Tugir segja sig úr Ferðafélaginu á „ákaflega sorglegum degi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2022 19:31 Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélags Íslands. Vísir/Egill Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar alfarið ásökunum fráfarandi forseta félagsins, sem sakar stjórnina meðal annars um að hafa þaggað niður kynferðisofbeldismál. Varaforseti segir vantraustsyfirlýsingu gegn forsetanum hafa verið í undirbúningi. 61 hefur sagt sig úr Ferðafélaginu vegna málsins í dag. Anna Dóra Sæþórsdóttir hafði ekki verið forseti Ferðafélags Íslands nema í rétt rúmt ár þegar hún tilkynnti afsögn sína í morgun. Þar vísaði hún til þess að stjórn félagsins hefði virt ásakanir um áreitni og kynferðisofbeldi innan félagsins að vettugi. Þegar hún hefði beitt sér fyrir úrbótum hafi stjórnarfólk sýnt henni óvild og dónaskap. Sigrún Valbergsdóttir varaforseti Ferðafélagsins harmar atburðarásina. „Þetta er ákaflega sorglegur dagur og sorglegt að þetta skuli hafa þurft að enda svona. Anna Dóra Sæþórsdóttir algjörlega frábær kona og lengi efst á óskalistanum í þetta embætti,“ segir Sigrún. En svo hafi farið að bera á miklum samskiptavanda, sem Sigrún segir hafa stafað af stjórnarháttum Önnu Dóru sjálfrar. Sú síðarnefnda megi þó eiga það að hafa bætt ferla í áreitnimálum. „Á fimm árum hafa komið upp sex áreitnis- og ofbeldismál. Sex málum of mikið. En á öllum þeim málum hefur verið tekið og þau farið í ferli og verið unnin samkvæmt verkferlum félagsins.“ Vantraustsyfirlýsing yfirvofandi Ferðafélag Íslands er mjög fjölmennur félagsskapur, telur um ellefu þúsund félagsmenn. Hinar hatrömmu deilur innan stjórnarinnar snerta því ákaflega marga. Og ljóst er að margir félagsmenn styðja Önnu Dóru, ef marga má athugasemdir við afsögn hennar í dag. Klukkan fjögur í dag hafði 61 meðlimur sagt sig úr félaginu í dag og leiða má að því líkum að slíkar úrsagnir séu til stuðnings Önnu Dóru. Sigrún kveðst skilja þá afstöðu vel. „Þetta afsagnarbréf kemur náttúrulega hræðilega út fyrir ferðafélagið. En ég segi bara: hvernig væri að kynna sér hina hlið málanna, hún skiptir líka máli. Það kemur til dæmis ekki fram að það hafi legið í loftinu að það kæmi fram vantraustsyfirlýsing á forseta,“ segir Sigrún. Nýr forseti verður kosinn á aðalfundi Ferðafélagsins í mars. Sigrún mun gegna embætti forseta þangað til en hyggst ekki gefa kost á sér í embættið á aðalfundinum. Ekki náðist í Önnu Dóru við vinnslu fréttarinnar í dag. Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23 Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Anna Dóra Sæþórsdóttir hafði ekki verið forseti Ferðafélags Íslands nema í rétt rúmt ár þegar hún tilkynnti afsögn sína í morgun. Þar vísaði hún til þess að stjórn félagsins hefði virt ásakanir um áreitni og kynferðisofbeldi innan félagsins að vettugi. Þegar hún hefði beitt sér fyrir úrbótum hafi stjórnarfólk sýnt henni óvild og dónaskap. Sigrún Valbergsdóttir varaforseti Ferðafélagsins harmar atburðarásina. „Þetta er ákaflega sorglegur dagur og sorglegt að þetta skuli hafa þurft að enda svona. Anna Dóra Sæþórsdóttir algjörlega frábær kona og lengi efst á óskalistanum í þetta embætti,“ segir Sigrún. En svo hafi farið að bera á miklum samskiptavanda, sem Sigrún segir hafa stafað af stjórnarháttum Önnu Dóru sjálfrar. Sú síðarnefnda megi þó eiga það að hafa bætt ferla í áreitnimálum. „Á fimm árum hafa komið upp sex áreitnis- og ofbeldismál. Sex málum of mikið. En á öllum þeim málum hefur verið tekið og þau farið í ferli og verið unnin samkvæmt verkferlum félagsins.“ Vantraustsyfirlýsing yfirvofandi Ferðafélag Íslands er mjög fjölmennur félagsskapur, telur um ellefu þúsund félagsmenn. Hinar hatrömmu deilur innan stjórnarinnar snerta því ákaflega marga. Og ljóst er að margir félagsmenn styðja Önnu Dóru, ef marga má athugasemdir við afsögn hennar í dag. Klukkan fjögur í dag hafði 61 meðlimur sagt sig úr félaginu í dag og leiða má að því líkum að slíkar úrsagnir séu til stuðnings Önnu Dóru. Sigrún kveðst skilja þá afstöðu vel. „Þetta afsagnarbréf kemur náttúrulega hræðilega út fyrir ferðafélagið. En ég segi bara: hvernig væri að kynna sér hina hlið málanna, hún skiptir líka máli. Það kemur til dæmis ekki fram að það hafi legið í loftinu að það kæmi fram vantraustsyfirlýsing á forseta,“ segir Sigrún. Nýr forseti verður kosinn á aðalfundi Ferðafélagsins í mars. Sigrún mun gegna embætti forseta þangað til en hyggst ekki gefa kost á sér í embættið á aðalfundinum. Ekki náðist í Önnu Dóru við vinnslu fréttarinnar í dag.
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23 Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23
Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07
Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30