Markið skoraði Stefán á 58. mínútu leiksins eftir að heimamenn í Silkeborg höfðu farið með 3-0 forystu inn í hálfleikinn.
Sigurinn þýðir að liðið er nú með þrjú stig í þriðja sæti B-riðils eftir þrjár umferðir, tveimur stigum fyrir ofan FCSB sem rekur lestina.
Á sama tíma vann West Ham nauman 0-1 sigur gegn Anderlecht í sama riðli þar sem varamaðurinn Gianluca Scamacca skoraði eina mark leiksins þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.
West Ham trónir á toppi riðilsins með fullt hús stiga, en Anderlecht situr í öðru sæti með fjögur stig.