„Veit ekki hvort þau hafi algjörlega vanmetið þessa stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2022 16:01 Blikar urðu undir í baráttunni við Val um Íslandsmeistaratitilinn og nú virðist 2. sætið dýrmæta einnig runnið þeim úr greipum. VÍSIR/VILHELM Innan við ári eftir að hafa spilað við sum af bestu liðum Evrópu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er útlit fyrir að Blikakonur missi af Evrópusæti í Bestu deildinni í ár. Í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld var því velt upp hvort Blikar hefðu mögulega gert dýrkeypt mistök með því að sækja sér ekki meiri liðsstyrk í félagaskiptaglugganum í sumar. Eftir tapið gegn Selfossi um helgina og sigur Stjörnunnar gegn Þór/KA í gær er Breiðablik komið niður í 3. sæti fyrir lokaumferð Bestu deildarinnar um næstu helgi. Blikar hafa misst öfluga leikmenn út á leiktíðinni af ýmsum ástæðum, eins og Hildi Antonsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Ástu Eir Árnadóttur og fleiri, eftir að lykilmenn fóru einnig í atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Ég hélt að Breiðablik myndi gera eitthvað pínu í sumarglugganum. Mér fannst það ekki vera. Þá hugsaði ég að þau væru greinilega svona ofboðslega „confident“ [örugg með sig] að geta klárað þetta. Ég held að þau hafi alls ekki ætlað að gefa frá sér þetta 2. sæti. Ég veit ekki hvort þau hafi algjörlega vanmetið þessa stöðu,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir í Bestu mörkunum. Var þetta tímapunkturinn til að gefa ungum tækifæri? „Eða bara treyst þessum ungu stelpum til að leysa þetta,“ skaut Harpa Þorsteinsdóttir inn í og hélt áfram: „Við erum oft beggja megin borðs í þessari umræðu og skömmum þessa uppeldisklúbba eins og Breiðablik er fyrir að gefa ekki ungu leikmönnunum tækifæri. Núna þegar það stefnir í að leikmenn detti út ætlum við þá að kalla eftir því að leikmenn séu keyptir inn og fyllt í þessi stæði, eða var þetta bara tímapunkturinn til að gefa ungum leikmönnum eins og Birtu [Georgsdóttur], sem hafa alveg gæði en þurfa spiltíma, tækifæri? Þá er sú ákvörðun tekin og afleiðingarnar þær að 2. sætið er ekki öruggt, en vissulega voru möguleikar fyrir því.“ Klippa: Bestu mörkin - Blikar styrktu sig ekki nóg Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Fótbolti Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld var því velt upp hvort Blikar hefðu mögulega gert dýrkeypt mistök með því að sækja sér ekki meiri liðsstyrk í félagaskiptaglugganum í sumar. Eftir tapið gegn Selfossi um helgina og sigur Stjörnunnar gegn Þór/KA í gær er Breiðablik komið niður í 3. sæti fyrir lokaumferð Bestu deildarinnar um næstu helgi. Blikar hafa misst öfluga leikmenn út á leiktíðinni af ýmsum ástæðum, eins og Hildi Antonsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Ástu Eir Árnadóttur og fleiri, eftir að lykilmenn fóru einnig í atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Ég hélt að Breiðablik myndi gera eitthvað pínu í sumarglugganum. Mér fannst það ekki vera. Þá hugsaði ég að þau væru greinilega svona ofboðslega „confident“ [örugg með sig] að geta klárað þetta. Ég held að þau hafi alls ekki ætlað að gefa frá sér þetta 2. sæti. Ég veit ekki hvort þau hafi algjörlega vanmetið þessa stöðu,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir í Bestu mörkunum. Var þetta tímapunkturinn til að gefa ungum tækifæri? „Eða bara treyst þessum ungu stelpum til að leysa þetta,“ skaut Harpa Þorsteinsdóttir inn í og hélt áfram: „Við erum oft beggja megin borðs í þessari umræðu og skömmum þessa uppeldisklúbba eins og Breiðablik er fyrir að gefa ekki ungu leikmönnunum tækifæri. Núna þegar það stefnir í að leikmenn detti út ætlum við þá að kalla eftir því að leikmenn séu keyptir inn og fyllt í þessi stæði, eða var þetta bara tímapunkturinn til að gefa ungum leikmönnum eins og Birtu [Georgsdóttur], sem hafa alveg gæði en þurfa spiltíma, tækifæri? Þá er sú ákvörðun tekin og afleiðingarnar þær að 2. sætið er ekki öruggt, en vissulega voru möguleikar fyrir því.“ Klippa: Bestu mörkin - Blikar styrktu sig ekki nóg Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Fótbolti Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti