Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 15:21 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd sem fór yfir rannsóknarskýrslu Alþings fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir landsdómi árið 2010. Auk Geirs var lagt til að ákæra Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra. Þingmenn samþykktu þó aðeins að ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum í aðdraganda hrunsins. Landsdómur sakfelldi Geir fyrir að hafa vanrækt embættisskyldur sínar með því að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni í aðdraganda bankahrunsins 2008 en sýknaði af fimm öðrum ákæruliðum. Honum var ekki gerð refsing. Þetta var í fyrsta og eina skipti sem landsdómur hefur komið saman. Í tillögu til þingsályktunar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason frá Miðflokki og Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki hafa nú lagt fram er lagt til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja fram tillögu um að höfða mál gegn ráðherrunum fjórum og að þeir verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þess. Þetta er í fjórða skipti sem tillagan er flutt. Hún var síðast lögð fram árið 2020 en var þá ekki tekin til annarrar umræðu. Flutningsmennirnir fjórir halda því fram að niðurstaða landsdóms hafi sýnt að ekki hafi verið tilefni til að gefa út ákæru. Ekki hafi verið gætt samræmis við beitingu laga um landsdóm þar sem lögunum um hann hafi ekki verið beitt í öðrum tilvikum. Atkvæðagreiðsla um málshöfðunina hafi borið þess merki að niðurstaða um hverja skyldi ákæra hefði annað hvort verið tilviljanakennd eða skipulögð eftir flokkspólitískum línum. Þá telja þeir að lýðræðislegu stjórnarfari standi ógn af því ef reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálanmenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um ásetning hafi verið að ræða. „Ýmsar stjórnmálalegar stefnur og ákvarðanir, eða aðgerðaleysi, geta verið skaðlegar hagsmunum ríkisins án þess að ætlunin hafi verið að valda tjóni. Slíkt álitamál ber að leiða til lykta í kosningum en ekki fyrir dómstólum,“ segir í ályktuninni. Uppfært 28.9.2022 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að Geir H. Haarde hefði verið sýknaður af öllum sakargiftum. Hann var sakfelldur fyrir einn ákærulið af sex. Landsdómur Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd sem fór yfir rannsóknarskýrslu Alþings fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir landsdómi árið 2010. Auk Geirs var lagt til að ákæra Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra. Þingmenn samþykktu þó aðeins að ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum í aðdraganda hrunsins. Landsdómur sakfelldi Geir fyrir að hafa vanrækt embættisskyldur sínar með því að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni í aðdraganda bankahrunsins 2008 en sýknaði af fimm öðrum ákæruliðum. Honum var ekki gerð refsing. Þetta var í fyrsta og eina skipti sem landsdómur hefur komið saman. Í tillögu til þingsályktunar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason frá Miðflokki og Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki hafa nú lagt fram er lagt til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja fram tillögu um að höfða mál gegn ráðherrunum fjórum og að þeir verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þess. Þetta er í fjórða skipti sem tillagan er flutt. Hún var síðast lögð fram árið 2020 en var þá ekki tekin til annarrar umræðu. Flutningsmennirnir fjórir halda því fram að niðurstaða landsdóms hafi sýnt að ekki hafi verið tilefni til að gefa út ákæru. Ekki hafi verið gætt samræmis við beitingu laga um landsdóm þar sem lögunum um hann hafi ekki verið beitt í öðrum tilvikum. Atkvæðagreiðsla um málshöfðunina hafi borið þess merki að niðurstaða um hverja skyldi ákæra hefði annað hvort verið tilviljanakennd eða skipulögð eftir flokkspólitískum línum. Þá telja þeir að lýðræðislegu stjórnarfari standi ógn af því ef reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálanmenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um ásetning hafi verið að ræða. „Ýmsar stjórnmálalegar stefnur og ákvarðanir, eða aðgerðaleysi, geta verið skaðlegar hagsmunum ríkisins án þess að ætlunin hafi verið að valda tjóni. Slíkt álitamál ber að leiða til lykta í kosningum en ekki fyrir dómstólum,“ segir í ályktuninni. Uppfært 28.9.2022 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að Geir H. Haarde hefði verið sýknaður af öllum sakargiftum. Hann var sakfelldur fyrir einn ákærulið af sex.
Landsdómur Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18
Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49