Langt kominn með að selja eftir mikla erfiðleika Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 12:30 Moshiri (t.h.) keypti meirihluta í Everton af Bill Kenwright (t.v.) árið 2016. Jan Kruger/Getty Images Farhad Moshiri, eigandi Everton á Englandi, er sagður vera langt kominn í viðræðum um að selja félagið til bandarísks viðskiptajöfurs. Fátt hefur gengið upp þrátt fyrir mikil fjárútlát í stuttri eigendatíð Moshiris. Mikil bjartsýni var á meðal stuðningsmanna Everton þegar Moshiri festi kaup á félaginu frá Bill Kenwright árið 2016. Kenwright var í miklum metum á meðal stuðningsmanna en bjó ekki að auði sem hægt væri að telja samkeppnishæfur við ofurríka eigendur annarra félaga í deildinni. Stuðningsmenn urðu ekki fyrir vonbrigðum með Moshiri, þar sem ekki er hægt að saka hann um annað en að fjárfesta duglega á félagsskiptamarkaðnum. Á fyrsta heila tímabilinu í eignartíð Moshiris keypti Everton meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea á 40 milljónir punda, Theo Walcott á 20 milljónir og þá Davy Klaassen, Jordan Pickford, Michael Keane og Cenk Tosun á um 25 milljónir punda hvern. Everton hefur keypt töluverðan fjölda leikmanna síðan fyrir veglegar fjárhæðir en fæstir hafa staðið undir væntingum. Eyðslan beit félagið í rassinn í fyrra þegar Rafael Benítez gat litlu sem engu eytt umfram sölur í leikmannakaup. Everton skilaði 120 milljón punda tapi tímabilið 2020-21 og tapaði 140 milljónum og 111 milljónum í tap tímabilin tvö þar á undan. Þrátt fyrir það stendur Frank Lampard, knattspyrnustjóri liðsins, uppi með í besta falli meðallið sem rétt forðaðist fall á síðustu leiktíð. Moshiri virðist hafa fengið nóg af því að sturta peningum í lítinn árangur og hyggst nú selja félagið. Financial Times greinir frá því að bandaríski kaupsýslumaðurinn Maciek Kaminski sé nærri því að klára kaup á félaginu fyrir um 400 milljónir punda. Gangi kaupin í gegn verður Everton tíunda félagið í ensku úrvalsdeildinni sem er í eigu bandarískra eigenda, og þar með helmingur allra liða í deildinni í bandarískri eigu. Óstöðugleiki á breskum mörkuðum er þó talinn flækja málið og þá þarf að semja um fjárfestingu í fyrirhuguðum nýjum heimavelli Everton sem á að rísa á næstu árum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Mikil bjartsýni var á meðal stuðningsmanna Everton þegar Moshiri festi kaup á félaginu frá Bill Kenwright árið 2016. Kenwright var í miklum metum á meðal stuðningsmanna en bjó ekki að auði sem hægt væri að telja samkeppnishæfur við ofurríka eigendur annarra félaga í deildinni. Stuðningsmenn urðu ekki fyrir vonbrigðum með Moshiri, þar sem ekki er hægt að saka hann um annað en að fjárfesta duglega á félagsskiptamarkaðnum. Á fyrsta heila tímabilinu í eignartíð Moshiris keypti Everton meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea á 40 milljónir punda, Theo Walcott á 20 milljónir og þá Davy Klaassen, Jordan Pickford, Michael Keane og Cenk Tosun á um 25 milljónir punda hvern. Everton hefur keypt töluverðan fjölda leikmanna síðan fyrir veglegar fjárhæðir en fæstir hafa staðið undir væntingum. Eyðslan beit félagið í rassinn í fyrra þegar Rafael Benítez gat litlu sem engu eytt umfram sölur í leikmannakaup. Everton skilaði 120 milljón punda tapi tímabilið 2020-21 og tapaði 140 milljónum og 111 milljónum í tap tímabilin tvö þar á undan. Þrátt fyrir það stendur Frank Lampard, knattspyrnustjóri liðsins, uppi með í besta falli meðallið sem rétt forðaðist fall á síðustu leiktíð. Moshiri virðist hafa fengið nóg af því að sturta peningum í lítinn árangur og hyggst nú selja félagið. Financial Times greinir frá því að bandaríski kaupsýslumaðurinn Maciek Kaminski sé nærri því að klára kaup á félaginu fyrir um 400 milljónir punda. Gangi kaupin í gegn verður Everton tíunda félagið í ensku úrvalsdeildinni sem er í eigu bandarískra eigenda, og þar með helmingur allra liða í deildinni í bandarískri eigu. Óstöðugleiki á breskum mörkuðum er þó talinn flækja málið og þá þarf að semja um fjárfestingu í fyrirhuguðum nýjum heimavelli Everton sem á að rísa á næstu árum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira