Ríkið þurfi að fylgjast betur með meðferðaraðilum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2022 20:31 Tryggvi Guðjón Ingason formaður Sálfræðingafélags Íslands segir almenning bera of mikla ábyrgð. Vísir/Ívar Fannar Formaður Sálfræðingafélags Íslands kallar eftir því að stjórnvöld setji skýrari reglur um störf meðferðaraðila sem eru ekki heilbrigðisstarfsmenn. Ábyrgðin eigi ekki að liggja á herðum almennings, eins og hún gerir nú. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Jón Sigurður Karlsson, sem hefur starfað sem klínískur sálfræðingur í áraraðir, sinni enn störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa misst starfsleyfið. Embætti landlæknis hefur borist fjöldi kvartana vegna þessa en skjólstæðingar hans, sem fréttastofa hefur rætt við, segjast hafa greitt honum fyrir greiningar sem eru ekki teknar gildar af geðlæknum. Jón sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hafi veitt skjólstæðingum ráðgjöf, sem markþjálfi en ekki sem sálfræðingur. Á heimasíðu Jóns kemur þó ekkert fram sem bendir til að hann hafi ekki starfsleyfi sem sálfræðingur. Þar kemur fram að hann hafi starfað sem klínískur sálfræðingur í áratugi og vinni við ýmis konar greiningarvinnu. Þá er hann skráður sem sálfræðingur á já.is. Vegna þess að Jón er ekki með starfsleyfi heyrir það ekki undir eftirlit embættis landlæknis. „Þegar fólk er ekki heilbrigðisstarfsfólk en er að veita þjónustu er enginn sem er með eftirlit með þeim,“ segir Tryggvi Guðjón Ingason formaður Sálfræðingafélags Íslands. „Og fólk veit ekki hvert það á að snúa sér ef það kemur í ljós að þjónustan er ekki það sem þau voru búin að vonast eftir. Auka þurfi eftirlit með þeim sem auglýsi sig sem meðferðaraðila og veiti slíka þjónustu. Í málum eins og þessu, er ábyrgðin of mikil á einstaklingum? „Já, ég myndi telja það. Það er of mikil ábyrgð sett á almenning að vera vakandi fyrir því hvort að viðkomandi sé heilbrigðisstarfsmaður eða ekki. Ég tel að ríkið þurfi að koma þar sterkara inn, til að hjálpa almenningi og upplýsa hann.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Landlækni berast kvartanir vegna sálfræðings sem sagður er starfa án starfsleyfis Embætti landlæknis hefur fengið ábendingar um að karlmaður sinni störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa ekki til þess starfsleyfi. Fjölmargir kvarta undan því að hafa greitt honum fyrir ADHD greiningar sem hvergi séu teknar gildar. 24. september 2022 18:35 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Jón Sigurður Karlsson, sem hefur starfað sem klínískur sálfræðingur í áraraðir, sinni enn störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa misst starfsleyfið. Embætti landlæknis hefur borist fjöldi kvartana vegna þessa en skjólstæðingar hans, sem fréttastofa hefur rætt við, segjast hafa greitt honum fyrir greiningar sem eru ekki teknar gildar af geðlæknum. Jón sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hafi veitt skjólstæðingum ráðgjöf, sem markþjálfi en ekki sem sálfræðingur. Á heimasíðu Jóns kemur þó ekkert fram sem bendir til að hann hafi ekki starfsleyfi sem sálfræðingur. Þar kemur fram að hann hafi starfað sem klínískur sálfræðingur í áratugi og vinni við ýmis konar greiningarvinnu. Þá er hann skráður sem sálfræðingur á já.is. Vegna þess að Jón er ekki með starfsleyfi heyrir það ekki undir eftirlit embættis landlæknis. „Þegar fólk er ekki heilbrigðisstarfsfólk en er að veita þjónustu er enginn sem er með eftirlit með þeim,“ segir Tryggvi Guðjón Ingason formaður Sálfræðingafélags Íslands. „Og fólk veit ekki hvert það á að snúa sér ef það kemur í ljós að þjónustan er ekki það sem þau voru búin að vonast eftir. Auka þurfi eftirlit með þeim sem auglýsi sig sem meðferðaraðila og veiti slíka þjónustu. Í málum eins og þessu, er ábyrgðin of mikil á einstaklingum? „Já, ég myndi telja það. Það er of mikil ábyrgð sett á almenning að vera vakandi fyrir því hvort að viðkomandi sé heilbrigðisstarfsmaður eða ekki. Ég tel að ríkið þurfi að koma þar sterkara inn, til að hjálpa almenningi og upplýsa hann.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Landlækni berast kvartanir vegna sálfræðings sem sagður er starfa án starfsleyfis Embætti landlæknis hefur fengið ábendingar um að karlmaður sinni störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa ekki til þess starfsleyfi. Fjölmargir kvarta undan því að hafa greitt honum fyrir ADHD greiningar sem hvergi séu teknar gildar. 24. september 2022 18:35 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Landlækni berast kvartanir vegna sálfræðings sem sagður er starfa án starfsleyfis Embætti landlæknis hefur fengið ábendingar um að karlmaður sinni störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa ekki til þess starfsleyfi. Fjölmargir kvarta undan því að hafa greitt honum fyrir ADHD greiningar sem hvergi séu teknar gildar. 24. september 2022 18:35