Bjuggust við að finna mun meiri loðnu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. október 2022 11:52 Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Egill Aðalsteinsson Veiðiráðgjöf á loðnu minnkar verulega og haustmælingar voru undir væntingum að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Hafrannsóknarstofnun birti í morgun endurskoðaða veiðiráðgjöf og nú er lagt til að loðnuafli í vetur verði ekki meiri en 218 þúsund tonn. Það er tæplega helmingi minna en gert var ráð fyrir í upphafsráðgjöf sem byggði á haustmælingum í fyrra og hljóðaði upp á 400 þúsund tonn. Þetta byggir allt saman á haustmælingum á loðnustofninum sem lauk í lok september. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, segir yfirferð rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq hafa verið umfagnsmikla og telur að ágætlega hafi verið náð utan um stofninn. „Þetta var mæling gerð undir góðum veðurskilyrðum og nær yfir stórt svæði. Fórum inn í Íslandshaf á þessa gömlu fæðuslóð sem var fram til ársins 2000 helsta fæðusvæðið og á þeim slóðum var ekkert að sjá og eins norðaustur af landinu þar sem við höfðum heyrt af loðnu - þar var ekkert af ráði,“ segir Guðmundur. Heildarmagn loðnu mældist tæp 1,1 milljón tonn og þar af var stærð hrygningarstofns metin 763 þúsund tonn, samkvæmt haustmælingu Hafrannsóknarstofnunar.vísir/Sigurjón Ólason Veiðistofninn mældist mun minni en í fyrra og hlutfall eldri loðnu í hrygningarstofninum hærra en nokkru sinni áður. „Við vorum með töluverðar væntingar sem byggðust á haustmælingunum í fyrra, þar sem þær sýndu verulegt magn af ungloðnu sem hefði átt að vera uppistaðan í hrygningarstofninum í ár. En sú mæling er ekki alveg að ganga eftir. Við erum ekki að sjá þetta magn sem við áttum von á.“ Skýringar á þessu liggja ekki fyrir en ráðgjöfin verður endurskoðuð þegar niðurstöður á vetrarmælingu liggja fyrir í janúar eða febrúar. Guðmundur segir haustmælinguna gefa fyrirheit um að endanleg ráðgjöf sem loðnukvótinn byggir á verði lægri en síðast. „Miðað við niðurstöðurnar eins og þær liggja fyrir núna út frá þessari mælingu, að þá eru það vissulega skilaboðin vissulega.“ Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun birti í morgun endurskoðaða veiðiráðgjöf og nú er lagt til að loðnuafli í vetur verði ekki meiri en 218 þúsund tonn. Það er tæplega helmingi minna en gert var ráð fyrir í upphafsráðgjöf sem byggði á haustmælingum í fyrra og hljóðaði upp á 400 þúsund tonn. Þetta byggir allt saman á haustmælingum á loðnustofninum sem lauk í lok september. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, segir yfirferð rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq hafa verið umfagnsmikla og telur að ágætlega hafi verið náð utan um stofninn. „Þetta var mæling gerð undir góðum veðurskilyrðum og nær yfir stórt svæði. Fórum inn í Íslandshaf á þessa gömlu fæðuslóð sem var fram til ársins 2000 helsta fæðusvæðið og á þeim slóðum var ekkert að sjá og eins norðaustur af landinu þar sem við höfðum heyrt af loðnu - þar var ekkert af ráði,“ segir Guðmundur. Heildarmagn loðnu mældist tæp 1,1 milljón tonn og þar af var stærð hrygningarstofns metin 763 þúsund tonn, samkvæmt haustmælingu Hafrannsóknarstofnunar.vísir/Sigurjón Ólason Veiðistofninn mældist mun minni en í fyrra og hlutfall eldri loðnu í hrygningarstofninum hærra en nokkru sinni áður. „Við vorum með töluverðar væntingar sem byggðust á haustmælingunum í fyrra, þar sem þær sýndu verulegt magn af ungloðnu sem hefði átt að vera uppistaðan í hrygningarstofninum í ár. En sú mæling er ekki alveg að ganga eftir. Við erum ekki að sjá þetta magn sem við áttum von á.“ Skýringar á þessu liggja ekki fyrir en ráðgjöfin verður endurskoðuð þegar niðurstöður á vetrarmælingu liggja fyrir í janúar eða febrúar. Guðmundur segir haustmælinguna gefa fyrirheit um að endanleg ráðgjöf sem loðnukvótinn byggir á verði lægri en síðast. „Miðað við niðurstöðurnar eins og þær liggja fyrir núna út frá þessari mælingu, að þá eru það vissulega skilaboðin vissulega.“
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira