Jón Axel spilaði með Grindavík í gær: Bíður enn tilboða frá Evrópu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2022 12:30 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilaði með karlaliði Grindavíkur í körfubolta sem vann ÍR 81-80 í æfingaleik í aðdraganda tímabilsins í Subway-deild karla í gærkvöld. Jón Axel hefur verið án liðs í sumar og orðaður við Grindvíkinga, en kveðst þó enn bíða tilboðs frá meginlandi Evrópu. Jón Axel er 25 ára gamall og lék síðast með Crailsheim Merlins í þýsku úrvalsdeildinni í vor. Þar áður var hann á mála hjá Fortitudo Bologna á Ítalíu, hvar hann var frá ágúst í fyrra fram í janúar þegar hann skipti til Þýskalands. Hann hafði þá áður leikið með Skyliners Frankfurt í Þýskalandi leiktíðina 2020 til 2021. Jón Axel var í æfingabúðum Golden State Warriors í Bandaríkjunum í sumar og lék með liðinu í Sumardeild NBA. Síðan þá hefur hann æft með uppeldisfélaginu, Grindavík, sem er samkvæmt heimildum Vísis ólmt að fá hann til liðsins fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla sem hefst á fimmtudagskvöldið. Grindavík sækir þá KR heim í Vesturbæinn. Jón Axel spilaði með Grindavík í síðasta æfingaleik liðsins fyrir mót í gær en segist enn vera að skoða sín mál í samtali við Vísi. „Það er ekkert 100 prósent hjá mér. Ég var bara að skoða hvernig ég fýlaði að vera innan um hópinn en er enn að bíða eftir boði frá Evrópu eins og staðan er í dag,“ sagði Jón Axel við Vísi í dag. Hann segir þá töluverð meiðsli í hópnum hjá Grindavík og að hann hafi viljað viðhalda leikformi og hafi þess vegna spilað leikinn. Sú ákvörðun þurfi ekki að gefa til kynna að hann sé að semja við liðið. Auk möguleika í Evrópu stendur Jóni einnig til boða að spila með varaliðum NBA-liða í hinni svokölluðu G-deild NBA. Samkvæmt frétt mbl.is stendur Jóni til boða að spila fyrir Santa Cruz Warriors, varalið Golden State, auk varaliða Miami Heat, Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks og Chicago Bulls. Körfuboltakvöld hitar upp fyrir komandi tímabil í kvöld. Þátturinn er á dagskrá beint eftir leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild karla. Hann hefst klukkan 21:30 á Stöð 2 Sport. Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport) Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira
Jón Axel er 25 ára gamall og lék síðast með Crailsheim Merlins í þýsku úrvalsdeildinni í vor. Þar áður var hann á mála hjá Fortitudo Bologna á Ítalíu, hvar hann var frá ágúst í fyrra fram í janúar þegar hann skipti til Þýskalands. Hann hafði þá áður leikið með Skyliners Frankfurt í Þýskalandi leiktíðina 2020 til 2021. Jón Axel var í æfingabúðum Golden State Warriors í Bandaríkjunum í sumar og lék með liðinu í Sumardeild NBA. Síðan þá hefur hann æft með uppeldisfélaginu, Grindavík, sem er samkvæmt heimildum Vísis ólmt að fá hann til liðsins fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla sem hefst á fimmtudagskvöldið. Grindavík sækir þá KR heim í Vesturbæinn. Jón Axel spilaði með Grindavík í síðasta æfingaleik liðsins fyrir mót í gær en segist enn vera að skoða sín mál í samtali við Vísi. „Það er ekkert 100 prósent hjá mér. Ég var bara að skoða hvernig ég fýlaði að vera innan um hópinn en er enn að bíða eftir boði frá Evrópu eins og staðan er í dag,“ sagði Jón Axel við Vísi í dag. Hann segir þá töluverð meiðsli í hópnum hjá Grindavík og að hann hafi viljað viðhalda leikformi og hafi þess vegna spilað leikinn. Sú ákvörðun þurfi ekki að gefa til kynna að hann sé að semja við liðið. Auk möguleika í Evrópu stendur Jóni einnig til boða að spila með varaliðum NBA-liða í hinni svokölluðu G-deild NBA. Samkvæmt frétt mbl.is stendur Jóni til boða að spila fyrir Santa Cruz Warriors, varalið Golden State, auk varaliða Miami Heat, Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks og Chicago Bulls. Körfuboltakvöld hitar upp fyrir komandi tímabil í kvöld. Þátturinn er á dagskrá beint eftir leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild karla. Hann hefst klukkan 21:30 á Stöð 2 Sport. Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport) Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport)
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira