Slóvenía setti riðilinn í uppnám með sigir á Noregi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 18:00 Benjamin Šeško skoraði og lagði upp í sigri Slóveníu á Noregi. Jurij Kodrun/Getty Images Slóvenía kom til baka og vann Noreg 2-1 í leik liðanna í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Sigur Norðmanna hefði komið liðinu í einkar góða stöðu í riðlinum en tap setur allt í uppnám. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það að sjálfsögðu Erling Braut Håland sem kom Noregi yfir þegar hann fylgdi eftir skoti … strax í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir héldu forystunni allt fram á 69. mínútu þegar Andraž Šporar jafnaði metin eftir fyrirgjöf Benjamin Šeško. Þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Šeško með skoti af löngu færi og staðan orðin 2-1 Slóvenum í vil. Ørjan Håskjold Nyland, markvörður Noregs, vill eflaust ekki sjá markið aftur en hann átti eflaust að gera betur. Reyndist þetta sigurmark leiksins og fyrsti sigur Slóveníu í riðlinum staðreynd. Staðan er þannig að Noregur er með 10 stig eftir að hafa leikið fimm leiki, Serbía er með sjö stig eftir að hafa leikið fjóra leiki, Slóvenía er með fimm stig og Svíþjóð er með þrjú stig. Fari svo að Serbía vinni Svíþjóð þá mætast Noregur og Serbía í hreinum úrslitaleik um hvort liðið vinnur riðilinn í Osló þann 27. september. Þjóðadeild UEFA Fótbolti
Slóvenía kom til baka og vann Noreg 2-1 í leik liðanna í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Sigur Norðmanna hefði komið liðinu í einkar góða stöðu í riðlinum en tap setur allt í uppnám. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það að sjálfsögðu Erling Braut Håland sem kom Noregi yfir þegar hann fylgdi eftir skoti … strax í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir héldu forystunni allt fram á 69. mínútu þegar Andraž Šporar jafnaði metin eftir fyrirgjöf Benjamin Šeško. Þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Šeško með skoti af löngu færi og staðan orðin 2-1 Slóvenum í vil. Ørjan Håskjold Nyland, markvörður Noregs, vill eflaust ekki sjá markið aftur en hann átti eflaust að gera betur. Reyndist þetta sigurmark leiksins og fyrsti sigur Slóveníu í riðlinum staðreynd. Staðan er þannig að Noregur er með 10 stig eftir að hafa leikið fimm leiki, Serbía er með sjö stig eftir að hafa leikið fjóra leiki, Slóvenía er með fimm stig og Svíþjóð er með þrjú stig. Fari svo að Serbía vinni Svíþjóð þá mætast Noregur og Serbía í hreinum úrslitaleik um hvort liðið vinnur riðilinn í Osló þann 27. september.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti