Vill senda flóttafólk til Rúanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. október 2022 13:44 Sigmundur Davíð segir óöld ríkja í flóttamannamálum. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. Rauði krossinn vinnur nú að því, að beiðni íslenskra stjórnvalda, að opna fjöldahjálpastöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd vegna mikillar fjölgunar í komu flóttafólks til landsins. Fyrstu flóttamennirnir koma í hjálparstöðina í dag. Ætlunin er að hún sé aðeins þriggja daga neyðarúrræði áður en fólk fari í annað úrræði stjórnvalda eða sveitarfélaga. „Það var algjörlega fyrirsjáanlegt hvernig þetta myndi þróast og hefur verið lengi. Þetta er afleiðing af þeim skilaboðum sem íslensk stjórnvöld hafa sent út og eru við lýði hér,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. „Við erum búin að margbenda á þetta, ár eftir ár að þróunin hafi verið sú að fjöldinn sem er að koma til Íslands er að aukast gríðarlega miðað við hin Norðurlöndinn. Hann var orðinn sexfaldur fyrir nokkrum árum og er nú líklega orðinn tífaldur.“ Glæpagengi nýti sér stefnu íslenskra stjórnvalda Um sextíu prósent þeirra flóttamanna sem komið hafa til landsins í ár er fólk sem flýr stríðsátökin í Úkraínu. Vandamálið sé ótengt stríðsástandinu. „Á síðasta þingi tókst ríkisstjórninni loksins að troða í gegn frumvarpi sem merkir Ísland rækilega sem áfangastað fyrir þá sem skipuleggja og selja svona ferðir og það var með því að leiða í lög að fólk fengi sömu þjónustu, sömu greiðslur, sömu réttindi óháð hvernig það kæmi til landsins,“ segir Sigmundur. „Þetta er enn ein auglýsingin um Ísland sem áfangastað og er sannarlega farið að hafa áhrif.“ Móttaka flóttafólks frá Úkraínu sé eðlisólík móttöku annars flóttafólks, þar sem tekið er á móti nágrannaþjóð í stríði. „Þessi óstjórn á málaflokknum hér á landi er til þess fallin að gera okkur erfiðara fyrir að aðstoða þann mikla fjölda sem augljóst var að kæmi frá Úkraínu. Það er eðlisólíkt því móttaka flóttafólks frá Úkraínu er í meira samræmi við það sem sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um flóttamenn var ætlað að leysa: Að takast á við tímabundið neyðarástand vegna til dæmis stríðs á einu svæði, í löndunum í kring,“ segir Sigmundur. „Hins vegar er hitt er orðið að iðnaði þar sem mjög hættuleg gengi oft og tíðum eru að selja væntingar, selja ferðir til Evrópulanda sem hafa algjörlega misst stjórnina á móttökunni og það þýðir að við getum ekki hjálpað þeim sem þurfa mest á hjálpinni að halda.“ Vill ganga í fótspor Dana Góð lausn væri að fara sömu leið og Danir, til dæmis með samningum við erlend ríki um móttöku flóttafólks. „Það er náttúrulega þegar orðið dálítið seint að grípa inn í á þann hátt sem hefði verið hægt að gera fyrr. Í framhaldinu ættum við að líta til reynslu Dana, danskra sósíaldemókrata og innleiða samskonar stefnu og þeir. Hvetja fólk, vilji það koma til landsins, að sækja um hæli utan landsins en enginn mæti til landsins og sæki um hæli þar. Þá missa menn stjórn á atburðarrásinni,“ segir Sigmundur. Danir gerðu í fyrra, og bresk stjórnvöld sömuleiðis, samning við yfirvöld í Rúanda um að senda þangað hælisleitendur á meðan mál þeirra væru til meðferðar hjá yfirvöldum í Danmörku og Bretlandi. Sigmundur segir þetta fyrirkomulag vel geta hentað hér. „Já, mér finnst þetta koma vel til greina og hef svo sem sagt áður að íslensk stjórnvöld eigi að íhuga aðtaka þátt í þessu með Dönum en þau hafa farið í þveröfuga átt. Þau gera það með því að búa til hvata fyrir fólk að kaupa sér rándýra för með Ísland sem áfangastað vegna þess að hér sé allt í boði óháð hvort þú ferð í gegn um lögformlegt ferli eða kemur á vegum misjafnra aðila,“ segir Sigmundur. „Rúanda hefur verið nefnt og reyndar fleiri lönd. Óháð því um hvaða land er að ræða held ég að við ættum að skoða að taka þátt í þessu með Dönum. Ég tók eftir því að Rúandamenn voru ósáttir með það þegar var gagnrýnt að senda ætti fólk til Rúanda, eins og það væri hræðilegur staður. Þeir hafa náð miklum árangri í Rúanda í uppbyggingu á undanförnum árum.“ Þess ber að geta að Mannréttindadómstóll Evrópu bannaði í sumar flutning flóttafólks til Rúanda og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fordæmdi auk þess fyrirætlaða flutninga, og sagði þá brjóta á réttindum fólks samkvæmt mannréttindasáttmála SÞ og flóttamannasamningnum. Ísland á aðild að hvoru tveggja. Fréttin var uppfærð klukkan 14:05. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Rauði krossinn vinnur nú að því, að beiðni íslenskra stjórnvalda, að opna fjöldahjálpastöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd vegna mikillar fjölgunar í komu flóttafólks til landsins. Fyrstu flóttamennirnir koma í hjálparstöðina í dag. Ætlunin er að hún sé aðeins þriggja daga neyðarúrræði áður en fólk fari í annað úrræði stjórnvalda eða sveitarfélaga. „Það var algjörlega fyrirsjáanlegt hvernig þetta myndi þróast og hefur verið lengi. Þetta er afleiðing af þeim skilaboðum sem íslensk stjórnvöld hafa sent út og eru við lýði hér,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. „Við erum búin að margbenda á þetta, ár eftir ár að þróunin hafi verið sú að fjöldinn sem er að koma til Íslands er að aukast gríðarlega miðað við hin Norðurlöndinn. Hann var orðinn sexfaldur fyrir nokkrum árum og er nú líklega orðinn tífaldur.“ Glæpagengi nýti sér stefnu íslenskra stjórnvalda Um sextíu prósent þeirra flóttamanna sem komið hafa til landsins í ár er fólk sem flýr stríðsátökin í Úkraínu. Vandamálið sé ótengt stríðsástandinu. „Á síðasta þingi tókst ríkisstjórninni loksins að troða í gegn frumvarpi sem merkir Ísland rækilega sem áfangastað fyrir þá sem skipuleggja og selja svona ferðir og það var með því að leiða í lög að fólk fengi sömu þjónustu, sömu greiðslur, sömu réttindi óháð hvernig það kæmi til landsins,“ segir Sigmundur. „Þetta er enn ein auglýsingin um Ísland sem áfangastað og er sannarlega farið að hafa áhrif.“ Móttaka flóttafólks frá Úkraínu sé eðlisólík móttöku annars flóttafólks, þar sem tekið er á móti nágrannaþjóð í stríði. „Þessi óstjórn á málaflokknum hér á landi er til þess fallin að gera okkur erfiðara fyrir að aðstoða þann mikla fjölda sem augljóst var að kæmi frá Úkraínu. Það er eðlisólíkt því móttaka flóttafólks frá Úkraínu er í meira samræmi við það sem sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um flóttamenn var ætlað að leysa: Að takast á við tímabundið neyðarástand vegna til dæmis stríðs á einu svæði, í löndunum í kring,“ segir Sigmundur. „Hins vegar er hitt er orðið að iðnaði þar sem mjög hættuleg gengi oft og tíðum eru að selja væntingar, selja ferðir til Evrópulanda sem hafa algjörlega misst stjórnina á móttökunni og það þýðir að við getum ekki hjálpað þeim sem þurfa mest á hjálpinni að halda.“ Vill ganga í fótspor Dana Góð lausn væri að fara sömu leið og Danir, til dæmis með samningum við erlend ríki um móttöku flóttafólks. „Það er náttúrulega þegar orðið dálítið seint að grípa inn í á þann hátt sem hefði verið hægt að gera fyrr. Í framhaldinu ættum við að líta til reynslu Dana, danskra sósíaldemókrata og innleiða samskonar stefnu og þeir. Hvetja fólk, vilji það koma til landsins, að sækja um hæli utan landsins en enginn mæti til landsins og sæki um hæli þar. Þá missa menn stjórn á atburðarrásinni,“ segir Sigmundur. Danir gerðu í fyrra, og bresk stjórnvöld sömuleiðis, samning við yfirvöld í Rúanda um að senda þangað hælisleitendur á meðan mál þeirra væru til meðferðar hjá yfirvöldum í Danmörku og Bretlandi. Sigmundur segir þetta fyrirkomulag vel geta hentað hér. „Já, mér finnst þetta koma vel til greina og hef svo sem sagt áður að íslensk stjórnvöld eigi að íhuga aðtaka þátt í þessu með Dönum en þau hafa farið í þveröfuga átt. Þau gera það með því að búa til hvata fyrir fólk að kaupa sér rándýra för með Ísland sem áfangastað vegna þess að hér sé allt í boði óháð hvort þú ferð í gegn um lögformlegt ferli eða kemur á vegum misjafnra aðila,“ segir Sigmundur. „Rúanda hefur verið nefnt og reyndar fleiri lönd. Óháð því um hvaða land er að ræða held ég að við ættum að skoða að taka þátt í þessu með Dönum. Ég tók eftir því að Rúandamenn voru ósáttir með það þegar var gagnrýnt að senda ætti fólk til Rúanda, eins og það væri hræðilegur staður. Þeir hafa náð miklum árangri í Rúanda í uppbyggingu á undanförnum árum.“ Þess ber að geta að Mannréttindadómstóll Evrópu bannaði í sumar flutning flóttafólks til Rúanda og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fordæmdi auk þess fyrirætlaða flutninga, og sagði þá brjóta á réttindum fólks samkvæmt mannréttindasáttmála SÞ og flóttamannasamningnum. Ísland á aðild að hvoru tveggja. Fréttin var uppfærð klukkan 14:05.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira