Einar biðst afsökunar á ummælum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2022 15:26 Ummæli Einars Jónssonar eftir leikinn gegn FH eru komin inn á borð aganefndar HSÍ. vísir/diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir jafnteflið við FH í Olís-deild karla á föstudaginn. Þegar leiktíminn var runninn út skaut Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í andlitið á Birgi Má Birgissyni beint úr aukakasti. Í kjölfarið kom til ryskinga milli leikmanna liðanna og áhorfendur í Kaplakrika blönduðu sér líka í hasarinn. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leikinn. „Svo bara „rest is history“. Ef þú horfir á mig þá er ég ekki líklegur til afreka í svona dæmi eins og gerðist í lokin þannig að ég stóð nú bara á þetta og horfði í rólegheitum. Þetta er bara stuð, það er fínt að hafa læti og eitthvað að tala um. Ég hafði gaman af að horfa á þetta.“ Einar hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum sem ku vera komin inn á borð aganefndar HSÍ. „Vegna ummæla sem ég viðhafði eftir leik FH-Fram. Ég vil koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigandi aðila. Þau ummæli sem ég viðhafði voru sögð í gríni og áttu ekki að særa neinn. Hins vegar geta höfuðmeiðsl verið mjög alvarleg og ekki til þess að tala um af léttúð,“ segir í yfirlýsingunni frá Einari. Í Seinni bylgjunni á föstudaginn voru ummæli Einars fordæmd. „Ég ætla ekki að kasta einhverjum steinum úr glerhúsi og ég hef sagt ýmislegt heimskulegt í viðtölum en þetta eru einhver ótrúlegustu ummæli sem ég hef heyrt eftir leik í langan tíma. Þetta var hvorki fyndið né spaugilegt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Klippa: Ummæli Einars Theodór Ingi Pálmason tók í sama streng en bætti við að ummæli Einars hefðu líklega verið sett fram í hálfkæringi. Þau væru þó óheppileg. Strákarnir hans Einars sækja þrefalda meistara Vals heim í Olís-deildinni klukkan 19:30 í kvöld. Olís-deild karla Fram FH Seinni bylgjan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Younghoe sparkað burt Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Þegar leiktíminn var runninn út skaut Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í andlitið á Birgi Má Birgissyni beint úr aukakasti. Í kjölfarið kom til ryskinga milli leikmanna liðanna og áhorfendur í Kaplakrika blönduðu sér líka í hasarinn. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leikinn. „Svo bara „rest is history“. Ef þú horfir á mig þá er ég ekki líklegur til afreka í svona dæmi eins og gerðist í lokin þannig að ég stóð nú bara á þetta og horfði í rólegheitum. Þetta er bara stuð, það er fínt að hafa læti og eitthvað að tala um. Ég hafði gaman af að horfa á þetta.“ Einar hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum sem ku vera komin inn á borð aganefndar HSÍ. „Vegna ummæla sem ég viðhafði eftir leik FH-Fram. Ég vil koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigandi aðila. Þau ummæli sem ég viðhafði voru sögð í gríni og áttu ekki að særa neinn. Hins vegar geta höfuðmeiðsl verið mjög alvarleg og ekki til þess að tala um af léttúð,“ segir í yfirlýsingunni frá Einari. Í Seinni bylgjunni á föstudaginn voru ummæli Einars fordæmd. „Ég ætla ekki að kasta einhverjum steinum úr glerhúsi og ég hef sagt ýmislegt heimskulegt í viðtölum en þetta eru einhver ótrúlegustu ummæli sem ég hef heyrt eftir leik í langan tíma. Þetta var hvorki fyndið né spaugilegt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Klippa: Ummæli Einars Theodór Ingi Pálmason tók í sama streng en bætti við að ummæli Einars hefðu líklega verið sett fram í hálfkæringi. Þau væru þó óheppileg. Strákarnir hans Einars sækja þrefalda meistara Vals heim í Olís-deildinni klukkan 19:30 í kvöld.
Olís-deild karla Fram FH Seinni bylgjan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Younghoe sparkað burt Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn