Vilja stækka Hundavinahópinn: „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. september 2022 17:32 Ljósmyndarinn Malen Áskelsdóttir tók myndir að sjálfboðaliðum og hundunum að störfum fyrir lokaverkefnið sitt en fjölmargir nýta sér þjónustuna. Samsett/Malen Áskelsdóttir Hundavinir Rauða krossins leita að sjálfboðaliðum sem vilja bætast í starfið en þegar eru 42 virk pör sem sinna heimsóknum til einstaklinga og stofnana. Verkefnastjóri segir alltaf þörf á fleiri sjálfboðaliðum og eru allir og hundar þeirra, stórir sem smáir, velkomnir. Um er að ræða eitt af vinaverkefnum Rauða krossins en í því felst að sjálfboðaliði heimsækir notenda einu sinni í viku með hund. Karen Björg Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Hundavina, segir það einna helst félagslega einangraðir hópar sem nýta sér þjónustuna. Þá óska stofnanir á borð við Landspítala og Hrafnistu oft eftir aðstoð. „Þá er bara safnað í lítinn hóp, kannski sex til átta einstaklingar og hundavinur mætir þá einu sinni í viku, í fjörutíu mínútur til klukkutíma, og gerir það bara af sinni eigin gæsku,“ segir Karen en eins og stendur eru 42 virk pör í hópnum og eru fleiri skráðir sem eru ekki virkir eins og er, af ýmsum ástæðum. Hundarnir sem sinna verkefnum eru stórir sem smáir. „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga sem eru að óska eftir þjónustu eða aðstoð,“ segir hún enn fremur. „Svo er það bara frábær leið að komast inn í sjálfboðaliðastarf, að nota hundinn ef fólk á slíka.“ Hundavinir sem vilja komast í hópinn þurfa til að byrja með að fara með hundinn sinn í grunnhundamat sem fer fram tvisvar á ári og verður næst 28., 29. og 30. september. Þar eru hundar metnir út frá ýmsum þáttum til að sjá hvort þeir henti. „Hér eru hundar metnir í ýmiskonar aðstæðum sem koma gjarnan upp í heimsóknum og matsaðilar setja þessar aðstæður sem sagt á svið og fylgjast með því hvernig hundarnir bregðast við,“ segir Auður Sif Sigurgeirsdóttir, sjálfboðaliði úr hundavinateymi Rauða krossins. „Vinaverkefnið Hundavinir er tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á samveru með öðru fólki og hefur gaman af mannlegum samskiptum,“ segir hún enn fremur en meginmarkmiðið er sporna gegn félagslegri einangrun. Sjálfboðaliðarnir eru einnig alls konar. Fara einnig með verkefnið út á land Skilyrði fyrir þátttöku eru að sjálfboðaliðinn sé eldri en átján ára og að hundurinn sé eldri en tveggja ára og ekki eldri en tíu ára en engin takmörk eru á stærð hundsins eða gerð. Standist hundurinn grunnmatið er sjálfboðaliðanum og hundi þeirra boðið að mæta á Hundavinanámskeiðið sem fer fram í október. Þá er stefnt á að koma sjálfboðaliðum upp víðar á landinu. „Í gangi er endurvakning á hundavinaverkefninu fyrir norðan, en þar hefur verkefnið nú þegar verið starfrækt í mörg ár en farið í dvala síðan fyrir Covid. Nú er sem sagt verið að efla það á ný,“ segir Karen. Þjónustan er eftirsótt og að sögn Karenar hafa þeir sem tekið hafa þátt í verkefninu yfirleitt ekki slæma hluti um það að segja. Þá sé komið til móts við þá sem þarfnast meiri sveigjanleika. „Þannig kannski komast ekki allir vikulega og þá koma þeir bara hálfs mánaðarlega. Við viljum bara að fólk átti sig á því að það þarf ekkert endilega að gefa allan handlegginn ef svo má segja, það telur allt,“ segir Karen. Fréttin hefur verið uppfærð. Hundar Félagasamtök Gæludýr Dýr Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitinni að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Um er að ræða eitt af vinaverkefnum Rauða krossins en í því felst að sjálfboðaliði heimsækir notenda einu sinni í viku með hund. Karen Björg Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Hundavina, segir það einna helst félagslega einangraðir hópar sem nýta sér þjónustuna. Þá óska stofnanir á borð við Landspítala og Hrafnistu oft eftir aðstoð. „Þá er bara safnað í lítinn hóp, kannski sex til átta einstaklingar og hundavinur mætir þá einu sinni í viku, í fjörutíu mínútur til klukkutíma, og gerir það bara af sinni eigin gæsku,“ segir Karen en eins og stendur eru 42 virk pör í hópnum og eru fleiri skráðir sem eru ekki virkir eins og er, af ýmsum ástæðum. Hundarnir sem sinna verkefnum eru stórir sem smáir. „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga sem eru að óska eftir þjónustu eða aðstoð,“ segir hún enn fremur. „Svo er það bara frábær leið að komast inn í sjálfboðaliðastarf, að nota hundinn ef fólk á slíka.“ Hundavinir sem vilja komast í hópinn þurfa til að byrja með að fara með hundinn sinn í grunnhundamat sem fer fram tvisvar á ári og verður næst 28., 29. og 30. september. Þar eru hundar metnir út frá ýmsum þáttum til að sjá hvort þeir henti. „Hér eru hundar metnir í ýmiskonar aðstæðum sem koma gjarnan upp í heimsóknum og matsaðilar setja þessar aðstæður sem sagt á svið og fylgjast með því hvernig hundarnir bregðast við,“ segir Auður Sif Sigurgeirsdóttir, sjálfboðaliði úr hundavinateymi Rauða krossins. „Vinaverkefnið Hundavinir er tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á samveru með öðru fólki og hefur gaman af mannlegum samskiptum,“ segir hún enn fremur en meginmarkmiðið er sporna gegn félagslegri einangrun. Sjálfboðaliðarnir eru einnig alls konar. Fara einnig með verkefnið út á land Skilyrði fyrir þátttöku eru að sjálfboðaliðinn sé eldri en átján ára og að hundurinn sé eldri en tveggja ára og ekki eldri en tíu ára en engin takmörk eru á stærð hundsins eða gerð. Standist hundurinn grunnmatið er sjálfboðaliðanum og hundi þeirra boðið að mæta á Hundavinanámskeiðið sem fer fram í október. Þá er stefnt á að koma sjálfboðaliðum upp víðar á landinu. „Í gangi er endurvakning á hundavinaverkefninu fyrir norðan, en þar hefur verkefnið nú þegar verið starfrækt í mörg ár en farið í dvala síðan fyrir Covid. Nú er sem sagt verið að efla það á ný,“ segir Karen. Þjónustan er eftirsótt og að sögn Karenar hafa þeir sem tekið hafa þátt í verkefninu yfirleitt ekki slæma hluti um það að segja. Þá sé komið til móts við þá sem þarfnast meiri sveigjanleika. „Þannig kannski komast ekki allir vikulega og þá koma þeir bara hálfs mánaðarlega. Við viljum bara að fólk átti sig á því að það þarf ekkert endilega að gefa allan handlegginn ef svo má segja, það telur allt,“ segir Karen. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hundar Félagasamtök Gæludýr Dýr Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitinni að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“