Ákvörðun bankans er sögð grundvallast á því að það sé forgangsatriði að ná böndum á verðbólguna, þrátt fyrir að það þýði mögulega samdrátt í einhvern tíma.
Bankinn segir kreppu raunar blasa við nú þegar og spáir því að landsframleiðslan hafi dregist saman um 0,1 prósent á þriðja ársfjórðungi, annan fjórðunginn í röð.
Í samantekt bankans kemur hins vegar fram að spár geri nú ráð fyrir að verðbólgan muni ná hámarki í 11 prósentum í október en ekki 13 prósentum eins og áður hafði verið spáð. Þetta megi meðal annars rekja til fyrirætlana stjórnvalda um að setja þak á orkukostnað heimilanna.
Bankinn varar hins vegar við því að verðbólgan muni verða yfir 10 prósentum í marga mánuði.