Hágrétu eftir síðasta leik Federer á ferlinum: „Gæti ekki verið hamingjusamari“ Atli Arason skrifar 24. september 2022 09:47 Roger Federer og Rafael Nadal leyndu ekki tilfinningum sínum eftir lokaleik Federer. Tom Jenkins/The Guardian Svisslendingurinn Roger Federer lauk í nótt 24 ára löngum tennisferli með tapi í tvíliðaleik ásamt Rafael Nadal á Laver-bikarnum í Englandi. Tilfinningarnar báru flesta viðstadda ofurliði í leikslok. Þeir Federer og Nadal kepptu fyrir hönd Evrópuúrvalsins á Laver-bikarnum gegn heimsúrvalinu, skipað af Jack Sock og Frances Tiafoe. Þeir Federer og Nadal unnu fyrsta settið 6-4 en Sock og Tiafoe komu til baka og unnu næstu tvö, 6-7 og 9-11. Federer hafði áður gefið út að þetta mót yrði hans síðasta á ferlinum en Federer er 41. árs gamall og hefur spilað sem atvinnumaður í tennis frá árinu 1998. Úrvalslið Evrópu var skipað af þeim Federer og Nadal með þá Novak Djokovic og Andy Murray þeim til halds og trausts. Federer vildi ljúka ferlinum við hlið Nadal en í gegnum tíðina hafa þeir Federer og Nadal verið verðugir andstæðingar. 40 sinnum hafa þeir mæst á tennisvellinum, þar af 25 sinnum í úrslitaleikjum. Bestu augnablik Federer á vellinum hafa því oft verið verstu augnablik Nadal og öfugt. Í nótt deildu þeir hins vegar augnablikinu saman. Að leik loknum brást Federer í grát og Nadal leyndi heldur ekki tilfinningum sínum fyrir framan troðfullan O2 höllina í London. All the Fedal feelings.#LaverCup pic.twitter.com/WKjhcADFoe— Laver Cup (@LaverCup) September 24, 2022 Roger Federer er einn af sigursælustu leikmönnum í sögu tennis. Enginn hefur unnið fleiri Wimbledon titla og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum en þá 369 leiki sem Federer vann. Þá hefur enginn í langri sögu íþróttarinnar eytt jafn löngum samfleyttum tíma í efsta sæti heimslistans og Federer. Svisslendingurinn var í efsta sæti heimslistans í 237 vikur í röð, frá febrúar 2004 til ágúst 2008. „Ég var viss um að ég myndi einhvern veginn ná að slasa mig í þessum leik en ég er svo ánægður að ná að komast heill í gegnum hann. Þetta var frábær leikur og ég gæti ekki verið hamingjusamari að klára ferilinn á þennan hátt við hlið Rafa [Nadal] og með alla strákana í liðinu, öllum þessum goðsögnum,“ sagði Federer í tilfinningaþrungnu lokaviðtali sem atvinnumaður í tennis. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Tennis Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Þeir Federer og Nadal kepptu fyrir hönd Evrópuúrvalsins á Laver-bikarnum gegn heimsúrvalinu, skipað af Jack Sock og Frances Tiafoe. Þeir Federer og Nadal unnu fyrsta settið 6-4 en Sock og Tiafoe komu til baka og unnu næstu tvö, 6-7 og 9-11. Federer hafði áður gefið út að þetta mót yrði hans síðasta á ferlinum en Federer er 41. árs gamall og hefur spilað sem atvinnumaður í tennis frá árinu 1998. Úrvalslið Evrópu var skipað af þeim Federer og Nadal með þá Novak Djokovic og Andy Murray þeim til halds og trausts. Federer vildi ljúka ferlinum við hlið Nadal en í gegnum tíðina hafa þeir Federer og Nadal verið verðugir andstæðingar. 40 sinnum hafa þeir mæst á tennisvellinum, þar af 25 sinnum í úrslitaleikjum. Bestu augnablik Federer á vellinum hafa því oft verið verstu augnablik Nadal og öfugt. Í nótt deildu þeir hins vegar augnablikinu saman. Að leik loknum brást Federer í grát og Nadal leyndi heldur ekki tilfinningum sínum fyrir framan troðfullan O2 höllina í London. All the Fedal feelings.#LaverCup pic.twitter.com/WKjhcADFoe— Laver Cup (@LaverCup) September 24, 2022 Roger Federer er einn af sigursælustu leikmönnum í sögu tennis. Enginn hefur unnið fleiri Wimbledon titla og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum en þá 369 leiki sem Federer vann. Þá hefur enginn í langri sögu íþróttarinnar eytt jafn löngum samfleyttum tíma í efsta sæti heimslistans og Federer. Svisslendingurinn var í efsta sæti heimslistans í 237 vikur í röð, frá febrúar 2004 til ágúst 2008. „Ég var viss um að ég myndi einhvern veginn ná að slasa mig í þessum leik en ég er svo ánægður að ná að komast heill í gegnum hann. Þetta var frábær leikur og ég gæti ekki verið hamingjusamari að klára ferilinn á þennan hátt við hlið Rafa [Nadal] og með alla strákana í liðinu, öllum þessum goðsögnum,“ sagði Federer í tilfinningaþrungnu lokaviðtali sem atvinnumaður í tennis. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Tennis Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira