Einar: Við fokkuðum upp lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta Þorsteinn Hjálmsson skrifar 22. september 2022 22:58 Einar Jónsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Fram sigraði í kvöld Aftureldingu upp í Úlfarsárdal með tveimur mörkum, 28-26 lokatölur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með leik og hugarfar sinna manna. „Þetta var torsótt, þetta var mjög kaflaskipt. Ekkert frábær handbolti, en mikil spenna, eiginlega allan leikinn og liðin skiptust á að leiða hérna í seinni hálfleik og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem er. Við bara örlítið heppnari. Við sýndum geggjaðan karakter, ólseigir og þrautseigir. Vorum bara aggressívir á þá hérna undir lokin í stað þess að bíða og vera passífir. Ánægður með Óla (Ólafur Brim Stefánsson) og Gauta (Þorsteinn Gauti Hjálmarsson), við vorum tveimur færri og samt bara sókndjarfir og ætluðum að reyna koma þeim í vandræði. Það heppnaðist. Við fokkuðum upp í lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta. Ég er hrikalega ánægður með okkur.“ Fram glutraði niður sex marka forystu í fyrri hálfleik, en Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik, 12-13. „Mér fannst við bara dálítið passífir, við vorum ekki eins aggressívir og á fyrstu mínútunum. Vorum að sækja allt of mikið til hliðar og svona. Auðvitað var ég náttúrulega búinn að skipta dálítið mikið inn á, en við höfum verið að gera það í öllum okkar leikjum hingað til, þannig að það ætti ekki að trufla. Ég þarf bara aðeins að skoða það betur. Þetta var ekki gott síðustu tíu í fyrri hálfleik og við þurfum að kíkja bara aðeins á það.“ „Varnarlega, héldum við alltaf varnarleiknum allan leikinn sko. Þeir voru aðallega að breika á okkur í fyrstu og annarri bylgju út af okkar klaufaskap. Við náðum að endurstilla okkur í hálfleik. Svona, mér fannst við aftur klaufar í seinni hálfleik. Mér fannst við alveg getað náð aðeins betri tökum á leiknum, en erum áfram að gera svolítið af mistökum sem mér finnst að við þurfum að fækka allavegana ef ekki eyða þeim alveg út. Mótið er rétt að byrja og við erum búnir að vinna báða okkar leiki hérna heima og eitt stig í Garðabænum og erum bara drullu sáttir. En það er bara áfram veginn.“ Leikmenn Fram fá helgarfrí að launum frá þjálfara sínum, Einari Jónssyni, eftir frammistöðuna í leik kvöldsins. Fram mætir svo FH í næsta leik. „Það er bara hefðbundið, það er alltaf það sama sko. Ég veit reyndar ekki hvort ég er búinn að segja þeim það, ég ætla að gefa þeim frí laugardag og sunnudag og vonandi launa þeir mér það til baka bara með góðum leik á fimmtudaginn. Annars hefði verið æfing á morgun og laugardag, þannig að þeir fá kannski kærkomið frí. Svo bara gönnum við á þetta. Við erum að mæta frábæru liði. Við bara undirbúum okkur af kostgæfni, bara eins og verið hefur.“ Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
„Þetta var torsótt, þetta var mjög kaflaskipt. Ekkert frábær handbolti, en mikil spenna, eiginlega allan leikinn og liðin skiptust á að leiða hérna í seinni hálfleik og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem er. Við bara örlítið heppnari. Við sýndum geggjaðan karakter, ólseigir og þrautseigir. Vorum bara aggressívir á þá hérna undir lokin í stað þess að bíða og vera passífir. Ánægður með Óla (Ólafur Brim Stefánsson) og Gauta (Þorsteinn Gauti Hjálmarsson), við vorum tveimur færri og samt bara sókndjarfir og ætluðum að reyna koma þeim í vandræði. Það heppnaðist. Við fokkuðum upp í lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta. Ég er hrikalega ánægður með okkur.“ Fram glutraði niður sex marka forystu í fyrri hálfleik, en Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik, 12-13. „Mér fannst við bara dálítið passífir, við vorum ekki eins aggressívir og á fyrstu mínútunum. Vorum að sækja allt of mikið til hliðar og svona. Auðvitað var ég náttúrulega búinn að skipta dálítið mikið inn á, en við höfum verið að gera það í öllum okkar leikjum hingað til, þannig að það ætti ekki að trufla. Ég þarf bara aðeins að skoða það betur. Þetta var ekki gott síðustu tíu í fyrri hálfleik og við þurfum að kíkja bara aðeins á það.“ „Varnarlega, héldum við alltaf varnarleiknum allan leikinn sko. Þeir voru aðallega að breika á okkur í fyrstu og annarri bylgju út af okkar klaufaskap. Við náðum að endurstilla okkur í hálfleik. Svona, mér fannst við aftur klaufar í seinni hálfleik. Mér fannst við alveg getað náð aðeins betri tökum á leiknum, en erum áfram að gera svolítið af mistökum sem mér finnst að við þurfum að fækka allavegana ef ekki eyða þeim alveg út. Mótið er rétt að byrja og við erum búnir að vinna báða okkar leiki hérna heima og eitt stig í Garðabænum og erum bara drullu sáttir. En það er bara áfram veginn.“ Leikmenn Fram fá helgarfrí að launum frá þjálfara sínum, Einari Jónssyni, eftir frammistöðuna í leik kvöldsins. Fram mætir svo FH í næsta leik. „Það er bara hefðbundið, það er alltaf það sama sko. Ég veit reyndar ekki hvort ég er búinn að segja þeim það, ég ætla að gefa þeim frí laugardag og sunnudag og vonandi launa þeir mér það til baka bara með góðum leik á fimmtudaginn. Annars hefði verið æfing á morgun og laugardag, þannig að þeir fá kannski kærkomið frí. Svo bara gönnum við á þetta. Við erum að mæta frábæru liði. Við bara undirbúum okkur af kostgæfni, bara eins og verið hefur.“
Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita