„Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murray“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. september 2022 16:31 Murray var jafn góður í síðari hálfleik og hann var slakur í þeim fyrri. Jeff Bottari/Getty Images Hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi, eru orð að sönnu um Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona Cardinals, sem fór nánast einn síns liðs fyrir endurkomu liðsins í 29-23 sigri á Las Vegas Raiders í NFL-deildinni um helgina. Arizona fór illa af stað í deildinni með 44-21 tapi fyrir Kansas City Chiefs. Liðið var þó enn verra í fyrri hálfleik í öðrum leiknum gegn Raiders um helgina þar sem staðan var 20-0 fyrir Las Vegas-liðið í hálfleik. „Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murrey í þessum síðari hálfleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson í Lokasókninni. „Þeir tapa 48-7 í fyrri hálfleik í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi endurkoma, án Deandre Hopkins, og allt það sem Kyler Murray gerði, maður hneigir sig,“ bætir hann við. Klippa: Lokasóknin: Kyler Murray Arizona skoraði snertimark til að minnka muninn 23-13 þegar um átta mínútur voru eftir af fjórða og síðasta leikhlutanum. Þeir reyndu í kjölfarið við það að fá tvö aukastig, með því að hlaupa með boltann í endalínuna, fremur en að fá hið hefðbundna eina aukastig með því að sparka knettinum milli markstanganna. Murray fékk þá boltann eftir snappið og leitaði lifandi ljósi að lausum liðsfélaga til að fleygja boltanum til. Hann hljóp fram og til baka þar til hann áttaði sig á því að hann þyrfti að taka málin í sínar eigin hendur. Alls var hann á ferðinni í um 21 sekúndu, hljóp 86 stikur (e. yards) þvert og kruss um völlinn áður en hann komst yfir endalínuna og tryggði liði sínu tvö aukastig. Gerði þetta sjálfur Þar með var staðan orðin 23-15 en Arizona-liðið bætti í kjölfarið við tveimur snertimörkum til viðbótar gegn engu Raiders-manna og unnu 29-23 sigur, þar sem Murray var í aðalhlutverki. „Það er nánast eins og hann hafi bara sagt: 'Æ, ég verð bara að gera þetta upp á eigin spýtur í seinni hálfleik',“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson. „Það er einmitt málið, Cardinals-liðið er mjög lélegt, það er með lélega sókn og lélega vörn,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Það var ekki fyrr en hann tók málin í eigin hendur, Kyler Murray í seinni hálfleik, hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi,“ bætir hann við. Ótrúlegt hlaup Murrays og umræðuna úr Lokasókninni má sjá í spilaranum að ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Arizona fór illa af stað í deildinni með 44-21 tapi fyrir Kansas City Chiefs. Liðið var þó enn verra í fyrri hálfleik í öðrum leiknum gegn Raiders um helgina þar sem staðan var 20-0 fyrir Las Vegas-liðið í hálfleik. „Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murrey í þessum síðari hálfleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson í Lokasókninni. „Þeir tapa 48-7 í fyrri hálfleik í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi endurkoma, án Deandre Hopkins, og allt það sem Kyler Murray gerði, maður hneigir sig,“ bætir hann við. Klippa: Lokasóknin: Kyler Murray Arizona skoraði snertimark til að minnka muninn 23-13 þegar um átta mínútur voru eftir af fjórða og síðasta leikhlutanum. Þeir reyndu í kjölfarið við það að fá tvö aukastig, með því að hlaupa með boltann í endalínuna, fremur en að fá hið hefðbundna eina aukastig með því að sparka knettinum milli markstanganna. Murray fékk þá boltann eftir snappið og leitaði lifandi ljósi að lausum liðsfélaga til að fleygja boltanum til. Hann hljóp fram og til baka þar til hann áttaði sig á því að hann þyrfti að taka málin í sínar eigin hendur. Alls var hann á ferðinni í um 21 sekúndu, hljóp 86 stikur (e. yards) þvert og kruss um völlinn áður en hann komst yfir endalínuna og tryggði liði sínu tvö aukastig. Gerði þetta sjálfur Þar með var staðan orðin 23-15 en Arizona-liðið bætti í kjölfarið við tveimur snertimörkum til viðbótar gegn engu Raiders-manna og unnu 29-23 sigur, þar sem Murray var í aðalhlutverki. „Það er nánast eins og hann hafi bara sagt: 'Æ, ég verð bara að gera þetta upp á eigin spýtur í seinni hálfleik',“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson. „Það er einmitt málið, Cardinals-liðið er mjög lélegt, það er með lélega sókn og lélega vörn,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Það var ekki fyrr en hann tók málin í eigin hendur, Kyler Murray í seinni hálfleik, hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi,“ bætir hann við. Ótrúlegt hlaup Murrays og umræðuna úr Lokasókninni má sjá í spilaranum að ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira