„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 14:00 Egill Magnússon átti sjö skot en skoraði ekkert mark gegn Fram og hefur aðeins nýtt 22% skota sinna á leiktíðinni. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta. „Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sannfærður um að Egill geti gert mikið betur en hann hefur gert á þessari leiktíð. „Við sjáum að það er eins og það sé eitthvað að plaga hann í öxlinni. Þetta er ekkert byssan Egill Magnússon eins og maður þekkir hann. Þetta eru bara lin skot. Hann var með 0 mörk úr 4 skotum í fyrri hálfleik en spilaði lengi, og í seinni hálfleik var þetta það sama. Maður spyr sig; Á Sigursteinn að taka hann fyrr út af?“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Egil Þeir Theodór og Arnar Daði Arnarsson voru þó sammála um að sóknarleikur FH liti ekki svo illa út með Egil innanborðs en veltu fyrir sér hvort Einar Bragi Aðalsteinsson og Einar Örn Sindrason ættu að fá fleiri mínútur á kostnað „skítkalds“ Egils. „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil“ „Ég held að Einar Bragi sé bara ekki kominn jafnlangt inn í taktískan leik FH, eftir að hafa verið að spila í allt öðru hlutverki hjá HK síðustu ár. FH-ingar voru að fá opnanir fyrir Egil. Sóknarlega leit þetta ágætlega út hjá þeim. En auðvitað þegar Egill fær þessi fínu færi, og er langt frá því að skora, þá vissulega eftir leik spyr maður sig hvort það hefði ekki átt að taka hann út af,“ sagði Arnar Daði en hélt svo áfram: „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil Magnússon? Hann hefur ekki verið með yfir 50% skotnýtingu frá því 2018. Jú, ég er að ljúga að ykkur, 2019 spilaði hann sjö leiki og var með 52% skotnýtingu. Af hverju erum við að tala Egil Magnússon eitthvað upp?“ Theodór sagði að framganga Egils fyrir ári síðan sýndi að hann hefði alla vega meira fram að færa en hann gerði núna: „Áður en hann meiddist í fyrra þá var hann að skapa fullt af færum og FH var í toppsætinu um síðustu áramót. Eftir að hann meiðist þá hrynur allt. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu en þetta er alls ekki nógu gott.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sannfærður um að Egill geti gert mikið betur en hann hefur gert á þessari leiktíð. „Við sjáum að það er eins og það sé eitthvað að plaga hann í öxlinni. Þetta er ekkert byssan Egill Magnússon eins og maður þekkir hann. Þetta eru bara lin skot. Hann var með 0 mörk úr 4 skotum í fyrri hálfleik en spilaði lengi, og í seinni hálfleik var þetta það sama. Maður spyr sig; Á Sigursteinn að taka hann fyrr út af?“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Egil Þeir Theodór og Arnar Daði Arnarsson voru þó sammála um að sóknarleikur FH liti ekki svo illa út með Egil innanborðs en veltu fyrir sér hvort Einar Bragi Aðalsteinsson og Einar Örn Sindrason ættu að fá fleiri mínútur á kostnað „skítkalds“ Egils. „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil“ „Ég held að Einar Bragi sé bara ekki kominn jafnlangt inn í taktískan leik FH, eftir að hafa verið að spila í allt öðru hlutverki hjá HK síðustu ár. FH-ingar voru að fá opnanir fyrir Egil. Sóknarlega leit þetta ágætlega út hjá þeim. En auðvitað þegar Egill fær þessi fínu færi, og er langt frá því að skora, þá vissulega eftir leik spyr maður sig hvort það hefði ekki átt að taka hann út af,“ sagði Arnar Daði en hélt svo áfram: „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil Magnússon? Hann hefur ekki verið með yfir 50% skotnýtingu frá því 2018. Jú, ég er að ljúga að ykkur, 2019 spilaði hann sjö leiki og var með 52% skotnýtingu. Af hverju erum við að tala Egil Magnússon eitthvað upp?“ Theodór sagði að framganga Egils fyrir ári síðan sýndi að hann hefði alla vega meira fram að færa en hann gerði núna: „Áður en hann meiddist í fyrra þá var hann að skapa fullt af færum og FH var í toppsætinu um síðustu áramót. Eftir að hann meiðist þá hrynur allt. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu en þetta er alls ekki nógu gott.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira