Systir Ronaldos: „Portúgalir eru veikir, sálarlausir, heimskir og eilíflega vanþakklátir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2022 08:00 Katia Aveiro, systir Cristianos Ronaldo, dró hvergi af í gagnrýni sinni á þá sem eru ósáttir við bróður hennar. getty/Alfredo Rocha Systir Cristianos Ronaldo er afar ósátt með stuðningsmenn portúgalska landsliðsins eftir að þeir gagnrýndu bróður hennar. Ronaldo tókst ekki að skora í nýafstaðinni landsleikjahrinu og átti sérstaklega erfitt uppdráttar þegar Portúgal laut í lægra haldi fyrir Spáni, 1-0, í Þjóðadeildinni í fyrradag. Ronaldo fékk nokkuð mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína og ýmsir veltu því fyrir sér hvort hann ætti hreinlega skilið að vera í byrjunarliði Portúgals. Katia Aveiro, systir Ronaldos, tók til varna fyrir bróður sinn og kallaði þá sem dirfðust að gagnrýna hann öllum illum nöfnum. „Hann á fjölskyldu og ástvini sem standa við bakið á honum og verða alltaf, sama hvað,“ skrifaði Aveiro á Instagram. „En þetta kemur mér ekkert á óvart. Portúgalir hrækja á diskinn sem þeir borða af. Þetta hefur alltaf verið svona. Þess vegna truflar það þegar einhver rís upp úr öskunni og breytir hlutum. Alltaf með þér, kóngurinn minn. Slakaðu á.“ Aveiro hélt áfram og ítrekaði að stuðningsmenn Portúgals væru afar vanþakklátir. „Portúgalir eru veikir, sálarlausir, heimskir og eilíflega vanþakklátir. Enginn réttir manninum á hnjánum hjálparhönd. Það er grimmilegt. Hann hefur gefið svo mikið og heldur því áfram. Sá sem er á hnjánum er Cristiano Ronaldo og er besti leikmaður heims.“ Ronaldo er markahæsti landsliðsmaður sögunnar með 117 mörk. Hann var fyrirliði portúgalska liðsins sem varð Evrópumeistari 2016 og vann Þjóðadeildina þremur árum síðar. Ronaldo er á leið á sitt fimmta heimsmeistaramót. Portúgalski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Sjá meira
Ronaldo tókst ekki að skora í nýafstaðinni landsleikjahrinu og átti sérstaklega erfitt uppdráttar þegar Portúgal laut í lægra haldi fyrir Spáni, 1-0, í Þjóðadeildinni í fyrradag. Ronaldo fékk nokkuð mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína og ýmsir veltu því fyrir sér hvort hann ætti hreinlega skilið að vera í byrjunarliði Portúgals. Katia Aveiro, systir Ronaldos, tók til varna fyrir bróður sinn og kallaði þá sem dirfðust að gagnrýna hann öllum illum nöfnum. „Hann á fjölskyldu og ástvini sem standa við bakið á honum og verða alltaf, sama hvað,“ skrifaði Aveiro á Instagram. „En þetta kemur mér ekkert á óvart. Portúgalir hrækja á diskinn sem þeir borða af. Þetta hefur alltaf verið svona. Þess vegna truflar það þegar einhver rís upp úr öskunni og breytir hlutum. Alltaf með þér, kóngurinn minn. Slakaðu á.“ Aveiro hélt áfram og ítrekaði að stuðningsmenn Portúgals væru afar vanþakklátir. „Portúgalir eru veikir, sálarlausir, heimskir og eilíflega vanþakklátir. Enginn réttir manninum á hnjánum hjálparhönd. Það er grimmilegt. Hann hefur gefið svo mikið og heldur því áfram. Sá sem er á hnjánum er Cristiano Ronaldo og er besti leikmaður heims.“ Ronaldo er markahæsti landsliðsmaður sögunnar með 117 mörk. Hann var fyrirliði portúgalska liðsins sem varð Evrópumeistari 2016 og vann Þjóðadeildina þremur árum síðar. Ronaldo er á leið á sitt fimmta heimsmeistaramót.
Portúgalski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Sjá meira