Einar í bann fyrir að vega að heilindum eigin leikmanns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2022 15:52 Misheppnað grín Einars Jónssonar kostaði hann eins leiks bann. vísir/hulda margrét Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Einar Jónsson, þjálfara karlaliðs Fram í handbolta, í eins leiks bann vegna ummæla hans eftir leikinn gegn FH á föstudaginn. Einar lét ummælin falla í viðtali við Vísi eftir leikinn í Kaplakrika, er hann var spurður út í rauða spjaldið sem Þorsteinn Gauti Hjálmarsson fékk fyrir að kasta boltanum í andlit Birgis Más Birgissonar beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar meðal annars í viðtalinu. Framkvæmdastjóri HSÍ vísaði ummælunum til aganefndar sem dæmdi hann í eins leiks bann. Að mati aganefndarinnar veittist Einar að heilindum og háttvísi Þorsteins Gauta. Nefndin taldi ennfremur að ummælin hafi verið til þess fallin að gera lítið úr umræðuna innan íþróttahreyfingarinnar um alvarleika höfuðmeiðsla. Engu hafi breytt þótt ummælin hafi verið sett fram í háði eða spotti. Úrskurð aganefndar HSÍ má sjá með því að smella hér. Einar baðst afsökunar á ummælum sínum í gær þar sem hann tiltók að þau hafi verið sett fram í gríni og þeim hafi ekki verið ætlað að særa neinn. „Vegna ummæla sem ég viðhafði eftir leik FH-Fram. Ég vil koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigandi aðila. Þau ummæli sem ég viðhafði voru sögð í gríni og áttu ekki að særa neinn. Hins vegar geta höfuðmeiðsl verið mjög alvarleg og ekki til þess að tala um af léttúð,“ segir í yfirlýsingunni frá Einari. Einar tekur út leikbann þegar Fram tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í Olís-deildinni á föstudaginn. Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, var einnig dæmdur í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í tapinu fyrir Aftureldingu. Hann verður því fjarri góðu gamni þegar Grótta tekur á móti FH á fimmtudaginn. Olís-deild karla Fram FH Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira
Einar lét ummælin falla í viðtali við Vísi eftir leikinn í Kaplakrika, er hann var spurður út í rauða spjaldið sem Þorsteinn Gauti Hjálmarsson fékk fyrir að kasta boltanum í andlit Birgis Más Birgissonar beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar meðal annars í viðtalinu. Framkvæmdastjóri HSÍ vísaði ummælunum til aganefndar sem dæmdi hann í eins leiks bann. Að mati aganefndarinnar veittist Einar að heilindum og háttvísi Þorsteins Gauta. Nefndin taldi ennfremur að ummælin hafi verið til þess fallin að gera lítið úr umræðuna innan íþróttahreyfingarinnar um alvarleika höfuðmeiðsla. Engu hafi breytt þótt ummælin hafi verið sett fram í háði eða spotti. Úrskurð aganefndar HSÍ má sjá með því að smella hér. Einar baðst afsökunar á ummælum sínum í gær þar sem hann tiltók að þau hafi verið sett fram í gríni og þeim hafi ekki verið ætlað að særa neinn. „Vegna ummæla sem ég viðhafði eftir leik FH-Fram. Ég vil koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigandi aðila. Þau ummæli sem ég viðhafði voru sögð í gríni og áttu ekki að særa neinn. Hins vegar geta höfuðmeiðsl verið mjög alvarleg og ekki til þess að tala um af léttúð,“ segir í yfirlýsingunni frá Einari. Einar tekur út leikbann þegar Fram tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í Olís-deildinni á föstudaginn. Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, var einnig dæmdur í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í tapinu fyrir Aftureldingu. Hann verður því fjarri góðu gamni þegar Grótta tekur á móti FH á fimmtudaginn.
Olís-deild karla Fram FH Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira