Serbar tryggðu sér sæti í A-deild | Írar unnu dramatískan sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 20:55 Aleksandar Mitrovic og Dusan Vlahovic sáu um markaskorun Serba í kvöld. Srdjan Stevanovic/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í Þjóðadeild UEFA í kvöld þar sem Serbar tryggðu sér sæti í A-deild með 0-2 sigri gegn Norðmönnum og Írar unnu dramatískan 3-2 sigur gegn Armenum þar sem sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. Norðmenn og Serbar mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í A-deild þar sem liðin voru jöfn í efsta sæti riðils 4 í B-deild með tíu stig fyrir leik kvöldsins. Dusan Vlahovic kom Serbum yfir stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo Aleksandar Mitrovic sem tryggði Serbum sigur með marki á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Ilic. Serbar unnu því mikilvægan 0-2 sigur og tryggðu sér um leið sæti í A-deild, en Noðrmenn sitja eftir með sárt ennið. Þá fór fram fjörugur leikur á Írlandi þar sem heimamenn unnu 3-2 sigur gegn Armenum. John Egan og Michael Obafemi komu Írum í 2-0 með mörkum sitt hvorum megin við hálfleikinn áður en gestirnir jöfnuðu metin með mörkum frá Artak Dashyan og Eduard Spertsyan. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr og gestirnir frá Armeníu fengu að líta tvö rauð spjöld á seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Hovhannes Hambardzumyan fékk að líta sitt annað gula spjald og Artak Dashyan fékk að líta beint rautt spjald, en sá síðarnefndi hafði handleikið knöttinn innan vítateigs. Robert Brady fór á punktinn fyrir Íra og tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur. Írar enda því í þriðja sæti riðilsins með sjö stig, fjórum stigum meira en Armenar sem enda í neðsta sæti. Það voru hins vegar Skotar sem fögnuðu sigri í riðlinum eftir markalaust jafntefli gegn Úkraínu í kvöld. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Norðmenn og Serbar mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í A-deild þar sem liðin voru jöfn í efsta sæti riðils 4 í B-deild með tíu stig fyrir leik kvöldsins. Dusan Vlahovic kom Serbum yfir stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo Aleksandar Mitrovic sem tryggði Serbum sigur með marki á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Ilic. Serbar unnu því mikilvægan 0-2 sigur og tryggðu sér um leið sæti í A-deild, en Noðrmenn sitja eftir með sárt ennið. Þá fór fram fjörugur leikur á Írlandi þar sem heimamenn unnu 3-2 sigur gegn Armenum. John Egan og Michael Obafemi komu Írum í 2-0 með mörkum sitt hvorum megin við hálfleikinn áður en gestirnir jöfnuðu metin með mörkum frá Artak Dashyan og Eduard Spertsyan. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr og gestirnir frá Armeníu fengu að líta tvö rauð spjöld á seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Hovhannes Hambardzumyan fékk að líta sitt annað gula spjald og Artak Dashyan fékk að líta beint rautt spjald, en sá síðarnefndi hafði handleikið knöttinn innan vítateigs. Robert Brady fór á punktinn fyrir Íra og tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur. Írar enda því í þriðja sæti riðilsins með sjö stig, fjórum stigum meira en Armenar sem enda í neðsta sæti. Það voru hins vegar Skotar sem fögnuðu sigri í riðlinum eftir markalaust jafntefli gegn Úkraínu í kvöld. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur
A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira