúlegar upplýsingar úr lögregluskýrslu sem renna stoðum undir það að knattspyrnukonan Aminata Diallo hafi skipulagt árásina á liðsfélaga sinn í PSG, Kheiru Hamraoui, til að losna við samkeppni um stöðu í liðinu. Því mun meðal annars haldið fram í skýrslu lögreglu að fyrir árásina hafi Diallo sett inn í Google leitarorðin „Hvernig brýtur maður hnéskel?“, og einnig lesið sér til um „hættulega lyfjakokteila“. Grímuklæddir menn með járnrör réðust á Hamraoui í nóvember á síðasta ári. Hún hafði fengið far heim með Diallo eftir liðskvöldverð en mennirnir stöðvuðu bílinn, drógu Hamraoui út og lúskruðu á henni. Hamraoui birti myndir af áverkunum eftir árásina og sagði síðar frá því að hún hefði haldið að þessi stund yrði sín síðasta. „Ég reyndi að verja mig eins og ég gat. Þetta eru mjög sárar minningar,“ sagði Hamraoui. Diallo var handtekin skömmu eftir árásina en svo sleppt og hefur hún alltaf haldið fram sakleysi sínu. Hún var hins vegar aftur handtekin síðastliðinn föstudag og hefur nú verið ákærð fyrir grófa líkamsárás. Fjórir menn voru einnig handteknir og einn þeirra mun hafa viðurkennt fyrir lögreglu að þeir hafi fengið 500 evrur fyrir árásina. Í skýrslu lögreglunnar í Versölum sem Le Parisien vitnar til segir meðal annars að hæg, sálfræðileg afturför hafi orðið að eins konar sjúkleika hjá Diallo. Hún hafi farið að sjá Hamraoui sem hindrun á eigin íþróttaferli. Óskaði liðsfélögum sínum skaða Í skilaboðum sem fundust í síma Diallo sést að hún sendi tengiliðnum „Jaja“ skilaboð um að hún óskaði öllum liðsfélögum sínum skaða og að hún þyrfti bara á ættingjum sínum að halda. „Ef að ég væri vond, afbrýðisöm og klók eins og hún þá [myndi ég segja ættingja] að eyðileggja hana,“ sagði einnig í einum skilaboðum. Diallo var orðin samningslaus hjá PSG og Hamraoui hefur heldur ekki spilað með liðinu í upphafi leiktíðar. Félagið hefur hins vegar styrkt sig með öflugum leikmönnum, meðal annars Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem keypt var frá Brann. Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Því mun meðal annars haldið fram í skýrslu lögreglu að fyrir árásina hafi Diallo sett inn í Google leitarorðin „Hvernig brýtur maður hnéskel?“, og einnig lesið sér til um „hættulega lyfjakokteila“. Grímuklæddir menn með járnrör réðust á Hamraoui í nóvember á síðasta ári. Hún hafði fengið far heim með Diallo eftir liðskvöldverð en mennirnir stöðvuðu bílinn, drógu Hamraoui út og lúskruðu á henni. Hamraoui birti myndir af áverkunum eftir árásina og sagði síðar frá því að hún hefði haldið að þessi stund yrði sín síðasta. „Ég reyndi að verja mig eins og ég gat. Þetta eru mjög sárar minningar,“ sagði Hamraoui. Diallo var handtekin skömmu eftir árásina en svo sleppt og hefur hún alltaf haldið fram sakleysi sínu. Hún var hins vegar aftur handtekin síðastliðinn föstudag og hefur nú verið ákærð fyrir grófa líkamsárás. Fjórir menn voru einnig handteknir og einn þeirra mun hafa viðurkennt fyrir lögreglu að þeir hafi fengið 500 evrur fyrir árásina. Í skýrslu lögreglunnar í Versölum sem Le Parisien vitnar til segir meðal annars að hæg, sálfræðileg afturför hafi orðið að eins konar sjúkleika hjá Diallo. Hún hafi farið að sjá Hamraoui sem hindrun á eigin íþróttaferli. Óskaði liðsfélögum sínum skaða Í skilaboðum sem fundust í síma Diallo sést að hún sendi tengiliðnum „Jaja“ skilaboð um að hún óskaði öllum liðsfélögum sínum skaða og að hún þyrfti bara á ættingjum sínum að halda. „Ef að ég væri vond, afbrýðisöm og klók eins og hún þá [myndi ég segja ættingja] að eyðileggja hana,“ sagði einnig í einum skilaboðum. Diallo var orðin samningslaus hjá PSG og Hamraoui hefur heldur ekki spilað með liðinu í upphafi leiktíðar. Félagið hefur hins vegar styrkt sig með öflugum leikmönnum, meðal annars Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem keypt var frá Brann.
Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti