Þegar Eyjafjallajökull og Mourinho stöðvuðu draumalið Guardiolas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2022 15:30 Eyjafjallajökull og José Mourinho lögðu stein í götu Barcelona fyrir tólf árum. vísir/getty Inter og Barcelona eigast við í stórleik dagsins í Meistaradeild Evrópu. Inter hefur aðeins einu sinni unnið Barcelona í tíu leikjum í Meistaradeildinni og sá sigur var eftirminnilegur. Aðeins tvennt gat stöðvað Barcelona undir stjórn Peps Guardiola, portúgalskur þjálfari og íslenskt eldfjall. Og þessi tvö öfl tóku höndum saman gegn Börsungum vorið 2010. Eldgosið í Eyjafjallajökli kom ekki bara í veg fyrir að Sam Allardyce gæti keypt Robert Lewandowski til Blackburn Rovers, að sögn þess stóra, heldur truflaði það einnig undirbúning Barcelona fyrir fyrri leikinn gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í apríl 2010. Vegna öskunnar frá eldgosinu gátu Börsungar ekki flogið til Mílanó heldur þurftu að ferðast í rútu tæplega 1000 kílómetra. Þótt það sé kannski óþarfi að vorkenna mönnum að ferðast í ágætlega búinni rútu var þetta enginn draumaundirbúningur fyrir þennan stóra leik. Í stafni Inter-skipsins sem beið Börsunga í Mílanó stóð svo sjálfur Jose Mourinho sem var þarna á hátindi ferilsins, bæði sem þjálfari og vondi kallinn. Þrátt fyrir rútuferðina virtist ferðaþreytan ekki sitja mikið í Barcelona í byrjun leiks og liðið náði forystunni á 12. mínútu þegar Pedro skoraði. Wesley Sneijder jafnaði eftir hálftíma og í seinni hálfleik skoruðu Maicon og Diego Milito mörk sem færðu Inter gott veganesti í seinni leikinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4wAG5ZUJ4eI">watch on YouTube</a> Það líka eins gott fyrir Inter að vera með góðan stuðpúða því Ítalarnir töpuðu seinni leiknum á Nývangi, 1-0. Thiago Motta var rekinn af velli á 28. mínútu, leikaraskapurinn hjá Sergio Busquets muniði, og við tók einhver rosalegasti varnarleikur sem sést hefur á byggðu bóli. Inter-menn tjölduðu inni í eigin vítateig og gengu svo langt að sparka boltanum viljandi frá sér til að glata ekki varnarskipulaginu. Strákarnir hans Mourinho héldu út fram á 84. mínútu þegar Gerard Pique skoraði. En fleiri urðu mörkin ekki og Inter var því komið í úrslitaleikinn. Mourinho hljóp inn á völlinn með vísifingur á lofti og nuddaði salti í sár bugaðra Börsunga. Inter vann svo Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2-0, og fullkomnaði því draumatímabil þar sem liðið vann þrennuna. Eftir þetta fór Mourinho fór til Real Madrid þar sem hann átti að endurtaka leikinn og fella Barcelona af stalli sínum. En þar naut hann ekki aðstoðar Eyjafjallajökuls. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Aðeins tvennt gat stöðvað Barcelona undir stjórn Peps Guardiola, portúgalskur þjálfari og íslenskt eldfjall. Og þessi tvö öfl tóku höndum saman gegn Börsungum vorið 2010. Eldgosið í Eyjafjallajökli kom ekki bara í veg fyrir að Sam Allardyce gæti keypt Robert Lewandowski til Blackburn Rovers, að sögn þess stóra, heldur truflaði það einnig undirbúning Barcelona fyrir fyrri leikinn gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í apríl 2010. Vegna öskunnar frá eldgosinu gátu Börsungar ekki flogið til Mílanó heldur þurftu að ferðast í rútu tæplega 1000 kílómetra. Þótt það sé kannski óþarfi að vorkenna mönnum að ferðast í ágætlega búinni rútu var þetta enginn draumaundirbúningur fyrir þennan stóra leik. Í stafni Inter-skipsins sem beið Börsunga í Mílanó stóð svo sjálfur Jose Mourinho sem var þarna á hátindi ferilsins, bæði sem þjálfari og vondi kallinn. Þrátt fyrir rútuferðina virtist ferðaþreytan ekki sitja mikið í Barcelona í byrjun leiks og liðið náði forystunni á 12. mínútu þegar Pedro skoraði. Wesley Sneijder jafnaði eftir hálftíma og í seinni hálfleik skoruðu Maicon og Diego Milito mörk sem færðu Inter gott veganesti í seinni leikinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4wAG5ZUJ4eI">watch on YouTube</a> Það líka eins gott fyrir Inter að vera með góðan stuðpúða því Ítalarnir töpuðu seinni leiknum á Nývangi, 1-0. Thiago Motta var rekinn af velli á 28. mínútu, leikaraskapurinn hjá Sergio Busquets muniði, og við tók einhver rosalegasti varnarleikur sem sést hefur á byggðu bóli. Inter-menn tjölduðu inni í eigin vítateig og gengu svo langt að sparka boltanum viljandi frá sér til að glata ekki varnarskipulaginu. Strákarnir hans Mourinho héldu út fram á 84. mínútu þegar Gerard Pique skoraði. En fleiri urðu mörkin ekki og Inter var því komið í úrslitaleikinn. Mourinho hljóp inn á völlinn með vísifingur á lofti og nuddaði salti í sár bugaðra Börsunga. Inter vann svo Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2-0, og fullkomnaði því draumatímabil þar sem liðið vann þrennuna. Eftir þetta fór Mourinho fór til Real Madrid þar sem hann átti að endurtaka leikinn og fella Barcelona af stalli sínum. En þar naut hann ekki aðstoðar Eyjafjallajökuls.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira