Ísak kunni varla að synda en sló svo líklega heimsmet í Ironman Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 08:01 Ísak Norðfjörð með fjölskyldu sinni og mági eftir afrekið á Ítalíu. Frá vinstri: Arna móðir Ísaks, Nökkvi bróðir hans, Sveinn mágur hans, Ísold systir hans, Ísak sjálfur og Guðjón faðir hans. Ísak Norðfjörð hafði gaman af því að taka fram úr pabba sínum og setti að öllum líkindum heimsmet þegar hann kláraði Ironman þríþrautina á Ítalíu, aðeins 18 ára og eins dags gamall. Samt segist hann varla hafa kunnað að synda fyrir hálfu ári síðan. „Ég ætlaði mér að klára þetta sama hvað. Ég var bara búinn að ákveða það frá byrjun, jafnvel þó að ég þyrfti að skríða í mark,“ segir Ísak glaðbeittur í samtali við Vísi, eftir að hafa síðasta sunnudag synt 3,8 kílómetra, hjólað 180,2 kílómetra og hlaupið heilt maraþon (42,2 kílómetra), sennilega yngstur allra frá upphafi. Þar sem að átján ára aldurstakmark er í keppni í Ironman er ekki hægt að útiloka að met Ísaks verði einhvern tímann bætt, um einn dag, en eftir því sem næst verður komist hefur yngri íþróttamaður ekki klárað heilan Ironman. Óhætt er að segja að Ísak tilheyri mikilli Ironman-fjölskyldu en auk Ísaks kláruðu tvö systkini hans, pabbi og mágur heilan Ironman og móðirin Arna Hansen fór hálfan Ironman, í Emilía-Rómanja héraðinu þar sem yfir 100 íslenskir keppendur tóku þátt. Öll æfir fjölskyldan, sem er af Seltjarnarnesi, með Ægi3. Systirin yngst íslenskra kvenna Svo merkilega vill til að Ísold, systir Ísaks, varð yngst íslenskra kvenna til að klára Ironman þegar hún afrekaði það á sömu slóðum í fyrra, 24 ára gömul. „Eftir að hún varð sú yngsta í fyrra þá hringdi hún í mig og lét mig vita að þessi keppni yrði á 18 ára afmælisdaginn minn í ár, og spurði hvort ég vildi ekki skrá mig. Ég hafði aldrei hjólað þannig að ég væri að keppa, aldrei synt neitt af viti, og aðallega hlaupið á fótboltaæfingum. En ég skráði mig bara.“ Keppninni var svo reyndar frestað um einn dag vegna veðurs. Ísak Norðfjörð með íslenska fánann að klára heilan Ironman, aðeins 18 ára og eins dags gamall.Mynd/Arna Hansen Ísak segir að fyrsti hluti þrautarinnar, sundið, hafi svo sannarlega reynst sér erfiðastur en hann naut sín vel í heila maraþoninu í lokin, þrátt fyrir allt sem hann hafði þá þegar lagt á sig. „Æ, af hverju er ég að gera þetta?“ „Ég var eiginlega ósyndur í febrúar, þannig að það var mjög erfitt að koma mér í gengum sundið. Ég gat ekki synt í 25 metra laug. En ég æfði og æfði, og sundið gekk bara á endanum mjög vel þó að það væri vissulega mjög erfitt. Maður leit í kringum sig, í miðjum sjónum og kílómetra frá landi, svo það var svolítið óþægilegt. Og maður hugsaði með sér: Æ, af hverju er ég að gera þetta? En þetta gekk. Á hjólinu gekk svo frekar vel, en maður er að borða einhver gel allan tímann sem eru ekki mjög þægileg fyrir magann. Maður var því með magaverk og á mörkunum með að fara að æla, en það gekk samt mjög vel. Í hlaupinu fannst mér svo geðveikt gaman allan tímann. Ég var alveg búinn á því, á mörkum þess að fá krampa, en það var bara svo mikil stemning og gaman. Allir að styðja okkur og þetta var bara ólýsanlegt,“ segir Ísak. „Jæja pabbi, þá er ég búinn að ná þér“ Guðjón Norðfjörð pabbi hans tók eins og fyrr segir heilan Ironman og einnig Nökkvi og Ísold, systkini Ísaks, og mamman Arna Hansen tók hálfan Iroman. Sveinn Þráinn Guðmundsson, maður Ísoldar, tók einnig heilan Ironman. Nökkvi var fyrstur af hópnum á 11:29:24 klukkutímum en Ísak, sem tók fram úr pabba sínum í maraþoninu, kom á endanum í mark á 11:46:44 klukkutímum. „Við vorum öll sjúklega spennt þegar keppnin var að hefjast. Svo hitti ég pabba á skiptisvæðinu á leiðinni að hjóla. Hann var mjög mikið að drífa sig og hafði engan tíma í það þegar ég ætlaði eitthvað aðeins að spjalla. Hann ætlaði að reyna að vera á undan mér,“ segir Ísak léttur í bragði. „Svo sáumst við oft í hlaupinu því þar voru hlaupnir fjórir tíu kílómetra hringir sem voru þannig að við gátum mæst. Ég náði pabba í hlaupinu. Það var svo gaman. Ég tók aðeins í öxlina á honum og lét hann vita: Jæja pabbi, þá er ég búinn að ná þér,“ bætir Ísak við og hlær. Ísak er nú kominn heim en hann er á þriðja ári í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann segist hafa æft ýmsar íþróttir hjá Gróttu á yngri árum en aðspurður hvort hann hyggist núna leggja fjölskyldusportið alfarið fyrir sig svarar hann: „Það er spurning. Ég ætla núna held ég að einbeita mér að hlaupunum. Mér finnst þau langskemmtilegust og mögulega langar mig að verða atvinnuhlaupari.“ Þríþraut Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
„Ég ætlaði mér að klára þetta sama hvað. Ég var bara búinn að ákveða það frá byrjun, jafnvel þó að ég þyrfti að skríða í mark,“ segir Ísak glaðbeittur í samtali við Vísi, eftir að hafa síðasta sunnudag synt 3,8 kílómetra, hjólað 180,2 kílómetra og hlaupið heilt maraþon (42,2 kílómetra), sennilega yngstur allra frá upphafi. Þar sem að átján ára aldurstakmark er í keppni í Ironman er ekki hægt að útiloka að met Ísaks verði einhvern tímann bætt, um einn dag, en eftir því sem næst verður komist hefur yngri íþróttamaður ekki klárað heilan Ironman. Óhætt er að segja að Ísak tilheyri mikilli Ironman-fjölskyldu en auk Ísaks kláruðu tvö systkini hans, pabbi og mágur heilan Ironman og móðirin Arna Hansen fór hálfan Ironman, í Emilía-Rómanja héraðinu þar sem yfir 100 íslenskir keppendur tóku þátt. Öll æfir fjölskyldan, sem er af Seltjarnarnesi, með Ægi3. Systirin yngst íslenskra kvenna Svo merkilega vill til að Ísold, systir Ísaks, varð yngst íslenskra kvenna til að klára Ironman þegar hún afrekaði það á sömu slóðum í fyrra, 24 ára gömul. „Eftir að hún varð sú yngsta í fyrra þá hringdi hún í mig og lét mig vita að þessi keppni yrði á 18 ára afmælisdaginn minn í ár, og spurði hvort ég vildi ekki skrá mig. Ég hafði aldrei hjólað þannig að ég væri að keppa, aldrei synt neitt af viti, og aðallega hlaupið á fótboltaæfingum. En ég skráði mig bara.“ Keppninni var svo reyndar frestað um einn dag vegna veðurs. Ísak Norðfjörð með íslenska fánann að klára heilan Ironman, aðeins 18 ára og eins dags gamall.Mynd/Arna Hansen Ísak segir að fyrsti hluti þrautarinnar, sundið, hafi svo sannarlega reynst sér erfiðastur en hann naut sín vel í heila maraþoninu í lokin, þrátt fyrir allt sem hann hafði þá þegar lagt á sig. „Æ, af hverju er ég að gera þetta?“ „Ég var eiginlega ósyndur í febrúar, þannig að það var mjög erfitt að koma mér í gengum sundið. Ég gat ekki synt í 25 metra laug. En ég æfði og æfði, og sundið gekk bara á endanum mjög vel þó að það væri vissulega mjög erfitt. Maður leit í kringum sig, í miðjum sjónum og kílómetra frá landi, svo það var svolítið óþægilegt. Og maður hugsaði með sér: Æ, af hverju er ég að gera þetta? En þetta gekk. Á hjólinu gekk svo frekar vel, en maður er að borða einhver gel allan tímann sem eru ekki mjög þægileg fyrir magann. Maður var því með magaverk og á mörkunum með að fara að æla, en það gekk samt mjög vel. Í hlaupinu fannst mér svo geðveikt gaman allan tímann. Ég var alveg búinn á því, á mörkum þess að fá krampa, en það var bara svo mikil stemning og gaman. Allir að styðja okkur og þetta var bara ólýsanlegt,“ segir Ísak. „Jæja pabbi, þá er ég búinn að ná þér“ Guðjón Norðfjörð pabbi hans tók eins og fyrr segir heilan Ironman og einnig Nökkvi og Ísold, systkini Ísaks, og mamman Arna Hansen tók hálfan Iroman. Sveinn Þráinn Guðmundsson, maður Ísoldar, tók einnig heilan Ironman. Nökkvi var fyrstur af hópnum á 11:29:24 klukkutímum en Ísak, sem tók fram úr pabba sínum í maraþoninu, kom á endanum í mark á 11:46:44 klukkutímum. „Við vorum öll sjúklega spennt þegar keppnin var að hefjast. Svo hitti ég pabba á skiptisvæðinu á leiðinni að hjóla. Hann var mjög mikið að drífa sig og hafði engan tíma í það þegar ég ætlaði eitthvað aðeins að spjalla. Hann ætlaði að reyna að vera á undan mér,“ segir Ísak léttur í bragði. „Svo sáumst við oft í hlaupinu því þar voru hlaupnir fjórir tíu kílómetra hringir sem voru þannig að við gátum mæst. Ég náði pabba í hlaupinu. Það var svo gaman. Ég tók aðeins í öxlina á honum og lét hann vita: Jæja pabbi, þá er ég búinn að ná þér,“ bætir Ísak við og hlær. Ísak er nú kominn heim en hann er á þriðja ári í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann segist hafa æft ýmsar íþróttir hjá Gróttu á yngri árum en aðspurður hvort hann hyggist núna leggja fjölskyldusportið alfarið fyrir sig svarar hann: „Það er spurning. Ég ætla núna held ég að einbeita mér að hlaupunum. Mér finnst þau langskemmtilegust og mögulega langar mig að verða atvinnuhlaupari.“
Þríþraut Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira