Í myndinni leika þau par sem ákveður að halda brúðkaupið sitt erlendis þar sem allt fer úr böndunum. Fyrst byrja þau að efast um ákvörðunina um að gifta sig en enda á því að þurfa að sameina krafta sína til þess að bjarga fjölskyldum sínum sem eru tekin sem gísl.
Jennifer Coolidge og Lenny Kravitz fara meðal annars einnig með hlutverk í myndinni. Jennifer Lopez hefur áður leikið brúði á skjánum, meðal annars í myndunum Marry me, The Back-up Plan, Monster-in-Law, The Wedding Planner og Selena.
Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni: