Dafne segir verkið leggja áherslu á kraft kynlífsins, samþykkis og sjálfsánægju.
„Töfrasprotinn býr yfir magnaðri sögu þar sem hann hefur brotið norm og verið byltingarkenndur og fjölbreyttur,“ sagði Dafne í viðtali við Paper Magazine á dögunum. Listaverkið sigraði keppni sem ber nafnið Pleasure as Art og er haldin af Vibratex, dreifingaraðila töfrasprotans í Bandaríkjunum.
Verkið er framúrstefnulegt og vekur athygli á kynfrelsi, sjálfstæði og fjölbreytileika í kynverund og kynhneigð. Málefni á borð við hinseginleika eru listamanninum mikilvæg sem og valdefling fyrir alla hópa, sérstaklega þeirra sem hafa verið jaðarsettir.
„Ég trúi því að töfrasprotinn geti, eigi og sé eitthvað sem hver sem er getur notið góðs af, í einrúmi eða með öðrum.“
Ferðamenn geta litið skúlptúrinn augum á safninu í Las Vegas og segir Dafne mikinn heiður að sína þar.
„Ég hef heimsótt mörg kynlífs söfn og listagallerí en það sem er svo einstakt við Erotic Heritage Museum er að það er ekki hér til þess að sjokkera. Það snýst um alvöru sögu. Það var magnað að heimsækja það og það er mikill heiður að hafa verkið mitt þar til sýnis.“