„Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murray“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. september 2022 16:31 Murray var jafn góður í síðari hálfleik og hann var slakur í þeim fyrri. Jeff Bottari/Getty Images Hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi, eru orð að sönnu um Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona Cardinals, sem fór nánast einn síns liðs fyrir endurkomu liðsins í 29-23 sigri á Las Vegas Raiders í NFL-deildinni um helgina. Arizona fór illa af stað í deildinni með 44-21 tapi fyrir Kansas City Chiefs. Liðið var þó enn verra í fyrri hálfleik í öðrum leiknum gegn Raiders um helgina þar sem staðan var 20-0 fyrir Las Vegas-liðið í hálfleik. „Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murrey í þessum síðari hálfleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson í Lokasókninni. „Þeir tapa 48-7 í fyrri hálfleik í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi endurkoma, án Deandre Hopkins, og allt það sem Kyler Murray gerði, maður hneigir sig,“ bætir hann við. Klippa: Lokasóknin: Kyler Murray Arizona skoraði snertimark til að minnka muninn 23-13 þegar um átta mínútur voru eftir af fjórða og síðasta leikhlutanum. Þeir reyndu í kjölfarið við það að fá tvö aukastig, með því að hlaupa með boltann í endalínuna, fremur en að fá hið hefðbundna eina aukastig með því að sparka knettinum milli markstanganna. Murray fékk þá boltann eftir snappið og leitaði lifandi ljósi að lausum liðsfélaga til að fleygja boltanum til. Hann hljóp fram og til baka þar til hann áttaði sig á því að hann þyrfti að taka málin í sínar eigin hendur. Alls var hann á ferðinni í um 21 sekúndu, hljóp 86 stikur (e. yards) þvert og kruss um völlinn áður en hann komst yfir endalínuna og tryggði liði sínu tvö aukastig. Gerði þetta sjálfur Þar með var staðan orðin 23-15 en Arizona-liðið bætti í kjölfarið við tveimur snertimörkum til viðbótar gegn engu Raiders-manna og unnu 29-23 sigur, þar sem Murray var í aðalhlutverki. „Það er nánast eins og hann hafi bara sagt: 'Æ, ég verð bara að gera þetta upp á eigin spýtur í seinni hálfleik',“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson. „Það er einmitt málið, Cardinals-liðið er mjög lélegt, það er með lélega sókn og lélega vörn,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Það var ekki fyrr en hann tók málin í eigin hendur, Kyler Murray í seinni hálfleik, hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi,“ bætir hann við. Ótrúlegt hlaup Murrays og umræðuna úr Lokasókninni má sjá í spilaranum að ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Arizona fór illa af stað í deildinni með 44-21 tapi fyrir Kansas City Chiefs. Liðið var þó enn verra í fyrri hálfleik í öðrum leiknum gegn Raiders um helgina þar sem staðan var 20-0 fyrir Las Vegas-liðið í hálfleik. „Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murrey í þessum síðari hálfleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson í Lokasókninni. „Þeir tapa 48-7 í fyrri hálfleik í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi endurkoma, án Deandre Hopkins, og allt það sem Kyler Murray gerði, maður hneigir sig,“ bætir hann við. Klippa: Lokasóknin: Kyler Murray Arizona skoraði snertimark til að minnka muninn 23-13 þegar um átta mínútur voru eftir af fjórða og síðasta leikhlutanum. Þeir reyndu í kjölfarið við það að fá tvö aukastig, með því að hlaupa með boltann í endalínuna, fremur en að fá hið hefðbundna eina aukastig með því að sparka knettinum milli markstanganna. Murray fékk þá boltann eftir snappið og leitaði lifandi ljósi að lausum liðsfélaga til að fleygja boltanum til. Hann hljóp fram og til baka þar til hann áttaði sig á því að hann þyrfti að taka málin í sínar eigin hendur. Alls var hann á ferðinni í um 21 sekúndu, hljóp 86 stikur (e. yards) þvert og kruss um völlinn áður en hann komst yfir endalínuna og tryggði liði sínu tvö aukastig. Gerði þetta sjálfur Þar með var staðan orðin 23-15 en Arizona-liðið bætti í kjölfarið við tveimur snertimörkum til viðbótar gegn engu Raiders-manna og unnu 29-23 sigur, þar sem Murray var í aðalhlutverki. „Það er nánast eins og hann hafi bara sagt: 'Æ, ég verð bara að gera þetta upp á eigin spýtur í seinni hálfleik',“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson. „Það er einmitt málið, Cardinals-liðið er mjög lélegt, það er með lélega sókn og lélega vörn,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Það var ekki fyrr en hann tók málin í eigin hendur, Kyler Murray í seinni hálfleik, hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi,“ bætir hann við. Ótrúlegt hlaup Murrays og umræðuna úr Lokasókninni má sjá í spilaranum að ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira