Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2022 12:07 Sigrún Valbergsdóttir er varaforseti FÍ. Stjórn félagsins segir samskiptavanda tilkominn vegna stjórnarhátta og framkomu Önnu Dóru við Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra félagsins. Ferðafélag Íslands Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Anna Dóra tilkynnti um afsögn sína með bréfi til stjórnarmanna í morgun. Hún birti bréfið í framhaldinu á Facebook-síðu sinni. Sagði hún stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Nefndi hún sem dæmi að Tómas Guðbjartsson, núverandi stjórnarmaður, hefði barist fyrir því að koma vini sínum Helga Jóhannessyni aftur til starfa hjá félaginu eftir að Helgi hafði sagt sig úr stjórn og verkefnum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Þá hafi hún nýlega fengið upplýsingar er vörðuðu áreitnismál sem tengdist öðrum stjórnarmanni. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um atvikið sem orðið hafi til þess að fararstjóra hafi verið hótað og sömuleiðis vinkonu konunnar sem hafi orðið fyrir áreitinu. Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Ferðafélags Íslands.Kristinn Ingvarsson „Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni,“ segir í yfirlýsingu stjórnar. „Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta.“ Allt stjórnarfólk hafnar lýsingunum Anna Dóra nefndi fleiri ágreiningsmál. Meðal annars að kvartað hafi verið undan spurningum hennar er vörðuðu rekstur félagsins. Hún ætti að einbeita sér að þáttum sem hún hefði sérþekkingu á. „Niðurstaða mín er að innan stjórnar og meðal stjórnenda sé fólk sem ber ekki hagsmuni félagsins og félagsmanna fyrir brjósti. Áherslan hjá þessu fólki virðist vera að viðhalda ákveðnu valdajafnvægi þar sem embættum og verkefnum er úthlutað til stjórnarfólks og vina og ekki er tekið á málum sem snerta þá sem tengjast þessum einstaklingum. Þessi hópur bregst ókvæða við þeim sem reyna að breyta því hvernig félagið vinnur ef slíkt kynni að raska valdajafnvæginu,“ sagði Anna Dóra. Stjórn Ferðafélagsins segist geta staðfest að til staðar hafi verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Stjórnin sér deilurnar í öðru ljósi. Páll Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Stjórnin telur framkomu Önnu Dóru við Pál ekki hafa verið í lagi. „Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með,“ segir í yfirlýsingu sem Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti FÍ, skrifar fyrir hönd stjórnar. Stjórnina skipa þau Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti; Pétur Magnússon, gjaldkeri; Gísli Már Gíslason; Margrét Hallgrímsdóttir; Ólöf Kristín Sívertsen; Tómas Guðbjartsson; Sigurður Ragnarsson og Gestur Pétursson. Ekki hefur náðst í Tómas Guðbjartsson í dag en hann er við göngu í Nepal. Yfirlýsing frá stjórn Ferðafélags Íslands Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig fráfarandi forseti lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta. Stjórn Ferðafélagsins getur staðfest að til staðar hafa verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með. Fh stjórnar FÍ Sigrún Valbergsdóttir varaforseti FÍ Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi MeToo Fjallamennska Kynferðisofbeldi Félagasamtök Ólga innan Ferðafélags Íslands Tengdar fréttir Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Anna Dóra tilkynnti um afsögn sína með bréfi til stjórnarmanna í morgun. Hún birti bréfið í framhaldinu á Facebook-síðu sinni. Sagði hún stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Nefndi hún sem dæmi að Tómas Guðbjartsson, núverandi stjórnarmaður, hefði barist fyrir því að koma vini sínum Helga Jóhannessyni aftur til starfa hjá félaginu eftir að Helgi hafði sagt sig úr stjórn og verkefnum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Þá hafi hún nýlega fengið upplýsingar er vörðuðu áreitnismál sem tengdist öðrum stjórnarmanni. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um atvikið sem orðið hafi til þess að fararstjóra hafi verið hótað og sömuleiðis vinkonu konunnar sem hafi orðið fyrir áreitinu. Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Ferðafélags Íslands.Kristinn Ingvarsson „Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni,“ segir í yfirlýsingu stjórnar. „Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta.“ Allt stjórnarfólk hafnar lýsingunum Anna Dóra nefndi fleiri ágreiningsmál. Meðal annars að kvartað hafi verið undan spurningum hennar er vörðuðu rekstur félagsins. Hún ætti að einbeita sér að þáttum sem hún hefði sérþekkingu á. „Niðurstaða mín er að innan stjórnar og meðal stjórnenda sé fólk sem ber ekki hagsmuni félagsins og félagsmanna fyrir brjósti. Áherslan hjá þessu fólki virðist vera að viðhalda ákveðnu valdajafnvægi þar sem embættum og verkefnum er úthlutað til stjórnarfólks og vina og ekki er tekið á málum sem snerta þá sem tengjast þessum einstaklingum. Þessi hópur bregst ókvæða við þeim sem reyna að breyta því hvernig félagið vinnur ef slíkt kynni að raska valdajafnvæginu,“ sagði Anna Dóra. Stjórn Ferðafélagsins segist geta staðfest að til staðar hafi verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Stjórnin sér deilurnar í öðru ljósi. Páll Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Stjórnin telur framkomu Önnu Dóru við Pál ekki hafa verið í lagi. „Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með,“ segir í yfirlýsingu sem Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti FÍ, skrifar fyrir hönd stjórnar. Stjórnina skipa þau Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti; Pétur Magnússon, gjaldkeri; Gísli Már Gíslason; Margrét Hallgrímsdóttir; Ólöf Kristín Sívertsen; Tómas Guðbjartsson; Sigurður Ragnarsson og Gestur Pétursson. Ekki hefur náðst í Tómas Guðbjartsson í dag en hann er við göngu í Nepal. Yfirlýsing frá stjórn Ferðafélags Íslands Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig fráfarandi forseti lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta. Stjórn Ferðafélagsins getur staðfest að til staðar hafa verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með. Fh stjórnar FÍ Sigrún Valbergsdóttir varaforseti FÍ Fréttin hefur verið uppfærð.
Yfirlýsing frá stjórn Ferðafélags Íslands Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig fráfarandi forseti lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta. Stjórn Ferðafélagsins getur staðfest að til staðar hafa verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með. Fh stjórnar FÍ Sigrún Valbergsdóttir varaforseti FÍ
Ferðamennska á Íslandi MeToo Fjallamennska Kynferðisofbeldi Félagasamtök Ólga innan Ferðafélags Íslands Tengdar fréttir Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30