Opnað á umfjöllun um tjón Eyvindartungubænda Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 11:30 Hluti vegfyllingar við Lyngdalsheiði gaf sig í apríl 2019. Bændur á Eyvindartungu segja að efni hafi farið með ánni og í uppistöðulón og valdið þar tjóni á virkjun í þeirra eigu. Jón Snæbjörnsson Landsréttur hefur úrskurðað að mál bænda að Eyvindartungi í Bláskógabyggð gegn Vegagerðinni, sem höfðað var vegna aurskriðu sem féll á lóð þeirra við veginn um Lyngdalsheiði, skuli tekið til efnislegrar meðferðar í héraði. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður vísað málinu frá dómi. Deilan snýr að því að bændur að Eyvindartungu, skammt frá Laugarvatni, telja sig hafa orðið fyrir fjártjóni þegar hluti vegfyllingar Lyngdalsheiðarvegar, þar sem vegurinn liggur yfir Sandá, hafi gefið sig í apríl 2019. Jarðefni hafi þá runnið niður í farveg árinnar og valdið skemmdum á landi og mannvirkjum í þeirra eigu. Bændurnir segja að hluti jarðefnisins hafi borist niður í uppistöðulón tveggja vatnsaflsvirkjana í eigu þeirra. Til að ná fyrri rekstrar-og miðlunarskilyrðum fyrir umrædda virkjun, Sandárvirkjun V, hafi þurft að fjarlægja umframefni sem barst í lónið við úrrennslið og hafi heildarkostnaður af framkvæmdinni verið talinn nema um tíu milljónum króna. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur Suðurlands ákvað í sumar að vísa málinu frá dómi á þeim grunni að stefnendur hafi ekki sýnt nægilega fram á að félagið hafi orðið fyrir tjóni í skilninga laga um meðferð einkamála og að skilyrði fyrir málshöfðun vegna viðurkenningar á bótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá var bændunum gert að greiða Vegagerðinni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið.Jón Snæbjörnsson Landsréttur var hins vegar ósammála niðurstöðu héraðsdóms og taldi Eyvindartunga ehf hafa leitt að því nægar líkur að þau hafi orðið fyrir fjártjóni vegna aurskriðunnar. Því var talið að skilyrði fyrir því að taka viðurkenningarkröfuna til efnislegrar umfjöllunar væru uppfyllt. Hinn kærði úrskurður því því felldur úr gildi. Segja veginn ekki rétt hannaðan Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið. Vildu þeir meina að hönnuðum og framkvæmdaaðilum eigi ekki að hafa dulist að í vegstæðinu, og þar í kring, hafi verið vatnsuppsprettur og að huga hafi þurft að því við gerð vegarins. Dómsmál Samgöngur Vegagerð Bláskógabyggð Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Deilan snýr að því að bændur að Eyvindartungu, skammt frá Laugarvatni, telja sig hafa orðið fyrir fjártjóni þegar hluti vegfyllingar Lyngdalsheiðarvegar, þar sem vegurinn liggur yfir Sandá, hafi gefið sig í apríl 2019. Jarðefni hafi þá runnið niður í farveg árinnar og valdið skemmdum á landi og mannvirkjum í þeirra eigu. Bændurnir segja að hluti jarðefnisins hafi borist niður í uppistöðulón tveggja vatnsaflsvirkjana í eigu þeirra. Til að ná fyrri rekstrar-og miðlunarskilyrðum fyrir umrædda virkjun, Sandárvirkjun V, hafi þurft að fjarlægja umframefni sem barst í lónið við úrrennslið og hafi heildarkostnaður af framkvæmdinni verið talinn nema um tíu milljónum króna. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur Suðurlands ákvað í sumar að vísa málinu frá dómi á þeim grunni að stefnendur hafi ekki sýnt nægilega fram á að félagið hafi orðið fyrir tjóni í skilninga laga um meðferð einkamála og að skilyrði fyrir málshöfðun vegna viðurkenningar á bótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá var bændunum gert að greiða Vegagerðinni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið.Jón Snæbjörnsson Landsréttur var hins vegar ósammála niðurstöðu héraðsdóms og taldi Eyvindartunga ehf hafa leitt að því nægar líkur að þau hafi orðið fyrir fjártjóni vegna aurskriðunnar. Því var talið að skilyrði fyrir því að taka viðurkenningarkröfuna til efnislegrar umfjöllunar væru uppfyllt. Hinn kærði úrskurður því því felldur úr gildi. Segja veginn ekki rétt hannaðan Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið. Vildu þeir meina að hönnuðum og framkvæmdaaðilum eigi ekki að hafa dulist að í vegstæðinu, og þar í kring, hafi verið vatnsuppsprettur og að huga hafi þurft að því við gerð vegarins.
Dómsmál Samgöngur Vegagerð Bláskógabyggð Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira