Gramsverslun á Þingeyri: „ Vonumst til að sögunni verði sómi gerður“ Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2022 14:54 Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurrri. Tækniþjónusta Vestfjarða „Þetta er fallegt hús á sem á sína merku sögu. Við vonumst til að sögunni verði sómi gerður.“ Þetta segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um sögufrægt hús á Þingeyri sem alla jafna er kallað Gramsverslun, en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur nú falið henni að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka yfir húsið. Því mun þó fylgja sú kvöð að gera húsið upp svo að sómi sé að. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Ísafjarðarbær Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu síðustu ár og eignaðist sveitarfélagið húsið á uppboði árið 2004. Gramsverslun, sem var í eigu hins danska Níels C. Gram, var á sínum tíma aðalverslunin á Þingeyri, frá 1867 og til aldamóta 1900. „Við vitum um áhugasama aðila en það þarf að sjálfsögðu að auglýsa,“ segir Arna Lára í samtali við Vísi, en í minnisblaði hennar til bæjarráðs kemur fram að Fasteignafélag Þingeyrar hafi átt í viðræðum við bæjarráðs um að endurbyggja húsið. Bakhlið hússins.Tæknistofa Vestfjarða Farið að kröfum Minjastofnunar Arna Lára segist bjartsýn á að vel muni takast til og að endurbyggt hús verði bænum til sóma. „Húsið er náttúrulega friðað og fara þarf að kröfum Minjastofnunar við að endurbyggja.“ Hurð á norðvestur horni.Tækniþjónusta Vestfjarða Var flutt um miðja síðustu öld Húsið stóð upphaflega við Hafnarstræti 7 á Þingeyri en var flutt á núverandi stað um miðja öld, þegar Kaupfélag Dýrfirðinga hóf framkvæmdir við nýtt verslunar- og skrifstofuhúsnæði þar. Grunnflötur hússins, sem með tveimur hæðum og risi, er um 137 fermetrar og heildargólfflöturinn 350 fermetrar. Húsið er bárujárnsklætt og mjög illa farið en lausleg kostnaðaráætlun, framkvæmd af Tækniþjónustu Vestfjarða, gerir ráð fyrir að rúmar sjötíu milljónir króna muni kosta að koma húsinu í nothæft ástand. Þó megi vera að kostnaður gæti orðið umtalsvert hætti með tillit til að allir gluggar og frágangur sé sérsmíði. Bæði þarf að lagfæra húsið að innan og utan, undirstöður og allt burðarvirki, auk þess að skipta um alla glugga og útihurðir. Staðan á fyrstu hæð hússins.Tækniþjónusta Vestfjarða. Húsavernd Ísafjarðarbær Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Þetta segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um sögufrægt hús á Þingeyri sem alla jafna er kallað Gramsverslun, en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur nú falið henni að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka yfir húsið. Því mun þó fylgja sú kvöð að gera húsið upp svo að sómi sé að. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Ísafjarðarbær Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu síðustu ár og eignaðist sveitarfélagið húsið á uppboði árið 2004. Gramsverslun, sem var í eigu hins danska Níels C. Gram, var á sínum tíma aðalverslunin á Þingeyri, frá 1867 og til aldamóta 1900. „Við vitum um áhugasama aðila en það þarf að sjálfsögðu að auglýsa,“ segir Arna Lára í samtali við Vísi, en í minnisblaði hennar til bæjarráðs kemur fram að Fasteignafélag Þingeyrar hafi átt í viðræðum við bæjarráðs um að endurbyggja húsið. Bakhlið hússins.Tæknistofa Vestfjarða Farið að kröfum Minjastofnunar Arna Lára segist bjartsýn á að vel muni takast til og að endurbyggt hús verði bænum til sóma. „Húsið er náttúrulega friðað og fara þarf að kröfum Minjastofnunar við að endurbyggja.“ Hurð á norðvestur horni.Tækniþjónusta Vestfjarða Var flutt um miðja síðustu öld Húsið stóð upphaflega við Hafnarstræti 7 á Þingeyri en var flutt á núverandi stað um miðja öld, þegar Kaupfélag Dýrfirðinga hóf framkvæmdir við nýtt verslunar- og skrifstofuhúsnæði þar. Grunnflötur hússins, sem með tveimur hæðum og risi, er um 137 fermetrar og heildargólfflöturinn 350 fermetrar. Húsið er bárujárnsklætt og mjög illa farið en lausleg kostnaðaráætlun, framkvæmd af Tækniþjónustu Vestfjarða, gerir ráð fyrir að rúmar sjötíu milljónir króna muni kosta að koma húsinu í nothæft ástand. Þó megi vera að kostnaður gæti orðið umtalsvert hætti með tillit til að allir gluggar og frágangur sé sérsmíði. Bæði þarf að lagfæra húsið að innan og utan, undirstöður og allt burðarvirki, auk þess að skipta um alla glugga og útihurðir. Staðan á fyrstu hæð hússins.Tækniþjónusta Vestfjarða.
Húsavernd Ísafjarðarbær Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira