Vilja rafrænt kerfi til að fylgjast með slæmri birgðastöðu lyfja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. september 2022 21:01 Rúna Hauksdóttir forstjóri Lyfjastofnunar segir stöðuna áhyggjuefni. Vísir/Vilhelm Forstjóri Lyfjastofnunar segir áhyggjuefni að aðeins mánaðarbirgðir séu af almennum lyfjum hjá birgjum í landinu. Koma þurfi upp rafrænu kerfi til að fylgjast með birgðastöðu hverju sinni. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins birti í gær skýrslu um neyðarbirgðir í landinu. Fram kemur í skýrslunni að aðeins séu til mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum hjá birgjum í landinu. „Þetta er auðvitað hlutur sem EES-löndin hafa áhyggjur af og þess vegna hafa þau lagt áherslu á að það sé komið upp neyðarlista eða lista yfir neyðarlyf og magni í hverju landi fyrir sig. Það er það sem er að gerast hér á Íslandi, hjá okkur og í samráði við Landspítalann og Embætti landlæknis. En þetta er áhyggjuefni hjá okkur eins og öllum EES löndunum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Íslendingar þurfa nú að stórum hluta að reiða sig á innflutning lyfja frá Evrópu en framleiðsla evrópskra lyfja hefur í auknum mæli færst til Indlands og Kína. Það setur því íslenskan lyfjamarkað í viðkvæma stöðu, sérstaklega þar sem hann er skilgreindur sem örmarkaður. „Landið getur ekki framleitt öll lyf, það er alveg ljóst. Það er hér lyfjaframleiðsla í landinu en þú hins vegar grípur ekki alveg strax í það. Það þurfa náttúrulega að vera til hráefni, það þarf þekkingu og búnað en við getum ekki framleitt öll lyf hér,“ segir Rúna. „Það er lyfjaframleiðsla í landinu sem er hægt að grípa til en það er í mesta lagi í töfluformi.“ Eitt af mikilvægustu atriðunum sé að koma upp rafrænu kerfi þar se hægt sé að fylgjast með birgðastöðu í landinu hverju sinni. „Það sem væru kjöraðstæður væri að hverju sinni myndum við hafa rafrænt yfirlit yfir birgðastöðu í landinu þegar kæmi upp neyð. Það höfum við ekki og svo er mikilvægt að við höfum heimildir til að stýra birgðahaldinu svo verði jöfn birgðadreifing í landinu.“ Skoða má skýrslu um neyðarbirgðir í skjalinu hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_starfshóps_um_neyðarbirgðir_18_-08PDF12.9MBSækja skjal Lyf Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins birti í gær skýrslu um neyðarbirgðir í landinu. Fram kemur í skýrslunni að aðeins séu til mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum hjá birgjum í landinu. „Þetta er auðvitað hlutur sem EES-löndin hafa áhyggjur af og þess vegna hafa þau lagt áherslu á að það sé komið upp neyðarlista eða lista yfir neyðarlyf og magni í hverju landi fyrir sig. Það er það sem er að gerast hér á Íslandi, hjá okkur og í samráði við Landspítalann og Embætti landlæknis. En þetta er áhyggjuefni hjá okkur eins og öllum EES löndunum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Íslendingar þurfa nú að stórum hluta að reiða sig á innflutning lyfja frá Evrópu en framleiðsla evrópskra lyfja hefur í auknum mæli færst til Indlands og Kína. Það setur því íslenskan lyfjamarkað í viðkvæma stöðu, sérstaklega þar sem hann er skilgreindur sem örmarkaður. „Landið getur ekki framleitt öll lyf, það er alveg ljóst. Það er hér lyfjaframleiðsla í landinu en þú hins vegar grípur ekki alveg strax í það. Það þurfa náttúrulega að vera til hráefni, það þarf þekkingu og búnað en við getum ekki framleitt öll lyf hér,“ segir Rúna. „Það er lyfjaframleiðsla í landinu sem er hægt að grípa til en það er í mesta lagi í töfluformi.“ Eitt af mikilvægustu atriðunum sé að koma upp rafrænu kerfi þar se hægt sé að fylgjast með birgðastöðu í landinu hverju sinni. „Það sem væru kjöraðstæður væri að hverju sinni myndum við hafa rafrænt yfirlit yfir birgðastöðu í landinu þegar kæmi upp neyð. Það höfum við ekki og svo er mikilvægt að við höfum heimildir til að stýra birgðahaldinu svo verði jöfn birgðadreifing í landinu.“ Skoða má skýrslu um neyðarbirgðir í skjalinu hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_starfshóps_um_neyðarbirgðir_18_-08PDF12.9MBSækja skjal
Lyf Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira