Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. október 2022 17:47 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra. Hann vill nú bregðast við háværri gagnrýni framhaldsskólanema á viðbrögð skóla vegna kynferðisbrota nemenda. vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en þar er einnig birt bréf sem Ásmundur Einar sendi skólastjórnendum í dag. Þar segir hann að í ljósi umræðu um kynferðisofbeldi í framhaldsskólum vilji hann bregðast við ákalli um bætt verklag og skýrari ramma í málaflokknum. Síðustu misseri hefur hávær umræða spunnist um viðbrögð skólastjórnenda í framhaldsskólum við kynferðisofbeldi innan skólanna. Greint hefur verið frá byltingu innan veggja Menntaskólans í Hamrahlíð þar sem þolendur hafa mótmælt því að þolendur kynferðisofbeldis hafi þurft að mæta gerendum sínum á göngum skólans og gagnrýnt skólastjórnendur harðlega fyrir viðbragðaleysi. Rektor MH hefur þá beðið fyrrverandi nemanda, og þolanda kynferðisofbeldis, afsökunar á því hvernig var tekið á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Annað sambærilegt dæmi átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem skólastjóri var harðlega gagnrýndur fyrir viðbrög sín eftir að kynferðisbrotamál rataði á borð hennar í vor. Vegna þessa mun Ásmundur Einar menntamálaráðherra nú kynna fyrir skólastjórnendum fyrirmynd að viðbragðsáætlun sem skólar geta nýtt þar sem áætlun hefur ekki verið innleidd eða skerpa þarf verklagið. „Jafnframt mun ráðuneytið boða til vinnufundar með helstu hagaðilum til að rýna áætlunina og eiga gagnvirkar umræður um helstu álitamál. Mikilvægt er að rödd nemenda heyrist í þeirri vinnu sem fram undan er og þeirra sjónarmið höfð til hliðsjónar við gerð áætlana,“ segir í bréfi Ásmundar. Í bréfinu eru stjórnendur skóla og hagsmunaaðila eru jafnframt hvattir til þess að ræða þessi málefni á sínum vettvangi og nýta til að efla umræðu, aðgerðir og vitundarvakningu í skólasamfélaginu. „Markmið okkar allra er að sjá til þessað allir nemendur upplifi öryggi og að tekið sé á málum af festu.“ Loks er óskað eftir því að skólastjórnendur svari spurningum um það hvort heildstæð viðbragðsáætlun sé til staðar í skólunum, hvort hún sé aðgengileg nemendum og hvort sérstök skrá sé haldin yfir tilvik þegar upp kemur grunur um kynferðsbrot nemenda. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en þar er einnig birt bréf sem Ásmundur Einar sendi skólastjórnendum í dag. Þar segir hann að í ljósi umræðu um kynferðisofbeldi í framhaldsskólum vilji hann bregðast við ákalli um bætt verklag og skýrari ramma í málaflokknum. Síðustu misseri hefur hávær umræða spunnist um viðbrögð skólastjórnenda í framhaldsskólum við kynferðisofbeldi innan skólanna. Greint hefur verið frá byltingu innan veggja Menntaskólans í Hamrahlíð þar sem þolendur hafa mótmælt því að þolendur kynferðisofbeldis hafi þurft að mæta gerendum sínum á göngum skólans og gagnrýnt skólastjórnendur harðlega fyrir viðbragðaleysi. Rektor MH hefur þá beðið fyrrverandi nemanda, og þolanda kynferðisofbeldis, afsökunar á því hvernig var tekið á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Annað sambærilegt dæmi átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem skólastjóri var harðlega gagnrýndur fyrir viðbrög sín eftir að kynferðisbrotamál rataði á borð hennar í vor. Vegna þessa mun Ásmundur Einar menntamálaráðherra nú kynna fyrir skólastjórnendum fyrirmynd að viðbragðsáætlun sem skólar geta nýtt þar sem áætlun hefur ekki verið innleidd eða skerpa þarf verklagið. „Jafnframt mun ráðuneytið boða til vinnufundar með helstu hagaðilum til að rýna áætlunina og eiga gagnvirkar umræður um helstu álitamál. Mikilvægt er að rödd nemenda heyrist í þeirri vinnu sem fram undan er og þeirra sjónarmið höfð til hliðsjónar við gerð áætlana,“ segir í bréfi Ásmundar. Í bréfinu eru stjórnendur skóla og hagsmunaaðila eru jafnframt hvattir til þess að ræða þessi málefni á sínum vettvangi og nýta til að efla umræðu, aðgerðir og vitundarvakningu í skólasamfélaginu. „Markmið okkar allra er að sjá til þessað allir nemendur upplifi öryggi og að tekið sé á málum af festu.“ Loks er óskað eftir því að skólastjórnendur svari spurningum um það hvort heildstæð viðbragðsáætlun sé til staðar í skólunum, hvort hún sé aðgengileg nemendum og hvort sérstök skrá sé haldin yfir tilvik þegar upp kemur grunur um kynferðsbrot nemenda.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira