Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2022 15:33 Sigurbjörn Víðir Eggertsson starfaði hjá lögreglu áratugum saman. Hann kannast ekkert við lýsingar Erlu Bolladóttur varðandi meinta nauðgun. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við að vera sekur um þær ásakanir sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Erla boðaði til blaðamannafundarins í dag í tilefni þess að Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá 1980. Þar var Erla dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir. Hún hefur undanfarin ár barist fyrir endurupptöku málsins hér innanlands án árangurs. Erla segist hafa orðið fyrir miklu ranglæti og var á fundinum spurð út í fyrri frásögn hennar af kynferðisbroti í fangaklefa Síðumúlafangelsis árið 1976. Erla hefur áður rætt kynferðisbrotið en ekki hver ætti í hlut. Hún hafi verið inni í fjögurra metra fangaklefa. Hafi hvíslað að tala ekki um þetta „En þá kemur Sigurbjörn Víðir einu sinni sem oftar. Ég ætlaði nú ekki að nefna hann en þetta er sannleikurinn sem ég upplifði. Enda getur hver sem er séð, sem vinnur heimavinnuna sína, hver þetta mun hafa verið. En ég kærði hann löngu síðar og mér skilst að hann hafi ekki komið til vinnu eftir það. “ Erla segir að Sigurbjörn, sem þá var rannsóknarlögreglumaður, hafi komið sér fyrir inn í klefanum og í fyrstu látið sem hann ætlaði að hjálpa henni því þetta væri svo erfitt og einmanalegt. „Þá kemur hann inn í klefa til mín og hann hallar hurðinni en hefur smá rifu og næsta sem ég veit er að hann girðir bara niður um sig, setur á sig verju og gengur hreint til verks. Hann er stöðugt að hlusta eftir því að það sé enginn að koma. Hann var kannski 10 mínútur eða korter þarna inni og allt í einu bara rýkur hann upp og hvíslar „ekki tala um þetta“, eða eitthvað svona, og fer.“ Blaðamannafundinn má sjá hér að neðan. Umræðan um kynferðisbrotið byrjar eftir 34 mínútur. Erla kærði málið til ríkissaksóknara löngu síðar. Rannsókn málsins var felld niður árið 2013 þar sem hið meinta brot var fyrnt. Erla gaf skýrslu hjá ríkissaksóknara um atvikið. „Þá spyr hún mig hvort það geti verið að það hafi verið hringt í hann og ég segi já. Það myndi útskýra af hverju hann var allt í einu svona mikið að flýta sér. Þá er hún með fangelsisdagbækurnar og sér að á þessum degi var hringt í hann akkúrat á þessum tíma. En þegar þessum degi lauk hjá þessum rannsóknarmanni þá fer hann til fangavarðar og gefur þeim fyrirmæli um að sækja tvær pillur í apóteki næsta morgunn og gefa mér getnaðarvarnarpilluna í framhaldinu af því. Það var aldrei nein ástæða af minni hálfu fyrir neinni getnaðarvörn og ekkert óreglulegt og engin vandamál í þeirri deildinni.“ Kannast ekkert við lýsingar Erlu Sigurbjörn Víðir var rannsóknarlögreglumaður árið 1976, þá 28 ára gamall og sjö árum eldri en Erla. Hann hafði ekki séð blaðamannafundinn. Þegar blaðamaður sagði honum ofan af lýsingum Erlu sagðist hann ekki kannast við þær. „Ég veit ekkert um hvað hún er að tala,“ sagði Sigurbjörn. Lýsingarnar væru þó þær sömu og honum hefði verið gefið að sök þegar málið var kært til ríkissaksóknara fyrir áratug. Hann hefði verið tekinn í yfirheyrslu vegna málsins hjá ríkissaksóknara á þeim tíma og hafi ekkert við málið að bæta. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglan Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Erla boðaði til blaðamannafundarins í dag í tilefni þess að Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá 1980. Þar var Erla dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir. Hún hefur undanfarin ár barist fyrir endurupptöku málsins hér innanlands án árangurs. Erla segist hafa orðið fyrir miklu ranglæti og var á fundinum spurð út í fyrri frásögn hennar af kynferðisbroti í fangaklefa Síðumúlafangelsis árið 1976. Erla hefur áður rætt kynferðisbrotið en ekki hver ætti í hlut. Hún hafi verið inni í fjögurra metra fangaklefa. Hafi hvíslað að tala ekki um þetta „En þá kemur Sigurbjörn Víðir einu sinni sem oftar. Ég ætlaði nú ekki að nefna hann en þetta er sannleikurinn sem ég upplifði. Enda getur hver sem er séð, sem vinnur heimavinnuna sína, hver þetta mun hafa verið. En ég kærði hann löngu síðar og mér skilst að hann hafi ekki komið til vinnu eftir það. “ Erla segir að Sigurbjörn, sem þá var rannsóknarlögreglumaður, hafi komið sér fyrir inn í klefanum og í fyrstu látið sem hann ætlaði að hjálpa henni því þetta væri svo erfitt og einmanalegt. „Þá kemur hann inn í klefa til mín og hann hallar hurðinni en hefur smá rifu og næsta sem ég veit er að hann girðir bara niður um sig, setur á sig verju og gengur hreint til verks. Hann er stöðugt að hlusta eftir því að það sé enginn að koma. Hann var kannski 10 mínútur eða korter þarna inni og allt í einu bara rýkur hann upp og hvíslar „ekki tala um þetta“, eða eitthvað svona, og fer.“ Blaðamannafundinn má sjá hér að neðan. Umræðan um kynferðisbrotið byrjar eftir 34 mínútur. Erla kærði málið til ríkissaksóknara löngu síðar. Rannsókn málsins var felld niður árið 2013 þar sem hið meinta brot var fyrnt. Erla gaf skýrslu hjá ríkissaksóknara um atvikið. „Þá spyr hún mig hvort það geti verið að það hafi verið hringt í hann og ég segi já. Það myndi útskýra af hverju hann var allt í einu svona mikið að flýta sér. Þá er hún með fangelsisdagbækurnar og sér að á þessum degi var hringt í hann akkúrat á þessum tíma. En þegar þessum degi lauk hjá þessum rannsóknarmanni þá fer hann til fangavarðar og gefur þeim fyrirmæli um að sækja tvær pillur í apóteki næsta morgunn og gefa mér getnaðarvarnarpilluna í framhaldinu af því. Það var aldrei nein ástæða af minni hálfu fyrir neinni getnaðarvörn og ekkert óreglulegt og engin vandamál í þeirri deildinni.“ Kannast ekkert við lýsingar Erlu Sigurbjörn Víðir var rannsóknarlögreglumaður árið 1976, þá 28 ára gamall og sjö árum eldri en Erla. Hann hafði ekki séð blaðamannafundinn. Þegar blaðamaður sagði honum ofan af lýsingum Erlu sagðist hann ekki kannast við þær. „Ég veit ekkert um hvað hún er að tala,“ sagði Sigurbjörn. Lýsingarnar væru þó þær sömu og honum hefði verið gefið að sök þegar málið var kært til ríkissaksóknara fyrir áratug. Hann hefði verið tekinn í yfirheyrslu vegna málsins hjá ríkissaksóknara á þeim tíma og hafi ekkert við málið að bæta.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglan Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27
Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29