Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2022 12:00 Erla Bolladóttir á blaðamannafundinum, ásamt lögmanni hennar, Sigrúnu Gísladóttur. Vísir/Vilhelm Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Fundurinn fór fram í Bókasamlaginu í Skipholti í Reykjavík þar sem Erla og lögmaður hennar, Sigrún Gísladóttir, munu fara yfir stöðuna eftir tíðindi gærdagsins. Horfa má á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan, auk þess að tíðindum fundsins var lýst í beinni textalýsingu neðst í fréttinni. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Hefur hún á undanförnum árum barist fyrir því að dómurinn verði endurupptekinn. Allir fengið endurupptöku nema Erla Úrskurður Endurupptökudóms féll í síðustu viku. Dómstóllinn féllst ekki á það að fram hafi komið ný gögn eða upplýsingar sem hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins eða að lögregla, ríkið, dómari eða aðrir hafi haft frammi refsiverða háttsemi við niðurstöðuna, svo sem að vitni hafi vísvitandi farið með rangt mál fyrir dómi. Var kröfu Erlu því hafnað. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin þá að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar.
Fundurinn fór fram í Bókasamlaginu í Skipholti í Reykjavík þar sem Erla og lögmaður hennar, Sigrún Gísladóttir, munu fara yfir stöðuna eftir tíðindi gærdagsins. Horfa má á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan, auk þess að tíðindum fundsins var lýst í beinni textalýsingu neðst í fréttinni. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Hefur hún á undanförnum árum barist fyrir því að dómurinn verði endurupptekinn. Allir fengið endurupptöku nema Erla Úrskurður Endurupptökudóms féll í síðustu viku. Dómstóllinn féllst ekki á það að fram hafi komið ný gögn eða upplýsingar sem hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins eða að lögregla, ríkið, dómari eða aðrir hafi haft frammi refsiverða háttsemi við niðurstöðuna, svo sem að vitni hafi vísvitandi farið með rangt mál fyrir dómi. Var kröfu Erlu því hafnað. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin þá að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar.
Dómstólar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Tengdar fréttir Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. 26. júní 2022 18:40 Erla hefur farið fram á endurupptöku Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2022 13:32 „Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir. 6. janúar 2022 21:25 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29
Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. 26. júní 2022 18:40
Erla hefur farið fram á endurupptöku Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2022 13:32
„Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir. 6. janúar 2022 21:25