Beinir því til dómsmálaráðherra að taka lögræðislög til athugunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. september 2022 07:53 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til dómsmálaráðherra að taka til athugunar hvort rétt kunni að vera að skýra betur persónulegan rétt lögræðissviptra til kæru og aðkomu náinna aðstandenda að málefnum lögræðissviptra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef umboðsmanns. „Tilefni ábendingarinnar er kvörtun frá kjörbörnum konu sem svipt var fjárræði að þeirra frumkvæði. Eftir að móður þeirra var skipaður lögráðamaður kröfðust börnin þess annars vegar að henni yrði skipaður nýr lögráðamaður og hins vegar að yfirlögráðandi tæki aftur upp mál sem hann hafði samþykkt tilteknar ráðstafanir lögráðamannsins í. Úrskurðir dómsmálaráðuneytisins í báðum málunum byggðust á að börnin ættu ekki aðild að þessum málefnum móður sinnar,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemd við niðurstöður ráðuneytisins en sagði að af þessu leiddi að aðstandendur í þessari stöðu nytu ekki þess réttaröryggis sem málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar tryggðu. Þá benti umboðsmaður á að í lögræðislögum í Noregi væri mælt fyrir um að maki eða sambúðaraðili yrði ekki skipaður lögráðamaður ef börn hins lögræðissvipta, sem ekki væru börn makans eða sambúðarmakans, væru því mótfallin og að með sama hætti ætti að taka tillit til sjónarmiða maka eða sambúðaraðila ef til greina kæmi að skipa barn hins lögræðissvipta sem lögráðamann. „Þá yrði ekki annað séð en óljóst væri hvernig kæruheimild manns væri háttað þegar hann hefði verið sviptur sjálfræði og skipaður lögráðamaður, því ákvörðun um kæru væri þá hjá þeim síðarnefnda. Enn fremur væri ekki ljóst af lögræðislögum hvort sú staða sem maka eða sambúðarmaka væri veitt við val á lögráðamanni geti leitt til aðildar hans að kærumáli vegna slíkrar ákvörðunar. Í ábendingu umboðsmanns felst engin afstaða til þess hvernig eiga að skipa þessum málum heldur bent á mikilvægi þess að lagareglur séu skýrar,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef umboðsmanns. „Tilefni ábendingarinnar er kvörtun frá kjörbörnum konu sem svipt var fjárræði að þeirra frumkvæði. Eftir að móður þeirra var skipaður lögráðamaður kröfðust börnin þess annars vegar að henni yrði skipaður nýr lögráðamaður og hins vegar að yfirlögráðandi tæki aftur upp mál sem hann hafði samþykkt tilteknar ráðstafanir lögráðamannsins í. Úrskurðir dómsmálaráðuneytisins í báðum málunum byggðust á að börnin ættu ekki aðild að þessum málefnum móður sinnar,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemd við niðurstöður ráðuneytisins en sagði að af þessu leiddi að aðstandendur í þessari stöðu nytu ekki þess réttaröryggis sem málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar tryggðu. Þá benti umboðsmaður á að í lögræðislögum í Noregi væri mælt fyrir um að maki eða sambúðaraðili yrði ekki skipaður lögráðamaður ef börn hins lögræðissvipta, sem ekki væru börn makans eða sambúðarmakans, væru því mótfallin og að með sama hætti ætti að taka tillit til sjónarmiða maka eða sambúðaraðila ef til greina kæmi að skipa barn hins lögræðissvipta sem lögráðamann. „Þá yrði ekki annað séð en óljóst væri hvernig kæruheimild manns væri háttað þegar hann hefði verið sviptur sjálfræði og skipaður lögráðamaður, því ákvörðun um kæru væri þá hjá þeim síðarnefnda. Enn fremur væri ekki ljóst af lögræðislögum hvort sú staða sem maka eða sambúðarmaka væri veitt við val á lögráðamanni geti leitt til aðildar hans að kærumáli vegna slíkrar ákvörðunar. Í ábendingu umboðsmanns felst engin afstaða til þess hvernig eiga að skipa þessum málum heldur bent á mikilvægi þess að lagareglur séu skýrar,“ segir í tilkynningu umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira