Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. september 2022 13:45 Murat Selivrada og Claudia Carvalho, tvö sakborninga, voru mætt í Landsrétt í morgun. Vísir Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. Armando var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar 2021. Armando var skotinn níu skotum en hann lést stuttu síðar. Fjórir eru ákærðir í málinu en Angjelin Sterkaj hefur játað að hafa banað Armando, en hefur haldið því fram að hafa gert það sí sjálfsvörn. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir verknaðinn í héraði en ríkissaksóknari hefur farið fram á að dómur hans verði þyngdur. Hinir þrír sakborningarnir eru Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Cavalho en þau voru öll sýknuð í héraði. Ríkissaksóknari fer fram á að þau verði sakfelld fyrir sinn þátt sem leiddi til morðsins á Armando. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið fyrir ríkissaksóknara.Vísir Morgunninn hófst á því að Kolbrún Benediktsdóttir, varahérað<fssaksóknari, sýndi tveggja klukkustunda langt myndband. Kolbrún sagði í samtali við fréttastofu nú í hádeginu að ríkissaksóknari hafi óskað eftir því að hún sæki málið líka í Landsrétti vegna þekkingar hennar á málinu frá því það fór fyrir héraðsdóm, en hún sótti málið þar. Myndbandið sem hún sýndi var úr ýmsum öryggismyndavélum, víða um borgina. Var þar fyrst og fremst sýnt frá ferðum sakborninganna fjögurra um Reykjavík og Armandos sömuleiðis. Myndbandið var langt, hljóðlaust og svarthvítt en fréttastofa fjallaði ítarlega um innihald myndbandsins þegar það var sýnt í héraðsdómi fyrir ári síðan. Nokkrum myndbrotum hafði þó verið bætt við myndbandið frá því það var sýnt í héraði. Fyrst var það upptaka úr öryggismyndavél lögreglubíls þegar Murat var stoppaður í Brautarholti um klukkan ellefu kvöldið 13. febrúar. Mátti þar heyra fyrstu hljóðin í myndbandinu: sönglandi lögreglukonu. Þá var búið að bæta við nokkrum myndbrotum úr öryggismyndavélum bensínstöðva, sem náð höfðu myndum af Claudiu annars vegar og Angjelin og Shpetim hins vegar á ferðalagi norður í land, þar sem þau vörðu nokkrum tíma í Varmahlíð eftir morðið á Armando. Deila um hlut þríeykisins Þessi þögla sýning, utan nokkurra innskota um hvað væri að sjá á skjánum frá Kolbrúnu, varði sem áður segir í tvær klukkustundir. Mátti af máli Kolbrúnar nema áherslu saksóknara á hlut Murats, Shpetims og Claudiu í málinu. Aðaldeiluefnið fyrir Landsrétti er það hvort þríeykið hafi vitað af morðinu, fyrir og rétt eftir morðið. Angjelin hefur tekið fyrir að hafa deilt því með nokkrum að hafa myrt Armando rétt eftir atburðinn. Þá hefur þríeykið neitað því að hafa vitað nokkuð um meintar fyrirætlanir Angjelins, en hann hefur neitað því staðfastlega að hafa skipulagt morðið. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Murat, Shpetim og Claudia verði sakfelld fyrir samverknað. Síðan sýningu áðurnefnds myndbands lauk hefur skýrsla Angjelins fyrir héraðsdómi verið sýnd. Fréttastofa fjallaði um skýrslu Angjelins þegar hann gaf hana í héraði. Dómsmál Morð í Rauðagerði Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25 Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Armando var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar 2021. Armando var skotinn níu skotum en hann lést stuttu síðar. Fjórir eru ákærðir í málinu en Angjelin Sterkaj hefur játað að hafa banað Armando, en hefur haldið því fram að hafa gert það sí sjálfsvörn. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir verknaðinn í héraði en ríkissaksóknari hefur farið fram á að dómur hans verði þyngdur. Hinir þrír sakborningarnir eru Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Cavalho en þau voru öll sýknuð í héraði. Ríkissaksóknari fer fram á að þau verði sakfelld fyrir sinn þátt sem leiddi til morðsins á Armando. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið fyrir ríkissaksóknara.Vísir Morgunninn hófst á því að Kolbrún Benediktsdóttir, varahérað<fssaksóknari, sýndi tveggja klukkustunda langt myndband. Kolbrún sagði í samtali við fréttastofu nú í hádeginu að ríkissaksóknari hafi óskað eftir því að hún sæki málið líka í Landsrétti vegna þekkingar hennar á málinu frá því það fór fyrir héraðsdóm, en hún sótti málið þar. Myndbandið sem hún sýndi var úr ýmsum öryggismyndavélum, víða um borgina. Var þar fyrst og fremst sýnt frá ferðum sakborninganna fjögurra um Reykjavík og Armandos sömuleiðis. Myndbandið var langt, hljóðlaust og svarthvítt en fréttastofa fjallaði ítarlega um innihald myndbandsins þegar það var sýnt í héraðsdómi fyrir ári síðan. Nokkrum myndbrotum hafði þó verið bætt við myndbandið frá því það var sýnt í héraði. Fyrst var það upptaka úr öryggismyndavél lögreglubíls þegar Murat var stoppaður í Brautarholti um klukkan ellefu kvöldið 13. febrúar. Mátti þar heyra fyrstu hljóðin í myndbandinu: sönglandi lögreglukonu. Þá var búið að bæta við nokkrum myndbrotum úr öryggismyndavélum bensínstöðva, sem náð höfðu myndum af Claudiu annars vegar og Angjelin og Shpetim hins vegar á ferðalagi norður í land, þar sem þau vörðu nokkrum tíma í Varmahlíð eftir morðið á Armando. Deila um hlut þríeykisins Þessi þögla sýning, utan nokkurra innskota um hvað væri að sjá á skjánum frá Kolbrúnu, varði sem áður segir í tvær klukkustundir. Mátti af máli Kolbrúnar nema áherslu saksóknara á hlut Murats, Shpetims og Claudiu í málinu. Aðaldeiluefnið fyrir Landsrétti er það hvort þríeykið hafi vitað af morðinu, fyrir og rétt eftir morðið. Angjelin hefur tekið fyrir að hafa deilt því með nokkrum að hafa myrt Armando rétt eftir atburðinn. Þá hefur þríeykið neitað því að hafa vitað nokkuð um meintar fyrirætlanir Angjelins, en hann hefur neitað því staðfastlega að hafa skipulagt morðið. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Murat, Shpetim og Claudia verði sakfelld fyrir samverknað. Síðan sýningu áðurnefnds myndbands lauk hefur skýrsla Angjelins fyrir héraðsdómi verið sýnd. Fréttastofa fjallaði um skýrslu Angjelins þegar hann gaf hana í héraði.
Dómsmál Morð í Rauðagerði Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25 Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25
Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52
„Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01