Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2022 14:23 EPA/RONALD WITTEK Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. Þetta er stærsti samdráttur á framleiðslu frá 2020, þegar eftirspurn dróst verulega saman vegna faraldurs Covid. Á undanförnum mánuðum hefur olíuverð lækkað töluvert en það er eftir gífurlega hækkun í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar. Olíuframleiðendur hafa óttast að verra efnahagsástand á heimsvísu muni leiða til frekari lækkunar á komandi mánuðum og vilja sporna gegn því. Bandaríkjamenn og aðrir höfðu þrýst mjög á OPEC-ríkin að draga ekki úr framleiðslu heldur auka hana. Sjá einnig: OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Í ágúst voru OPEC+ ríkin um 3,6 milljónum tunna á dag undir eigin framleiðslumarkmiðum, samkvæmt frétt Reuters. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Bensín og olía Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þetta er stærsti samdráttur á framleiðslu frá 2020, þegar eftirspurn dróst verulega saman vegna faraldurs Covid. Á undanförnum mánuðum hefur olíuverð lækkað töluvert en það er eftir gífurlega hækkun í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar. Olíuframleiðendur hafa óttast að verra efnahagsástand á heimsvísu muni leiða til frekari lækkunar á komandi mánuðum og vilja sporna gegn því. Bandaríkjamenn og aðrir höfðu þrýst mjög á OPEC-ríkin að draga ekki úr framleiðslu heldur auka hana. Sjá einnig: OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Í ágúst voru OPEC+ ríkin um 3,6 milljónum tunna á dag undir eigin framleiðslumarkmiðum, samkvæmt frétt Reuters. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+.
Bensín og olía Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira