Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2022 13:35 Guðni Sigurðsson, hjá Icelandair vill lítið tjá sig um málið en segir fólki ekki vísað úr vélum flugfélagsins nema að talin sé rík ástæða fyrir þeirri aðgerð. Margrét Friðriksdóttir er vægast sagt ósátt með framgöngu félagsins og segir það ekki hafa staðið við loforð um að hafa samband við hana í kjölfar atviksins í gær. samsett Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri miðilsins Frettin.is, var á leið til Úkraínu í því skyni að fjalla um kosningar leppstjórna í austur-Úkraínu, þegar henni var vísað úr vél Icelandair sem átti að fara til Munchen. Öryggi farþega í fyrirrúmi Guðni Sigurðsson, hjá samkiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að það sé matskennt hvenær gripið sé til þess ráðs að vísa farþegum úr vélum flugfélagsins. Í öllu falli þurfi þó mikið að koma til svo að flugfreyjur og þjónar vísi farþegum úr vélunum. Hann kveðst þó ekki geta tjáð sig um málefni einstakra farþega. „Þetta er þó alltaf gert af öryggisástæðum, til dæmis ef erfitt er að fá farþega til að fylgja reglum um borð. Það er þá metið af starfsfólki. Flugfreyjum er oft mikið í mun að flug séu á réttum tíma og þess háttar. Þetta er ekki gert nema talin sé rík ástæða,“ segir Guðni. Guðni Sigurðsson, starfsmaður á samskiptadeild Icelandair.Isavia Endar hjá dómstólum Á hinn bóginn kveðst Margrét Friðriksdóttir aldrei munu hafa viðskipti aftur við flugfélagið eftir atvikið sem hún segir hafa verið algjörlega niðurlægjandi. Hún stendur föst á því að sökin liggi alfarið hjá Icelandair, nóg pláss hafi verið fyrir handfarangurstösku hennar, þvert á það sem áhöfn vélarinnar hélt fram. Þá kom að því að minna á grímuskyldu farþega. „Ég bendi henni [flugfreyjunni] á að það sé nú engin grímuskylda á Íslandi. Ég var bara ósátt við þessa framkomu, að segja að það væri ekki pláss þegar það var pláss. Þetta er klárlega mál sem endar fyrir dómstólum, nema þau geri sáttaboð um miskabætur,“ segir Margrét. Að sögn Guðna hjá Icelandair er grímuskylda í öllum flugum til Þýskalands, þar sem stjórnvöld þar í landi geri þá kröfu. Margrét segir flugfreyjurnar sem báðu hana um að bera grímu ekki hafa verið með grímu. „Kannski voru þær bara ekki búnar að setja grímurnar upp,“ segir Guðni varðandi þetta atriði. Verslaði í fríhöfninni og búin að panta annað flug Margrét kveðst hafa samþykkt að bera grímuna og að færa handfarangurstöskuna í farangursrýmið. Allt kom fyrir ekki og að endingu var haft samband við lögreglu. „Ég sagði bara allt í lagi, þá gerið þið það. Við biðum þarna í korter eftir lögreglunni. Ég útskýrði þetta bara fyrir þeim og þeim fannst þetta bara skrýtið. Þeir voru mjög hjálpsamir hjá lögreglunni og fóru með mig að fríhöfninni. Ég verslaði þar og pantaði mér svo bara leigubíl,“ segir Margrét og þvertekur fyrir að ljót orð hafi farið á milli hennar og áhafnar. Þess ber að geta að samþykki flugstjóra þarf til að vísa farþega úr flugvél. Fram hefur komið að skilningur Margrétar hafi verið að flugstjóranum hafi fundist þetta hið einkennilegasta. Nú stendur til að fara til Úkraínu þar sem samstarfskona Margrétar, Erna Ýr Öldudóttir er mætt til að flytja fréttir. Þær þáðu boð frá Konráð Magnússyni um þátttöku í ferð til hernumdra svæða í Úkraínu, þar sem leppstjórnir hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland. Icelandair Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri miðilsins Frettin.is, var á leið til Úkraínu í því skyni að fjalla um kosningar leppstjórna í austur-Úkraínu, þegar henni var vísað úr vél Icelandair sem átti að fara til Munchen. Öryggi farþega í fyrirrúmi Guðni Sigurðsson, hjá samkiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að það sé matskennt hvenær gripið sé til þess ráðs að vísa farþegum úr vélum flugfélagsins. Í öllu falli þurfi þó mikið að koma til svo að flugfreyjur og þjónar vísi farþegum úr vélunum. Hann kveðst þó ekki geta tjáð sig um málefni einstakra farþega. „Þetta er þó alltaf gert af öryggisástæðum, til dæmis ef erfitt er að fá farþega til að fylgja reglum um borð. Það er þá metið af starfsfólki. Flugfreyjum er oft mikið í mun að flug séu á réttum tíma og þess háttar. Þetta er ekki gert nema talin sé rík ástæða,“ segir Guðni. Guðni Sigurðsson, starfsmaður á samskiptadeild Icelandair.Isavia Endar hjá dómstólum Á hinn bóginn kveðst Margrét Friðriksdóttir aldrei munu hafa viðskipti aftur við flugfélagið eftir atvikið sem hún segir hafa verið algjörlega niðurlægjandi. Hún stendur föst á því að sökin liggi alfarið hjá Icelandair, nóg pláss hafi verið fyrir handfarangurstösku hennar, þvert á það sem áhöfn vélarinnar hélt fram. Þá kom að því að minna á grímuskyldu farþega. „Ég bendi henni [flugfreyjunni] á að það sé nú engin grímuskylda á Íslandi. Ég var bara ósátt við þessa framkomu, að segja að það væri ekki pláss þegar það var pláss. Þetta er klárlega mál sem endar fyrir dómstólum, nema þau geri sáttaboð um miskabætur,“ segir Margrét. Að sögn Guðna hjá Icelandair er grímuskylda í öllum flugum til Þýskalands, þar sem stjórnvöld þar í landi geri þá kröfu. Margrét segir flugfreyjurnar sem báðu hana um að bera grímu ekki hafa verið með grímu. „Kannski voru þær bara ekki búnar að setja grímurnar upp,“ segir Guðni varðandi þetta atriði. Verslaði í fríhöfninni og búin að panta annað flug Margrét kveðst hafa samþykkt að bera grímuna og að færa handfarangurstöskuna í farangursrýmið. Allt kom fyrir ekki og að endingu var haft samband við lögreglu. „Ég sagði bara allt í lagi, þá gerið þið það. Við biðum þarna í korter eftir lögreglunni. Ég útskýrði þetta bara fyrir þeim og þeim fannst þetta bara skrýtið. Þeir voru mjög hjálpsamir hjá lögreglunni og fóru með mig að fríhöfninni. Ég verslaði þar og pantaði mér svo bara leigubíl,“ segir Margrét og þvertekur fyrir að ljót orð hafi farið á milli hennar og áhafnar. Þess ber að geta að samþykki flugstjóra þarf til að vísa farþega úr flugvél. Fram hefur komið að skilningur Margrétar hafi verið að flugstjóranum hafi fundist þetta hið einkennilegasta. Nú stendur til að fara til Úkraínu þar sem samstarfskona Margrétar, Erna Ýr Öldudóttir er mætt til að flytja fréttir. Þær þáðu boð frá Konráð Magnússyni um þátttöku í ferð til hernumdra svæða í Úkraínu, þar sem leppstjórnir hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland.
Icelandair Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06