Leitað að hjálpartækjum ástarlífsins í afturenda Niemann fyrir skákeinvígi Atli Arason skrifar 8. október 2022 17:08 Fylgst er náið með Bandaríkjamanninum Hans Niemann þessa dagana. YouTube/Saint Louis Chess Club Skákmeistarinn Hans Niemann þurfti að þola nánari öryggisgæslu en aðrir keppendur á bandaríska meistaramótinu í skák í vikunni þegar leitað var sérstaklega í afturenda Niemann af hjálpartækjum ástarlífsins. Meint svindl Niemann hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Niemann sigraði norska stórmeistarann Magnus Carlsen í síðata mánuði, þar sem Norðmaðurinn sakaði þann bandaríska um svindl. Á bandaríska meistaramótinu voru allir keppendur gegnumlýstir í leit að búnaði sem gæti mögulega aðstoðað keppendur. Athygli vakti að Niemann var einn af fáum sem þurfti einnig að snúa afturendanum að gegnumlýsingartækinu en Niemann er sakaður um að nota titrandi kynlífstæki í endaþarminum til að taka á móti skilaboðum að utan í viðureign sinni gegn Carlsen. Öryggisgæsluna má sjá í myndbandinu hér að neðan en hún hefst eftir 20 mínútur og 45 sekúndur. > Niemann vann sína fyrstu viðureign gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo á miðvikudag en Niemann sagði að sigurinn væri skýr skilaboð til allra sem efuðust hann eftir viðureignina. Niemann hefur neitað öllum ásökunum um svindl gegn Carlson til þessa.
Meint svindl Niemann hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Niemann sigraði norska stórmeistarann Magnus Carlsen í síðata mánuði, þar sem Norðmaðurinn sakaði þann bandaríska um svindl. Á bandaríska meistaramótinu voru allir keppendur gegnumlýstir í leit að búnaði sem gæti mögulega aðstoðað keppendur. Athygli vakti að Niemann var einn af fáum sem þurfti einnig að snúa afturendanum að gegnumlýsingartækinu en Niemann er sakaður um að nota titrandi kynlífstæki í endaþarminum til að taka á móti skilaboðum að utan í viðureign sinni gegn Carlsen. Öryggisgæsluna má sjá í myndbandinu hér að neðan en hún hefst eftir 20 mínútur og 45 sekúndur. > Niemann vann sína fyrstu viðureign gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo á miðvikudag en Niemann sagði að sigurinn væri skýr skilaboð til allra sem efuðust hann eftir viðureignina. Niemann hefur neitað öllum ásökunum um svindl gegn Carlson til þessa.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Bandaríkin Tengdar fréttir Sakar Niemann um enn meira svindl Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. 26. september 2022 20:24 Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum Skákmaðurinn Hans Niemann virðist hafa svindlað oftar en hundrað sinnum á ferli sínum, ef marka má rannsókn skákþjónsins Chess.com. Niemann á að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. 4. október 2022 21:42 Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. 6. október 2022 07:31 Forseti norska skáksambandsins viðurkennir svindl og er hættur Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020. 7. október 2022 10:53 Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3. október 2022 12:55 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Sakar Niemann um enn meira svindl Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. 26. september 2022 20:24
Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum Skákmaðurinn Hans Niemann virðist hafa svindlað oftar en hundrað sinnum á ferli sínum, ef marka má rannsókn skákþjónsins Chess.com. Niemann á að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. 4. október 2022 21:42
Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. 6. október 2022 07:31
Forseti norska skáksambandsins viðurkennir svindl og er hættur Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020. 7. október 2022 10:53
Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3. október 2022 12:55