Manchester City sektað um 260 þúsund pund Atli Arason skrifar 8. október 2022 10:00 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fagnar Englandsmeistaratitlinum eftir sigurinn á Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils. Getty Images Manchester City hefur verið sektað um 260 þúsund pund, rúmlega 36 milljónir króna, vegna óláta stuðningsmanna liðsins á síðasta leiktímabili. Eftir leikslok í 3-2 sigri City á heimavelli gegn Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils réðst fjöldi stuðningsmanna City inn á leikvöllinn, þegar það varð endanlega ljóst að City yrði enskur meistari eftir baráttu við Liverpool alveg fram í lokaumferðina. Robin Olsen, markvörður Villa, varð fyrir árás af stuðningsmanni City á meðan aðrir stuðningsmenn óttuðust um líf sitt í troðningnum. City viðurkenndi fyrir enska knattspyrnusambandinu að félaginu hafi mistekist að tryggja öryggi áhorfenda á leiknum og mun því greiða sektina við fyrsta tækifæri. Innrásir stuðningsmanna (e. pitch invasions) voru tíðar á síðustu vikum síðasta leiktímabils á Englandi. Everton fékk til að mynda 300 þúsund punda sekt eftir innrás stuðningsmanna þeirra þegar Everton tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni með sigri á Crystal Palace undir lok síðasta tímabils. Þá fékk stuðningsmaður Nottingham Forest 6 mánaða fangelsisdóm fyrir að ráðast að Billy Sharp, leikmanni Sheffield United, eftir innrás stuðningsmanna Forest á leikvöll sinn þegar liðið vann undanúrslitaleik umspils um sæti í úrvalsdeildinni í maí síðastliðinn. Alls voru 441 innrás stuðningsmanna á leikvelli í bæði Englandi og Wales á síðasta leiktímabili sem gerir fjölgun upp á 127 prósent frá tímabilinu 2018/19, sem var síðasta leiktímabilið þar sem Covid takmarkanir höfðu ekki áhrif á áhorfendafjölda. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30 Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00 Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00 „Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07 Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira
Eftir leikslok í 3-2 sigri City á heimavelli gegn Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils réðst fjöldi stuðningsmanna City inn á leikvöllinn, þegar það varð endanlega ljóst að City yrði enskur meistari eftir baráttu við Liverpool alveg fram í lokaumferðina. Robin Olsen, markvörður Villa, varð fyrir árás af stuðningsmanni City á meðan aðrir stuðningsmenn óttuðust um líf sitt í troðningnum. City viðurkenndi fyrir enska knattspyrnusambandinu að félaginu hafi mistekist að tryggja öryggi áhorfenda á leiknum og mun því greiða sektina við fyrsta tækifæri. Innrásir stuðningsmanna (e. pitch invasions) voru tíðar á síðustu vikum síðasta leiktímabils á Englandi. Everton fékk til að mynda 300 þúsund punda sekt eftir innrás stuðningsmanna þeirra þegar Everton tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni með sigri á Crystal Palace undir lok síðasta tímabils. Þá fékk stuðningsmaður Nottingham Forest 6 mánaða fangelsisdóm fyrir að ráðast að Billy Sharp, leikmanni Sheffield United, eftir innrás stuðningsmanna Forest á leikvöll sinn þegar liðið vann undanúrslitaleik umspils um sæti í úrvalsdeildinni í maí síðastliðinn. Alls voru 441 innrás stuðningsmanna á leikvelli í bæði Englandi og Wales á síðasta leiktímabili sem gerir fjölgun upp á 127 prósent frá tímabilinu 2018/19, sem var síðasta leiktímabilið þar sem Covid takmarkanir höfðu ekki áhrif á áhorfendafjölda.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30 Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00 Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00 „Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07 Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira
Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30
Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30
Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00
Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00
„Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07
Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00