Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2022 12:24 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á haustmánuðum um auknar heimildir lögreglu til fyrirbyggjandi rannsókna. Vísir/Arnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Greint var frá því í gær að lögregla hafi handtekið fjóra og tveir hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að þeir hafi skipulagt hryðjuverkaárás hér á landi. Með umfangsmiklum aðgerðum á miðvikudag telur lögregla sig hafa afstýrt fyrirhugaðri árás. Dómsmálaráðherra mun fara yfir málið með löggæslustofnunum á næstu dögum. „Á næstu dögum fer ég vandlega yfir þetta með þeim embættum sem undir mig heyra og við þurfum þá að skoða það hvort við þurfum að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana, annarra en þeirra sem þegar eru í undirbúningi og eru búnar að vera lengi í undirbúningi,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ráðherrann hyggst nú á haustmánuðum leggja fram frumvarp um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna, sem hann segir ekki nógu rúmar. „Þetta er frumvarp sem fjallar um afbrotavarnir og það er kannski akkúrat það sem á við í þessu máli ef við horfum á það og eins í þessum stóru málum sem lögreglan hefur verið að upplýsa. Það er að segja að koma í veg fyrir að afbrotin eigi sér stað,“ segir Jón. „Við erum mjög langt frá öllum samstarfslöndunum okkar þegar kemur að þessum heimildum lögreglu til að stunda rannsóknir sem flokkast undir afbrotavarnir og það er mjög mikilvægt. Af því að við byggjum slíka vinnu sérstaklega þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi sem virðir engin landamæri þá byggjum við okkar vinnu mjög mikið á samstarfi við erlend lögreglulið.“ Frumvarp snúi helst að skipulagðri glæpastarfsemi Íslenska lögreglan þurfi að geta tekið á móti upplýsingum frá erlendu lögregluliði og unnið með þær og sömuleiðis veitt erlendum lögreglustofnunum upplýsingar sem kallað er eftir. „Þessar heimildir eru mjög rýrar hjá okkur í dag. Frumvarpið snýst um að rýmka þær þannig að við getum verið í gagnvirkum samskiptum við lögregluyfirvöld í samstarfslöndum okkar.“ Nú tókust þessar fyrirbyggjandi aðgerðir lögreglu mjög vel í vikunni, sýnir það ekki að heimildir lögreglu eru mjög rúmar? „Þetta er algjörlega óskylt þessu máli. Okkar undirbúningur hefur fyrst og fremst verið að horfa til vaxandi skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi, þess vegna erum við búin að vera að vinna þessi mál undanfarna mánuði,“ segir Jón. Auknar heimildir til vopnaburðar komi til greina Vinnan við frumvarpið hafi hafist þegar hann kom inn í ráðuneytið fyrir tæpu ári síða og undanfarna mánuði hafi ráðuneytið einnig unnið með löggæsluyfirvöldum að breyttu skipulagi innan lögreglunnar. Verið sé að horfa á stóru myndina, óháð einstaka málum. „Þetta tókst vel og við erum þakklát fyrir það í þessu máli, alvarlega máli sem við okkur blasir eftir gærdaginn og fyrradag. En þetta er miklu stærri mynd og miklu fleiri púsl sem þarf að setja inn í þessa mynd svo hún verði betri og það er það sem við erum að vinna að,“ segir Jón. Eitt af því sem verið sé að skoða sé rýmri heimild lögreglu til vopnaburðar. „Öryggi lögreglumanna er auðvitað grundvallaratriði til þess að þeir geti gætt öryggis borgaranna. Við megum aldrei gleyma því að við treystum á þetta fólk þegar eitthvað á bjátar í okkar samfélagi. Þetta fólk á líka fjölskyldur, sem vilja fá sitt fólk heilt heim. Þannig er grundvallaratriði að tryggja öryggi lögreglumanna og það getur komið til greina að skoða einhverjar víðtækari ráðstafanir en við erum með í dag.“ Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39 Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Greint var frá því í gær að lögregla hafi handtekið fjóra og tveir hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að þeir hafi skipulagt hryðjuverkaárás hér á landi. Með umfangsmiklum aðgerðum á miðvikudag telur lögregla sig hafa afstýrt fyrirhugaðri árás. Dómsmálaráðherra mun fara yfir málið með löggæslustofnunum á næstu dögum. „Á næstu dögum fer ég vandlega yfir þetta með þeim embættum sem undir mig heyra og við þurfum þá að skoða það hvort við þurfum að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana, annarra en þeirra sem þegar eru í undirbúningi og eru búnar að vera lengi í undirbúningi,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ráðherrann hyggst nú á haustmánuðum leggja fram frumvarp um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna, sem hann segir ekki nógu rúmar. „Þetta er frumvarp sem fjallar um afbrotavarnir og það er kannski akkúrat það sem á við í þessu máli ef við horfum á það og eins í þessum stóru málum sem lögreglan hefur verið að upplýsa. Það er að segja að koma í veg fyrir að afbrotin eigi sér stað,“ segir Jón. „Við erum mjög langt frá öllum samstarfslöndunum okkar þegar kemur að þessum heimildum lögreglu til að stunda rannsóknir sem flokkast undir afbrotavarnir og það er mjög mikilvægt. Af því að við byggjum slíka vinnu sérstaklega þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi sem virðir engin landamæri þá byggjum við okkar vinnu mjög mikið á samstarfi við erlend lögreglulið.“ Frumvarp snúi helst að skipulagðri glæpastarfsemi Íslenska lögreglan þurfi að geta tekið á móti upplýsingum frá erlendu lögregluliði og unnið með þær og sömuleiðis veitt erlendum lögreglustofnunum upplýsingar sem kallað er eftir. „Þessar heimildir eru mjög rýrar hjá okkur í dag. Frumvarpið snýst um að rýmka þær þannig að við getum verið í gagnvirkum samskiptum við lögregluyfirvöld í samstarfslöndum okkar.“ Nú tókust þessar fyrirbyggjandi aðgerðir lögreglu mjög vel í vikunni, sýnir það ekki að heimildir lögreglu eru mjög rúmar? „Þetta er algjörlega óskylt þessu máli. Okkar undirbúningur hefur fyrst og fremst verið að horfa til vaxandi skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi, þess vegna erum við búin að vera að vinna þessi mál undanfarna mánuði,“ segir Jón. Auknar heimildir til vopnaburðar komi til greina Vinnan við frumvarpið hafi hafist þegar hann kom inn í ráðuneytið fyrir tæpu ári síða og undanfarna mánuði hafi ráðuneytið einnig unnið með löggæsluyfirvöldum að breyttu skipulagi innan lögreglunnar. Verið sé að horfa á stóru myndina, óháð einstaka málum. „Þetta tókst vel og við erum þakklát fyrir það í þessu máli, alvarlega máli sem við okkur blasir eftir gærdaginn og fyrradag. En þetta er miklu stærri mynd og miklu fleiri púsl sem þarf að setja inn í þessa mynd svo hún verði betri og það er það sem við erum að vinna að,“ segir Jón. Eitt af því sem verið sé að skoða sé rýmri heimild lögreglu til vopnaburðar. „Öryggi lögreglumanna er auðvitað grundvallaratriði til þess að þeir geti gætt öryggis borgaranna. Við megum aldrei gleyma því að við treystum á þetta fólk þegar eitthvað á bjátar í okkar samfélagi. Þetta fólk á líka fjölskyldur, sem vilja fá sitt fólk heilt heim. Þannig er grundvallaratriði að tryggja öryggi lögreglumanna og það getur komið til greina að skoða einhverjar víðtækari ráðstafanir en við erum með í dag.“
Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39 Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39
Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59