Arsenal missti frá sér unninn leik og Benfica stal sigrinum í Skotlandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. september 2022 20:25 Arsenal og Ajax gerðu 2-2 jafntefli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Vincent Mignott/DeFodi Images via Getty Images Seinni tveimur leikjum kvöldsins í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna er nú lokið. Arsenal og Ajax gerðu 2-2 jafntefli í London og Benfica vann sterkan 2-3 útisigur gegn Rangers. Það var Romee Leuchter sem kom hollenska liðinu Ajax í forystu á 18. mínútu er liðið heimsótti Arsenal í kvöld áður en hin sænska Stina Blackstenius jafnaði metin fyrir heimakonur fimm mínútum síðar. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Kim Little kom Arsenal svo í forystu með marki af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik og lengi vel stefndi í að þetta yrði sigurmark leiksins. Romee Leuchter var þó ekki á því að ætla að fara að tapa þessum leik og hún jafnaði metin með sínu öðru marki þegar um sjö mínútur voru til leiksloka. Lokatölur því 2-2 og liðin fara jöfn inn í síðari viðureignina sem fram fer í Hollandi á Miðvikudaginn í næstu viku. Liðið sem hefur betur í þeim leik vinnur sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. A frustrating night at Meadow Park. Onto the second leg in Amsterdam. @UWCL 🏆 pic.twitter.com/cdvPNdgtUT— Arsenal Women (@ArsenalWFC) September 20, 2022 Þá fór einnig fram fjörugur leikur í Skotlandi þar sem Rangers tók á móti portúgalska liðinu Benfica. Kayla McCoy kom heimakonum í forystu um miðjan fyrri hálfleikinn áður en Ana Vitoria jafnaði metin fyrir gestina og sá til þess að staðan var 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Vitoria var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu þegar hún kom Benfica yfir, en McCoy jafnaði metin fyrir heimakonur strax í næstu sókn. Það var svo Paula Encinas sem tryggði gestunum í Benfica 2-3 sigur í leiknum með marki á 78. mínútu og þær portúgölsku fara því með eins marks forystu inn í síðari leikinn sem fram fer á miðvikudaginn í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Það var Romee Leuchter sem kom hollenska liðinu Ajax í forystu á 18. mínútu er liðið heimsótti Arsenal í kvöld áður en hin sænska Stina Blackstenius jafnaði metin fyrir heimakonur fimm mínútum síðar. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Kim Little kom Arsenal svo í forystu með marki af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik og lengi vel stefndi í að þetta yrði sigurmark leiksins. Romee Leuchter var þó ekki á því að ætla að fara að tapa þessum leik og hún jafnaði metin með sínu öðru marki þegar um sjö mínútur voru til leiksloka. Lokatölur því 2-2 og liðin fara jöfn inn í síðari viðureignina sem fram fer í Hollandi á Miðvikudaginn í næstu viku. Liðið sem hefur betur í þeim leik vinnur sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. A frustrating night at Meadow Park. Onto the second leg in Amsterdam. @UWCL 🏆 pic.twitter.com/cdvPNdgtUT— Arsenal Women (@ArsenalWFC) September 20, 2022 Þá fór einnig fram fjörugur leikur í Skotlandi þar sem Rangers tók á móti portúgalska liðinu Benfica. Kayla McCoy kom heimakonum í forystu um miðjan fyrri hálfleikinn áður en Ana Vitoria jafnaði metin fyrir gestina og sá til þess að staðan var 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Vitoria var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu þegar hún kom Benfica yfir, en McCoy jafnaði metin fyrir heimakonur strax í næstu sókn. Það var svo Paula Encinas sem tryggði gestunum í Benfica 2-3 sigur í leiknum með marki á 78. mínútu og þær portúgölsku fara því með eins marks forystu inn í síðari leikinn sem fram fer á miðvikudaginn í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira