Lagerbäck minnir fólk á að góðu gen Haaland komi ekki síst frá mömmu hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2022 08:01 Lars Lagerbäck á tíma sínum sem landsliðsþjálfari Norðmanna. Getty/Denis Doyle Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, þekkir vel til Norðmannsins Erling Braut Haaland eftir að hafa þjálfað hann í norska landsliðinu. Haaland hélt áfram að raða inn mörkum í Meistaradeildinni í gærkvöldi og hefur nú skorað nítján mörk í ellefu leikjum með Manchester City í ensku úrvalsdeildinn og Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Lagerbäck talaði um Haaland í viðtali hjá sænska ríkissjónvarpinu, SVT, en hann var þá gestur í Morgonstudio. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Haaland fékk nefnilega sitt fyrsta tækifæri í norska A-landsliðinu undir stjórn Lagerbäck árið 2019 og skoraði sex mörk í sjö landsleikjum sínum undir stjórn Svíans. „Hann elskar fótbolta, elskar að æfa og hefur metnaðinn og andlega styrkinn sem er algjörlega frábært. Hann er einstakur að því leiti,“ sagði Lars Lagerbäck. Faðir stráksins, Alf-Inge Haaland, lék á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni og er mikið í sviðsljósinu í dag. Hinn ungi Erling hefur því alla tíð verið í kringum fótboltann. Lagerbäck vill þó minna alla á það að þar með er ekki öll sagan sögð. „Hann er með góð gen. Móðir hans, Gry Marita Braut, var frjálsíþróttakona sem keppti í spretthlaupum og í fjölþraut held ég líka. Þaðan kemur væntanlega hraðinn og sprengikrafturinn. Þú getur ekki valið foreldrana þína og verður því líka að vera heppinn þar,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er sannfærður um að þessi 22 ára leikmaður haldi fótunum á jörðinni þrátt fyrir alla velgengnina og athyglina. „Amma og afi hans eiga bóndabýli og hann er hrifinn að því umhverfi. Það mun hjálpa honum að halda sér á jörðinni því hann er með gott bakland þar,“ sagði Lars Lagerbäck. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira
Haaland hélt áfram að raða inn mörkum í Meistaradeildinni í gærkvöldi og hefur nú skorað nítján mörk í ellefu leikjum með Manchester City í ensku úrvalsdeildinn og Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Lagerbäck talaði um Haaland í viðtali hjá sænska ríkissjónvarpinu, SVT, en hann var þá gestur í Morgonstudio. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Haaland fékk nefnilega sitt fyrsta tækifæri í norska A-landsliðinu undir stjórn Lagerbäck árið 2019 og skoraði sex mörk í sjö landsleikjum sínum undir stjórn Svíans. „Hann elskar fótbolta, elskar að æfa og hefur metnaðinn og andlega styrkinn sem er algjörlega frábært. Hann er einstakur að því leiti,“ sagði Lars Lagerbäck. Faðir stráksins, Alf-Inge Haaland, lék á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni og er mikið í sviðsljósinu í dag. Hinn ungi Erling hefur því alla tíð verið í kringum fótboltann. Lagerbäck vill þó minna alla á það að þar með er ekki öll sagan sögð. „Hann er með góð gen. Móðir hans, Gry Marita Braut, var frjálsíþróttakona sem keppti í spretthlaupum og í fjölþraut held ég líka. Þaðan kemur væntanlega hraðinn og sprengikrafturinn. Þú getur ekki valið foreldrana þína og verður því líka að vera heppinn þar,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er sannfærður um að þessi 22 ára leikmaður haldi fótunum á jörðinni þrátt fyrir alla velgengnina og athyglina. „Amma og afi hans eiga bóndabýli og hann er hrifinn að því umhverfi. Það mun hjálpa honum að halda sér á jörðinni því hann er með gott bakland þar,“ sagði Lars Lagerbäck. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira