Eftir að leiknum lauk trompaðist Ken Dorsey, sóknarþjálfari Bills. Hann reif heyrnartólin af sér, þrumaði þeim í borðið í blaðamannaaðstöðunni og krumpaði bunka af blöðum.
Dorsey tók einnig spjaldtölvu sína upp og lamdi henni svo ítrekað í borðið áður en hann fleygði henni í burtu. Spjaldtölvan lenti í myndavélinni þannig að það slökknaði á henni.
Æðiskast Dorseys náðist hins vegar að mestu á myndband sem hefur farið víða á samfélagsmiðlum. Það má sjá hér fyrir neðan.
Bills OC Ken Dorsey was not happy at the end of the game. pic.twitter.com/F7Jp5IMlFP
— Field Yates (@FieldYates) September 25, 2022
Dorsey á von á refsingu frá NFL-deildinni. Öll 32 félögin í NFL fengu minnisblað frá deildinni eftir að Tom Brady, leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers, braut þrjár spjaldtölvur í leik liðsins gegn New Orleans Saints um síðustu helgi.
Bills tapaði leiknum í gær, 21-19. Þetta var fyrsta tap liðsins á tímabilinu. Höfrungarnir frá Miami hafa aftur á móti unnið alla sína leiki.