Íbúar í Vesturbæ og miðbæ hafa óvenju oft þurft að þola rafmagnsleysi upp á síðkastið. Við förum yfir ástæður þess í fréttatímanum.
Sífellt fleiri greinast hér á landi með sjúkdóminn offitu að sögn yfirlæknis offitusviðs Reykjalundar sem kallar eftir vitundarvakningu. Nauðsynlegt sé að nálgast viðfangsefnið án þeirra fordóma sem nú séu til staðar til að mynda í sjálfu heilbrigðiskerfinu.
Þingmaður Viðreisnar segir ótækt að ætla að fylgja stefnu Dana í útlendingamálum og senda fólk með formlega vernd í öðrum löndum úr landi í blindni. Staða fólks væri oft verri þegar það væri komið með vernd annars staðar.
Við förum á hátíð sem haldin er í Kolaportinu um helgina þar sem úkraínskir flóttamenn þakka Íslendingum fyrir hlýjar móttökur og skoðum líkbíl sem notaður er sem sendibíll fyrir tælenskan veitingastað á Ísafirði.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.