Sauðfjárrækt er lífsstíll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2022 13:03 Fjöldi fólks sótti Dag sauðkindarinnar í Rangárhöllinni laugardaginn 1. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikil stemning á Hellu í gær þegar Dagur sauðkindarinnar var haldin hátíðlegur í Rangárhöllinni. Mikill drifkraftur er í sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu og mikill metingur á meðal bænda hver ræktar besta féð. Það var múgur og margmenn í Rangárhöllinni í gær að skoða fallegt sauðfé úr Rangárvallasýslu, auk þess sem keppt var í nokkrum flokkum. Verðlaun voru til dæmis veitt fyrir besta hyrnda lambhrútinn, bestu kollóttu gimbrina, besta veturgamla hrútinn, þykkasta bakvöðvann og síðast en ekki síst litfegurstu gimbrina. Ræktunarbú ársins var líka verðlaunað en það er búið á Kaldbak á Rangárvöllum hjá þeim Sigríði Heiðmundsdóttir og Viðari Steinarssyni. Sigríður var að vonum mjög ánægð með daginn. “Það að vera fjárbóndi er bara lífið, það er það besta en þú verður sjálfsagt alltaf að hafa eitthvað annað með til að lifa, en það að vera fjárbóndi er bara það besta í heimi,” segir Sigríður. En eru lömbin og kindurnar mismunandi karakterar? “Já, já, sumt er alveg snarvitlaust og maður ræður ekkert við það. Ég er að reyna að fara að minnka aðeins féð, því eftir því sem maður eldist, þá er ég ekki eins kraftmikil og ætla því að hafa minna fé í framtíðinni”. Að vera sauðfjárbóndi er það besta í heimi segir Sigríður á Kaldbak.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lovísa Herborg Ragnarsdóttir á Hemlu stýrði Degi sauðkindarinnar af mikill röggsemi eins og svo oft áður. “Já, þetta er mjög gaman og margir, sem hafa áhuga á þessu. Þetta er fjórtánda árið, sem við höldum þessa sýningu. Það er öflug sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu, það gefur engin eftir þar. Hér er engin að kvarta og kveikna, en að vera með sauðfé er náttúrulega lífsstíll eins og einhvers staðar var sagt. Sauðfjárræktin lifir með þjóðinni, enda hvað er betra en lambalæri með brúnuðum og brúnni sósu,” segir Lovísa Herborg hlægjandi. Lovísa Herborg á Hemlu, sem stýrði Degi sauðkindarinnar eins og herforingi í Rangárhöllinni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigríður og Viðar, sauðfjárbændur á Kaldbak, sem eru með ræktunarbú ársins 2021 í Rangárvallasýslu. Hér eru þau með barnabörnum sínum, frá vinstri, Viðar Freyr Garðarsson rétt tæplega 11 ára, Úlfur Ragnarsson 6 ára, Helga Björk Garðarsdóttir 8 ára og Kári Ragnarsson 2 ára.Aðsend Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Það var múgur og margmenn í Rangárhöllinni í gær að skoða fallegt sauðfé úr Rangárvallasýslu, auk þess sem keppt var í nokkrum flokkum. Verðlaun voru til dæmis veitt fyrir besta hyrnda lambhrútinn, bestu kollóttu gimbrina, besta veturgamla hrútinn, þykkasta bakvöðvann og síðast en ekki síst litfegurstu gimbrina. Ræktunarbú ársins var líka verðlaunað en það er búið á Kaldbak á Rangárvöllum hjá þeim Sigríði Heiðmundsdóttir og Viðari Steinarssyni. Sigríður var að vonum mjög ánægð með daginn. “Það að vera fjárbóndi er bara lífið, það er það besta en þú verður sjálfsagt alltaf að hafa eitthvað annað með til að lifa, en það að vera fjárbóndi er bara það besta í heimi,” segir Sigríður. En eru lömbin og kindurnar mismunandi karakterar? “Já, já, sumt er alveg snarvitlaust og maður ræður ekkert við það. Ég er að reyna að fara að minnka aðeins féð, því eftir því sem maður eldist, þá er ég ekki eins kraftmikil og ætla því að hafa minna fé í framtíðinni”. Að vera sauðfjárbóndi er það besta í heimi segir Sigríður á Kaldbak.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lovísa Herborg Ragnarsdóttir á Hemlu stýrði Degi sauðkindarinnar af mikill röggsemi eins og svo oft áður. “Já, þetta er mjög gaman og margir, sem hafa áhuga á þessu. Þetta er fjórtánda árið, sem við höldum þessa sýningu. Það er öflug sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu, það gefur engin eftir þar. Hér er engin að kvarta og kveikna, en að vera með sauðfé er náttúrulega lífsstíll eins og einhvers staðar var sagt. Sauðfjárræktin lifir með þjóðinni, enda hvað er betra en lambalæri með brúnuðum og brúnni sósu,” segir Lovísa Herborg hlægjandi. Lovísa Herborg á Hemlu, sem stýrði Degi sauðkindarinnar eins og herforingi í Rangárhöllinni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigríður og Viðar, sauðfjárbændur á Kaldbak, sem eru með ræktunarbú ársins 2021 í Rangárvallasýslu. Hér eru þau með barnabörnum sínum, frá vinstri, Viðar Freyr Garðarsson rétt tæplega 11 ára, Úlfur Ragnarsson 6 ára, Helga Björk Garðarsdóttir 8 ára og Kári Ragnarsson 2 ára.Aðsend
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira